Íslenski hugbúnaðurinn RetinaRisk, sem hjálpar sérfræðingum að draga úr blindu tengdri sykursýki, hefur verið settur á markað í Bandaríkjunum. Það er íslenska sprotafyrirtækið Risk Medical Solutions sem þróaði hugbúnaðinn í nánu samstarfi við íslenska og bandaríska sérfræðinga á sviði augnlækninga og sykursýki. RetinaRisk er ætlað að hjálpa þeim 32 milljónum Bandaríkjamanna sem þjást af sykursýki við að stýra sjúkdómi sínum betur og draga úr blindu tengdri honum.
Risk Medical Solutions hefur átt í samningsviðræðum við stórt bandarískt tryggingafyrirtæki, sem tryggir 69 milljónir Bandaríkjamanna, um sölu og dreifingu á hugbúnaðinum.
Í samningaviðræðum við bandarískt tryggingafyrirtæki
Risk Medical Solutions hefur átt í samningsviðræðum við stórt bandarískt tryggingafyrirtæki, sem tryggir 69 milljónir Bandaríkjamanna, um sölu og dreifingu á hugbúnaðinum. Á næstu árum stendur einnig til að markaðssetja og dreifa honum í Evrópu og Asíu, en ekkert sambærilegt kerfi er til á markaðnum í dag.
Ólafur Pálsson, framkvæmdastjóri Risk Medical Solutions
Ólafur Pálsson, framkvæmdastjóri Risk Medical Solutions, segir að hugbúnaðurinn sé að koma á markað á hárréttum tíma, enda stílar hann inn á þær breytingar sem „The Affordable Care Act“, oftast kallað ObamaCare, er að innleiða í bandarískt heilbrigðiskerfi. „Á næstu sex árum mun einstaklingum sem þurfa á þjónustu sjónfræðinga að halda fjölga um 40 milljónir. Kerfið býður læknum upp á skilvirkari leiðir til meðferðar sem og fræðsluefni fyrir sjúklinga. Þá má því segja að RetinaRisk muni hjálpa einstaklingum við að stýra sínum sjúkdómi betur og draga úr blindu tengdri sykursýki á meðal Bandaríkjamanna.“
RetinaRisk í prófunum í tólf mánuði
Síðastliðinn fjögur ár hefur reikniformúlan sem stýrir áhættumati hugbúnaðarins farið í gegnum fjórar klínískar proafnir í Bretlandi, Danmörku, Hollandi og á Spáni og RetinaRisk hefur verið í prófunum undanfarna tólf mánuði.
Hugbúnaðurinn á að gefa læknum aukna getu til að fræða sjúklinga um sína sjúkdóma og að taka ákvarðanir tengdara meðferð þeirra. RetinaRisk veitir læknum einnig möguleika á því að senda skýrslur sín á milli um áhættumat sjúklinga sem getur flýtt framhaldsmeðferð hjá þeim tiltekna sjúklingi.