Jón Gunnarsson: "Eiga að hafa vit á því að halda sér til hliðar þegar svona hagsmunir eru í húfi"

matorkanytt.jpg
Auglýsing

Lög­mað­ur­inn Eiríkur S. Svav­ars­son, sem er einn eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins Matorku sem nýverið gerði fjár­fest­inga­samn­ing við íslenska rík­ið, kom fyrir atvinnu­vega­nefnd þann 30. októ­ber síð­ast­lið­inn fyrir hönd Lög­manna­fé­lags Íslands til að ræða frum­varp um íviln­anir til nýfjár­fest­inga á Íslandi. Hann lét nefnd­ina ekki vita af mögu­legum hags­muna­á­rekstri.

Tveimur dögum áður hafði laga­nefnd Lög­manna­fé­lags Íslands sent atvinnu­vega­nefnd umsögn vegna frum­varps­ins. Eiríkur situr í laga­nefnd­inni en er ekki skrif­aður fyrir umsögn­inni.

Mjög sér­stakt, segir for­maður nefnd­ar­innarJón Gunn­ars­son, for­maður atvinnu­vega­nefnd­ar, seg­ist ekki minn­ast þess að Eiríkur hafi tekið fram að fyr­ir­tæki sem að hluta til væri í hans eigu væri í við­ræðum við atvinnu­vega­ráðu­neytið um íviln­un­ar­samn­ing á sama tíma og hann kom fyrir nefnd­ina. Aðspurður um hvort honum finn­ist að um hags­muna­á­rekstur hafi verið að ræða svara Jón því ját­andi. „Mér finnst þetta vera mjög sér­stakt. Menn eiga að hafa vit á því að halda sér til hliðar þegar svona hags­munir eru í húfi.“

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Jón Gunn­ars­son, for­maður atvinnu­vega­nefndar Alþing­is.

Auglýsing

Aðspurður um hvort honum finn­ist að um hags­muna­á­rekstur hafi verið að ræða svara Jón því ját­andi. „Mér finnst þetta vera mjög sér­stakt. Menn eiga að hafa vit á því að halda sér til hliðar þegar svona hags­munir eru í húfi.“

Jón segir nefnd­ina ekki hafa vitað neitt um samn­ing ráðu­neyt­is­ins við Matorku fyrr en fyrir skemmstu. Hann hefur frestað afgreiðslu á frum­varpi um íviln­anir til nýfjár­fest­inga á meðan að ýmsir þættir máls­ins eru til skoð­un­ar.

Ekki náð­ist í Eirík Svav­ars­son við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Fær mikla afslættiMatorka og rík­is­stjórn Íslands und­ir­rit­uðu fjár­fest­inga­samn­ing um íviln­anir til næstu tíu ára þann 27. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Við­skipta­blaðið greindi fyrst inni­haldi samn­ings­ins auk þess sem ítar­lega var fjallað um það í Kast­ljósi kvölds­ins. Í umfjöllun miðl­anna kom fram að sam­kvæmt samn­ingnum fær félagið fær afslátt af fjölda skatta og gjalda. Tekju­skatts­pró­sentan verður 15 pró­sent, á meðan önnur fyr­ir­tæki greiða 20 pró­senta tekju­skatt. Þá fær félagið helm­ings­af­slátt af trygg­inga­gjald­inu og lög­bundnu hámarki fast­eigna­gjalda, und­an­þágur vegna greiðslu aðflutn­ings­gjalda, hag­stæð­ari fyrn­inga­regl­ur, íviln­anir vegna virð­is­auka­skatts af inn­flutn­ingi og sér­stakan þjálf­un­ar­styrk fyrir starfs­menn. Allar íviln­an­irnar eiga sér for­dæmi í fjár­fest­inga­samn­ingum rík­is­ins vegna stór­iðju, gagna­ver, kís­il­ver og önnur fyr­ir­tæki.

matorka Matorka og rík­is­stjórn Íslands und­ir­rit­uðu fjár­fest­inga­samn­ing um íviln­anir til næstu tíu ára þann 27. febr­úar síð­ast­lið­inn.

 

Hlut­fall íviln­anna af heild­ar­fjár­fest­ingu félags­ins, sem hyggur á sam­keppni við fjölda íslenskra fyr­ir­tækja sem fyrir eru í bleikju­eldi, hefur vakið athygli. Sam­kvæmt Við­skipta­blað­inu nemur það að lág­marki 35 pró­sent en allt að 60 pró­sent­um. And­virði rík­is­styrks­ins hleypur á 430 millj­ónum króna á meðan heild­ar­fjár­fest­ing Matorku vegna bleikju­eld­is­ins við Grinda­vík er áætluð um 1.200 millj­ónir króna. Að með­töldum áður­nefndum þjálf­un­ar­styrk, þar sem kostn­aður getur numið allt að 295 millj­ónum króna, en þá slagar hlut­fall íviln­anna af fjár­fest­ing­unni upp í 60 pró­sent.

Á meðal stærstu eig­endahelstu eig­endur Matorku eru þeir Einar Sveins­son og Eiríkur Svav­ars­son. Ein­ar er frændi Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra og fyrr­ver­andi við­skipta­fé­lagi hans á árunum fyrir hrun. Þá er Ein­ar hlut­hafi í Thorsil, sem hlaut nýverið fjár­fest­inga­samn­ing við ríkið vegna kís­il­vers á Reykja­nesi og þá á hann hlut í félag­inu sem keypti Borgun af Lands­ban­anum nýver­ið, og Kjarn­inn sagði frá fyrstur fjöl­miðla.

Eiríkur er hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, situr í laga­nefnd Lög­manna­fé­lags Íslands og átti sæti í hafta­hópi stjórn­valda þar til nýlega, en þangað var hann ráð­inn af Bjarna Bene­dikts­syni. Eiríkur var áber­andi í sam­tök­unum InDefence og hefur meðal ann­ars gegnt trún­að­ar­störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garða­bæ. Eig­in­kona hans er einn stofn­enda Matorku.

Við­bót klukkan 14:25 18. mars 2015:Ei­ríkur S. Svav­ars­son, lög­maður og einn eig­anda Matorku, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu vegna fréttar Kjarn­ans í gær­kvöldi þar sem fjallað var um að hann hafi komið fyrir atvinnu­vega­nefnd þann 30. októ­ber síð­ast­lið­inn ­fyrir hönd Lög­manna­fé­lags Íslands til að ræða frum­varp um íviln­anir til nýfjár­fest­inga á Íslandi. Eiríkur segir í yfir­lýs­ingu að hann hafi ekki átt hags­muna að gæta á fund­inum né gagn­vart efn­is­at­riðum frum­varps­ins. Með frétta­flutn­ingi af mál­inu sé "að ástæðu­lausu  ­vegið að heil­indum mínum og starfs­heiðri." Hægt er að lesa yfir­lýs­ingu Eiríks í heild sinni hér.

Kjarn­inn stendur að fullu leyti við frétt sína á mál­inu. Ekki er bent á neinar rang­færslur í frétt­inni í yfir­lýs­ingu Eiríks.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None