Jón Gunnarsson: "Eiga að hafa vit á því að halda sér til hliðar þegar svona hagsmunir eru í húfi"

matorkanytt.jpg
Auglýsing

Lög­mað­ur­inn Eiríkur S. Svav­ars­son, sem er einn eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins Matorku sem nýverið gerði fjár­fest­inga­samn­ing við íslenska rík­ið, kom fyrir atvinnu­vega­nefnd þann 30. októ­ber síð­ast­lið­inn fyrir hönd Lög­manna­fé­lags Íslands til að ræða frum­varp um íviln­anir til nýfjár­fest­inga á Íslandi. Hann lét nefnd­ina ekki vita af mögu­legum hags­muna­á­rekstri.

Tveimur dögum áður hafði laga­nefnd Lög­manna­fé­lags Íslands sent atvinnu­vega­nefnd umsögn vegna frum­varps­ins. Eiríkur situr í laga­nefnd­inni en er ekki skrif­aður fyrir umsögn­inni.

Mjög sér­stakt, segir for­maður nefnd­ar­innarJón Gunn­ars­son, for­maður atvinnu­vega­nefnd­ar, seg­ist ekki minn­ast þess að Eiríkur hafi tekið fram að fyr­ir­tæki sem að hluta til væri í hans eigu væri í við­ræðum við atvinnu­vega­ráðu­neytið um íviln­un­ar­samn­ing á sama tíma og hann kom fyrir nefnd­ina. Aðspurður um hvort honum finn­ist að um hags­muna­á­rekstur hafi verið að ræða svara Jón því ját­andi. „Mér finnst þetta vera mjög sér­stakt. Menn eiga að hafa vit á því að halda sér til hliðar þegar svona hags­munir eru í húfi.“

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Jón Gunn­ars­son, for­maður atvinnu­vega­nefndar Alþing­is.

Auglýsing

Aðspurður um hvort honum finn­ist að um hags­muna­á­rekstur hafi verið að ræða svara Jón því ját­andi. „Mér finnst þetta vera mjög sér­stakt. Menn eiga að hafa vit á því að halda sér til hliðar þegar svona hags­munir eru í húfi.“

Jón segir nefnd­ina ekki hafa vitað neitt um samn­ing ráðu­neyt­is­ins við Matorku fyrr en fyrir skemmstu. Hann hefur frestað afgreiðslu á frum­varpi um íviln­anir til nýfjár­fest­inga á meðan að ýmsir þættir máls­ins eru til skoð­un­ar.

Ekki náð­ist í Eirík Svav­ars­son við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Fær mikla afslættiMatorka og rík­is­stjórn Íslands und­ir­rit­uðu fjár­fest­inga­samn­ing um íviln­anir til næstu tíu ára þann 27. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Við­skipta­blaðið greindi fyrst inni­haldi samn­ings­ins auk þess sem ítar­lega var fjallað um það í Kast­ljósi kvölds­ins. Í umfjöllun miðl­anna kom fram að sam­kvæmt samn­ingnum fær félagið fær afslátt af fjölda skatta og gjalda. Tekju­skatts­pró­sentan verður 15 pró­sent, á meðan önnur fyr­ir­tæki greiða 20 pró­senta tekju­skatt. Þá fær félagið helm­ings­af­slátt af trygg­inga­gjald­inu og lög­bundnu hámarki fast­eigna­gjalda, und­an­þágur vegna greiðslu aðflutn­ings­gjalda, hag­stæð­ari fyrn­inga­regl­ur, íviln­anir vegna virð­is­auka­skatts af inn­flutn­ingi og sér­stakan þjálf­un­ar­styrk fyrir starfs­menn. Allar íviln­an­irnar eiga sér for­dæmi í fjár­fest­inga­samn­ingum rík­is­ins vegna stór­iðju, gagna­ver, kís­il­ver og önnur fyr­ir­tæki.

matorka Matorka og rík­is­stjórn Íslands und­ir­rit­uðu fjár­fest­inga­samn­ing um íviln­anir til næstu tíu ára þann 27. febr­úar síð­ast­lið­inn.

 

Hlut­fall íviln­anna af heild­ar­fjár­fest­ingu félags­ins, sem hyggur á sam­keppni við fjölda íslenskra fyr­ir­tækja sem fyrir eru í bleikju­eldi, hefur vakið athygli. Sam­kvæmt Við­skipta­blað­inu nemur það að lág­marki 35 pró­sent en allt að 60 pró­sent­um. And­virði rík­is­styrks­ins hleypur á 430 millj­ónum króna á meðan heild­ar­fjár­fest­ing Matorku vegna bleikju­eld­is­ins við Grinda­vík er áætluð um 1.200 millj­ónir króna. Að með­töldum áður­nefndum þjálf­un­ar­styrk, þar sem kostn­aður getur numið allt að 295 millj­ónum króna, en þá slagar hlut­fall íviln­anna af fjár­fest­ing­unni upp í 60 pró­sent.

Á meðal stærstu eig­endahelstu eig­endur Matorku eru þeir Einar Sveins­son og Eiríkur Svav­ars­son. Ein­ar er frændi Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra og fyrr­ver­andi við­skipta­fé­lagi hans á árunum fyrir hrun. Þá er Ein­ar hlut­hafi í Thorsil, sem hlaut nýverið fjár­fest­inga­samn­ing við ríkið vegna kís­il­vers á Reykja­nesi og þá á hann hlut í félag­inu sem keypti Borgun af Lands­ban­anum nýver­ið, og Kjarn­inn sagði frá fyrstur fjöl­miðla.

Eiríkur er hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, situr í laga­nefnd Lög­manna­fé­lags Íslands og átti sæti í hafta­hópi stjórn­valda þar til nýlega, en þangað var hann ráð­inn af Bjarna Bene­dikts­syni. Eiríkur var áber­andi í sam­tök­unum InDefence og hefur meðal ann­ars gegnt trún­að­ar­störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garða­bæ. Eig­in­kona hans er einn stofn­enda Matorku.

Við­bót klukkan 14:25 18. mars 2015:Ei­ríkur S. Svav­ars­son, lög­maður og einn eig­anda Matorku, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu vegna fréttar Kjarn­ans í gær­kvöldi þar sem fjallað var um að hann hafi komið fyrir atvinnu­vega­nefnd þann 30. októ­ber síð­ast­lið­inn ­fyrir hönd Lög­manna­fé­lags Íslands til að ræða frum­varp um íviln­anir til nýfjár­fest­inga á Íslandi. Eiríkur segir í yfir­lýs­ingu að hann hafi ekki átt hags­muna að gæta á fund­inum né gagn­vart efn­is­at­riðum frum­varps­ins. Með frétta­flutn­ingi af mál­inu sé "að ástæðu­lausu  ­vegið að heil­indum mínum og starfs­heiðri." Hægt er að lesa yfir­lýs­ingu Eiríks í heild sinni hér.

Kjarn­inn stendur að fullu leyti við frétt sína á mál­inu. Ekki er bent á neinar rang­færslur í frétt­inni í yfir­lýs­ingu Eiríks.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None