Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, segir nauðsynlegt að breyta starfsskilyrðum Hæstaréttar. Álagið á dóminn sé mikið og það bitni á réttarríkinu. Þá sé eðlilegt að stjórnmálamenn skipi dómara við réttinn, enda ábyrgð þeirra og umboð til starfa skýrt og skilmerkilegt, á meðan nefndir sérstaklega skipaðar fólki út í bæ til að segja til um skipan dómara hafi, ef eitthvað er, óljósara umboð til sinna starfa. Hann hélt erindi um þessi mál 20. maí síðastliðinn, en erindið nefndist Hæstiréttur - Hvað er að og hvað þarf að gera til úrbóta? Það hefur nú verið birt í heild sinni á vefnum, en fá dæmi, ef þá nokkurt, eru um að fyrrverandi Hæstaréttardómari gagnrýni dóminn með jafn afgerandi hætti og raun ber vitni.
Jón Steinar fer ítarlega yfir það í bók sinni, Í krafti sannfæringar, að Hæstiréttur glími við innanmein vegna gríðarlega álags. Hann segir úrbætur á starfsskilyrðum réttarins eitt mikilvægasta hagsmunamál íslensks samfélags.
https://www.youtube.com/watch?v=YPRSipf-8ic