Jón Gunnarsson: "Eiga að hafa vit á því að halda sér til hliðar þegar svona hagsmunir eru í húfi"

matorkanytt.jpg
Auglýsing

Lög­mað­ur­inn Eiríkur S. Svav­ars­son, sem er einn eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins Matorku sem nýverið gerði fjár­fest­inga­samn­ing við íslenska rík­ið, kom fyrir atvinnu­vega­nefnd þann 30. októ­ber síð­ast­lið­inn fyrir hönd Lög­manna­fé­lags Íslands til að ræða frum­varp um íviln­anir til nýfjár­fest­inga á Íslandi. Hann lét nefnd­ina ekki vita af mögu­legum hags­muna­á­rekstri.

Tveimur dögum áður hafði laga­nefnd Lög­manna­fé­lags Íslands sent atvinnu­vega­nefnd umsögn vegna frum­varps­ins. Eiríkur situr í laga­nefnd­inni en er ekki skrif­aður fyrir umsögn­inni.

Mjög sér­stakt, segir for­maður nefnd­ar­innarJón Gunn­ars­son, for­maður atvinnu­vega­nefnd­ar, seg­ist ekki minn­ast þess að Eiríkur hafi tekið fram að fyr­ir­tæki sem að hluta til væri í hans eigu væri í við­ræðum við atvinnu­vega­ráðu­neytið um íviln­un­ar­samn­ing á sama tíma og hann kom fyrir nefnd­ina. Aðspurður um hvort honum finn­ist að um hags­muna­á­rekstur hafi verið að ræða svara Jón því ját­andi. „Mér finnst þetta vera mjög sér­stakt. Menn eiga að hafa vit á því að halda sér til hliðar þegar svona hags­munir eru í húfi.“

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Jón Gunn­ars­son, for­maður atvinnu­vega­nefndar Alþing­is.

Auglýsing

Aðspurður um hvort honum finn­ist að um hags­muna­á­rekstur hafi verið að ræða svara Jón því ját­andi. „Mér finnst þetta vera mjög sér­stakt. Menn eiga að hafa vit á því að halda sér til hliðar þegar svona hags­munir eru í húfi.“

Jón segir nefnd­ina ekki hafa vitað neitt um samn­ing ráðu­neyt­is­ins við Matorku fyrr en fyrir skemmstu. Hann hefur frestað afgreiðslu á frum­varpi um íviln­anir til nýfjár­fest­inga á meðan að ýmsir þættir máls­ins eru til skoð­un­ar.

Ekki náð­ist í Eirík Svav­ars­son við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Fær mikla afslættiMatorka og rík­is­stjórn Íslands und­ir­rit­uðu fjár­fest­inga­samn­ing um íviln­anir til næstu tíu ára þann 27. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Við­skipta­blaðið greindi fyrst inni­haldi samn­ings­ins auk þess sem ítar­lega var fjallað um það í Kast­ljósi kvölds­ins. Í umfjöllun miðl­anna kom fram að sam­kvæmt samn­ingnum fær félagið fær afslátt af fjölda skatta og gjalda. Tekju­skatts­pró­sentan verður 15 pró­sent, á meðan önnur fyr­ir­tæki greiða 20 pró­senta tekju­skatt. Þá fær félagið helm­ings­af­slátt af trygg­inga­gjald­inu og lög­bundnu hámarki fast­eigna­gjalda, und­an­þágur vegna greiðslu aðflutn­ings­gjalda, hag­stæð­ari fyrn­inga­regl­ur, íviln­anir vegna virð­is­auka­skatts af inn­flutn­ingi og sér­stakan þjálf­un­ar­styrk fyrir starfs­menn. Allar íviln­an­irnar eiga sér for­dæmi í fjár­fest­inga­samn­ingum rík­is­ins vegna stór­iðju, gagna­ver, kís­il­ver og önnur fyr­ir­tæki.

matorka Matorka og rík­is­stjórn Íslands und­ir­rit­uðu fjár­fest­inga­samn­ing um íviln­anir til næstu tíu ára þann 27. febr­úar síð­ast­lið­inn.

 

Hlut­fall íviln­anna af heild­ar­fjár­fest­ingu félags­ins, sem hyggur á sam­keppni við fjölda íslenskra fyr­ir­tækja sem fyrir eru í bleikju­eldi, hefur vakið athygli. Sam­kvæmt Við­skipta­blað­inu nemur það að lág­marki 35 pró­sent en allt að 60 pró­sent­um. And­virði rík­is­styrks­ins hleypur á 430 millj­ónum króna á meðan heild­ar­fjár­fest­ing Matorku vegna bleikju­eld­is­ins við Grinda­vík er áætluð um 1.200 millj­ónir króna. Að með­töldum áður­nefndum þjálf­un­ar­styrk, þar sem kostn­aður getur numið allt að 295 millj­ónum króna, en þá slagar hlut­fall íviln­anna af fjár­fest­ing­unni upp í 60 pró­sent.

Á meðal stærstu eig­endahelstu eig­endur Matorku eru þeir Einar Sveins­son og Eiríkur Svav­ars­son. Ein­ar er frændi Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra og fyrr­ver­andi við­skipta­fé­lagi hans á árunum fyrir hrun. Þá er Ein­ar hlut­hafi í Thorsil, sem hlaut nýverið fjár­fest­inga­samn­ing við ríkið vegna kís­il­vers á Reykja­nesi og þá á hann hlut í félag­inu sem keypti Borgun af Lands­ban­anum nýver­ið, og Kjarn­inn sagði frá fyrstur fjöl­miðla.

Eiríkur er hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, situr í laga­nefnd Lög­manna­fé­lags Íslands og átti sæti í hafta­hópi stjórn­valda þar til nýlega, en þangað var hann ráð­inn af Bjarna Bene­dikts­syni. Eiríkur var áber­andi í sam­tök­unum InDefence og hefur meðal ann­ars gegnt trún­að­ar­störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garða­bæ. Eig­in­kona hans er einn stofn­enda Matorku.

Við­bót klukkan 14:25 18. mars 2015:Ei­ríkur S. Svav­ars­son, lög­maður og einn eig­anda Matorku, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu vegna fréttar Kjarn­ans í gær­kvöldi þar sem fjallað var um að hann hafi komið fyrir atvinnu­vega­nefnd þann 30. októ­ber síð­ast­lið­inn ­fyrir hönd Lög­manna­fé­lags Íslands til að ræða frum­varp um íviln­anir til nýfjár­fest­inga á Íslandi. Eiríkur segir í yfir­lýs­ingu að hann hafi ekki átt hags­muna að gæta á fund­inum né gagn­vart efn­is­at­riðum frum­varps­ins. Með frétta­flutn­ingi af mál­inu sé "að ástæðu­lausu  ­vegið að heil­indum mínum og starfs­heiðri." Hægt er að lesa yfir­lýs­ingu Eiríks í heild sinni hér.

Kjarn­inn stendur að fullu leyti við frétt sína á mál­inu. Ekki er bent á neinar rang­færslur í frétt­inni í yfir­lýs­ingu Eiríks.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None