Ísland telur ekki að markaðsvæðing heilbrigðisþjónustu eigi heima í TISA

15850516779-84045ca1e5-z.jpg
Auglýsing

Ísland telur ekki að til­laga sem lögð var fram í TISA-við­ræð­un­um, um að auka sam­keppni um heil­brigð­is­þjón­ustu á milli landa með því að mark­aðsvæða þjón­ust­una, eigi heima í TISA-­samn­ingn­um. Utan­rík­is­ráðu­neytið vill koma því á fram­færi að Ísland, og fjöl­mörg önnur Evr­ópu­ríki, hafi ekki tekið þátt í við­ræðum um til­lög­una þegar hún var lögð fram í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Í tölvu­pósti frá Urði Gunn­ars­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, segir að Ísland telji ekki að sá við­auki sem til­lagan lagði til ætti heima í samn­ingn­um.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að til­lagan hafi verið lögð fram í TISA-við­ræðu­lotu sem fram fór í sept­em­ber. ­Sam­kvæmt til­lög­unni eru miklir ónýttir mögu­leikar til að alþjóða­væða heil­brigð­is­þjón­ustu, aðal­lega vegna þess að heil­brigð­is­þjón­usta er að mestu fjár­mögnuð og veitt af ríkjum eða vel­ferð­ar­stofn­un­um. Það er því nán­ast ekk­ert aðdrátt­ar­afl fyrir erlenda sam­keppn­is­að­ila til að keppa um að veita hana vegna þess hversu lítið mark­aðsvætt umhverfi hennar er.

Það var ­samn­ings­nefnd Tyrk­lands sem lagð­i fram til­lög­una en hún var rædd í átt­undu við­ræðu­lotu TISA-við­ræðn­anna sem fór fram í Genf í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum gögnum sem Kjarn­inn birtir í dag í sam­starfi við Associ­ated Whist­leblowing Press (AWP) og fjöl­miðla víðs­vegar um heim­inn. Gögn­unum var lekið til AWP sem hefur unnið að birt­ingu þeirra und­an­far­ið. Hægt er að nálg­ast gögnin í heild sinni hér.

Auglýsing

Ísland er eitt þeirra 50 landa sem er aðili að TISA-við­ræð­un­um, sem eiga að auka frelsi í þjón­ustu­við­skiptum milli landa. Mikil leynd hvílir yfir við­ræð­un­um.

Segja til­lög­una auka ójöfnuðSam­kvæmt til­lög­unni sem rædd var í sept­em­ber á að auka frelsi sjúk­linga til að ferð­ast til ann­arra aðild­ar­landa samn­ings­ins til að sækja sér heil­brigð­is­þjón­ustu, kjósi þeir svo. Þannig mynd­ist mark­aður með slíka.

Odile Frank, læknir sem starfar hjá Alþjóða­sam­tökum starfs­fólks í almanna­þjón­ustu (PSI), hefur rýnt í til­lög­una og segir að til­lagan myndi auka kostnað við veit­ingu heil­brigð­is­þjón­ustu í þró­un­ar­löndum og minnka gæði hennar í þró­uðum löndum Evr­ópu, Norð­ur­-Am­er­íku, Ástr­alíu og víð­ar.

PSI segir að til­lagan gangi út frá því að heil­brigð­is­þjón­usta sé vara eins og hver önnur sem hægt sé að kaupa og selja á mark­aði. Sam­tökin segja að slíkt sjón­ar­mið líti fram hjá almanna­hag og muni auka ójöfnuð veru­lega.

Sam­kvæmt pró­fessor Jane Kelsey, breskum sér­fræð­ingi í þjón­ustu­við­skipt­um, myndi sú lausn sem lögð er til í til­lög­unni gagn­ast auð­ug­ari ein­stak­lingum og einka­fyr­ir­tækjum innan heil­brigð­is­geirans. Pen­ingar myndu hins vegar sog­ast úr heil­brigð­is­kerfum þjóða, en lág fjár­fest­ing í þeim er einmitt ein þeirra ástæða sem nefnd er sem rök fyrir því að bjóða upp á aukna aflands­þjón­ustu innan heil­brigð­is­geirans. Þannig stækki lausnin eitt þeirra vanda­mála sem hún á að leysa.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None