Íslensk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir langvarandi aðgerðarleysi í vísinda-, tækni- og nýsköpunarmálum í svartri skýrslu sem unnin var af þremur erlendum sérfræðingum á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Stjórnvöld eru hvött til að axla ábyrgð á málaflokknum og framfylgja metnaðarfullri stefnu Vísinda- og tækniráðs.
Skýrslan var kynnt á Rannsóknarþingi RANNÍS í lok ágúst. Til stóð að gera hana opinbera í kjölfarið, en samkvæmt heimildum Kjarnans var ákveðið í Vísinda- og tækniráði að fresta birtingu skýslunnar opinberlega. Kjarninn hefur skýrsluna undir höndum og birtir hana í heild sinni í nýjustu útgáfu Kjarnans.
Lestu ítarlega umfjöllun Kjarnans um skýrslu sérfræðingahópsins.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_09_18/14[/embed]