Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev, var í athyglisverðu viðtali við Viðskiptablaðið í gær. Hann var alveg skýr þegar hann kom því á framfæri, að Ísland yrði að eiga næsta leik í þeirri stöðu sem upp er í komin í viðskiptalegum tengslum þjóðanna. Eins og kunnugt er hafa Rússar sett innflutningsbann á íslenskar vörur, og hefur það miklar afleiðingar í för með sér fyrir mörg fyrirtæki, ekki síst sjávarútvegsfyrirtæki. HB Grandi metur tekjutap fyrirtækisins allt að 2,2 milljörðum króna árlega.
Nú verður spennandi að sjá hvort einhverjum detti það í hug, að Íslandi eigi að láta undan þessum þrýstingi Rússa, sem sendiherrann hefur nú komið skýrt á framfæri, og hætta að taka þátt í alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gagnvart landinu í vestrænni samvinnu.