Íslendingar eyddu sjö prósent meira á kreditkortunum sínum í september síðastliðnum en í sama mánuði árið áður. Alls var velta þeirra innanlands sex prósent hærri en á sama tíma fyrir ári. Aukning á eyðslu Íslendinga erlendis var enn meiri. Hún var ellefu prósent meiri í september 2014 en í sama mánuði árið 2013. Þetta kemur fram í Valitor-vísitölunni sem var birt í morgun.
Innanlands eyddu Íslendingar níu prósent meira af kreditkortaheimildum sínum í áfengisverslunum og fjögur prósent meira í matvöru- og stórverslunum. Bensínkostnaður sem greitt var fyrir með kreditkortum dróst hins vegar saman um sex prósent milli ára.
Þróunin á ekki að koma mikið á óvart. Einkaneyslu Íslendinga hefur aukist mikið á skömmum tíma og innflutningur á margvíslegum varningi sömuleiðis. Viðbúið er að einkaneyslan muni aukast enn meira á komandi misserum þegar aðgerð stjórnvalda, sem nefnist leiðréttingin, þar sem mögulegt verður að fá fé úr ríkissjóði til að lækka höfuðstól verðtryggra húsnæðislána, er ekk enn farin að hafa áhrif á efnahag þjóðarinnar.