Jón Gnarr: Möguleg trílógía bóka um Besta flokkinn og árin sem borgarstjóri á leiðinni

gnarr2.jpg
Auglýsing

Jón Gnarr, fyrrum borg­ar­stjóri í Reykja­vík, segir að hann und­ir­búi nú ritun bókar um Besta flokk­inn, borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar sem hann sigr­aði í og veru Jóns í Ráð­húsi Reykja­víkur á meðan hann gengdi starfi borg­ar­stjóra. Hann segir að bókin gæti mögu­lega teygt sig í tríló­g­íu. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem Jón setti inn á Face­book í dag. Til­efnið er að um þessar mundir er rétt um ár síðan að hann hætti sem borg­ar­stjóri.

Jón segir í færsl­unni að hann sé rétt að jafna sig á því að hafa verið borg­ar­stjóri nú. „Nú er að verða ár síðan ég hætti sem borg­ar­stjóri og mér finnst ég fyrst núna vera að jafna mig. Lífið er jafn skrítið og það hefur alltaf ver­ið. Margt hefur breyst. Ég var að klára að skrifa Útlag­ann, sem er þriðja og síð­asta bókin í æskuminn­ingat­ríló­g­í­unni minni. Nú fer ég að ein­beita mér að því að klára að skrifa sjón­varps­þætt­ina Borg­ar­stjór­inn. Ég er líka byrj­aður að und­ir­búa ritun bókar um Besta flokk­inn, kosn­ing­arn­ar, veru mína í Ráð­hús­inu og lífið eftir það. Kannski ný t­ríló­gía? Ég er voða­mikið beð­inn um að koma hingað og þangað útí heim og röfla eitt­hvað og mun gera eitt­hvað af því. Eftir helgi fer ég á barna­bóka­há­tíð í Vín­ar­borg og svo í upp­lestr­ar­ferð um Þýska­land, Sviss og Aust­ur­ríki. Ég er rit­höf­und­ur. Mér finnst ég samt ekki vera það.“

Jón segir síðan að honum hafi hann aldrei hafa verið neitt annað en aum­ingi. „Sem barn var ég tal­inn afbrigði­leg­ur. Það var ekki einu sinni til neitt orð yfir fólk einsog mig. Það var kallað Mala­daptio. Það er fólk sem getur ekki aðlag­ast neinu. Ég var aum­ingi í skóla og aum­ingi í vinnu, latur og alltaf útá þekju. Ég var pönk­ari sem hafði ekki gaman af tón­list. Hvers­konar gerpi er það? Ég er alltaf boð­flenna. Ég var leik­ari en samt ekki alvöru. Aðrir leik­arar litu mig horn­auga. Ég var ekki einn af þeim enda ekki leik­ara­mennt­að­ur. Svo varð ég stjórn­mála­maður en samt ekki og boð­flenna þar einsog í leik­list­inni. Og nú er ég rit­höf­und­ur. Mér finnst ég samt ekki alvöru rit­höf­und­ur. Þeir eru ein­hvern­veg­inn öðru­vísi en ég, gáf­aðir og ein­rænir á meðan ég er frekar vit­laus og eirð­ar­laus félags­vera. Meira að segja Guð­bergur Bergs­son skilur ekk­ert í mér og þó skilur hann mjög margt. Ég er bara ein­hvers­konar ódrep­andi skoff­ín. Aðeins á Vogi eða Litla Hrauni finnst mér ég vera á meðal jafn­ingja. Ég á ekki einu sinni sam­leið með sjálfum mér. Mitt eina hald­reipi í þessu lífi er fjöl­skyldan mín og vin­ir. Fyrir þau er ég þakk­lát­ur. Ég meina ekk­ert illt og hef aldrei gert og óska öllum bless­un­ar, meira að segja þeim sem óska mér ein­hvers ann­ars. Ég leita sann­leik­ans, af ein­lægni en um leið fullur efa­semda. Ég veit ekki hvar hann er en bara hvar hann er ekki. Hann er ekki í trú. Trú er nú bara fyrir mér bara upp­log­inn sann­leik­ur. Hann er ekki í póli­tík eða heim­speki. Mestan sann­leika hef ég fundið í góðu og gáf­uðu fólki og ekki bara afþví að það hugsi eða segi eitt­hvað gáfu­legt heldur afþví að það vinnur sam­kvæmt því. Það eru svo margir sem segja eitt en gera svo eitt­hvað ann­að, þykj­ast vita alla skap­aða hluti en kunna svo ekki neitt. Ást er inni­halds­laust orð sem hefur nákvæm­lega enga merk­ingu ef engar athafnir fylgja. Bókin um veginn er eina bókin sem ég hef fundið um ævina sem hefur snefil af sann­leika í sér.“

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None