Jón Gnarr mun skrifa bók byggða á reynslu sinni af því að sinna embætti borgarstjóra í Reykjavík á meðan að á dvöl hans hjá Center for Energy and Environmental Research in the Human Sciences (CENHS), miðstöð á vegum Rice-háskólans í Houston, stendur. Jón mun dvelja við háskólann frá áramótum og að minnsta kosti fram á vor. Hann verður fyrsti rithöfundurinn sem fær slíka stöðu hjá CENHS á komandi vorönn. Þetta kemur fram í tilkynnningu um komu Jóns á heimasíðu miðstöðvarinnar.
Á meðan að dvöl sinni hjá CENHS stendur mun Jón meðal annars halda upplestur á leikriti sínu Hotel Volkswagen, sem fer fram í janúar 2015, koma fram á ýmsum viðburðum sem haldnir verða á háskólasvæði Rice-háskólans á vegum CENHS ásamt því að skrifa bók um reynslu sína af borgarstjórnarembættinu sem ber enska vinniheitið A Human´s Guide to Politics.
Í tilkynningunni segist Jón hlakka mikið til að vinna með hinu frábæra fólki sem starfi hjá Rice. Haft er eftir honum að hann gæti jafnvel hugsað sér að dvelja lengur í Texas. „Í lok dvalar minnar gæti ég meira að segja boðið mig fram til ríkisstjóra Texas,“ segir Jón.