Jón Gnarr, sem steig niður úr stóli borgarstjóra í Reykjavíkur í vor, er að flytja til Texas. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem hann setti inn rétt í þessu.
Facebook-færslan er svohljóðandi: „Það er orðið ljóst að við litla fjölskyldan munum flytja til Houston Texas eftir áramótin. Erum komin með íbúð á ágætum stað og Nonni mun fara í Edgar Allen Poe Elementary School. Held að þetta gæti verið upphafið að einhverju mjög athyglisverðu ævintýri."
Jón hefur lítið viljað gefað upp um hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur eftir að borgarstjóraferlinum lauk, en hann var einn dáðasti grínisti þjóðarinnar áður en hann hellti sér í stjórnmál. Jón hóf þá kosningabaráttu með því að tilkynna að hann langaði í þægilega innivinnu og væri að hugleiða að stíga inn á svið stjórnmála. Reykjavíkurborg varð fyrir valinu sem vettvangur og vopnaður loforði um að svíkja öll kosningaloforð, íslenskuðum Tínu Turner slagara og áður séðum óútreiknanleika rúlluðu Jón og Besti flokkur hans upp borgarstjórnarkosningunum 2010 og hann settist kjölfarið í stól borgarstjóra.