Karolina Fund: Endurvekja forn-íslenska aðferð til saltframleiðslu

salt-1.jpg
Auglýsing

Marie er frá Chartres í Frakk­landi, er með BS í líf­fræði og MS í haf og strand­svæða­stjórnun frá Háskóla­setri Vest­fjarða. Guðni er úr Reykja­vík, tók BS í efna­fræði við HÍ og fyrsta árið í lækn­is­fræði. Þau eru núna að safna á Karol­ina Fund fyrir fram­leiðslu á heilsu­sam­legu salti sem meðal ann­ars lækkar blóð­þrýst­ing, ólíkt venju­legu salti sem hækkar blóð­þrýst­ing.

Þið eruð að vinna að áhuga­verðu verk­efni um salt­vinnslu, hvernig lýsir það sér?

„Verk­efnið er end­ur­vakn­ing forn-­ís­lenskrar aðferðar til salt­fram­leiðslu. Aðferðin er að brenna þara og nota ösk­una sem salt. Askan er sölt vegna þess að hún sam­anstendur aðal­lega af stein­efn­um. Við viljum koma upp verk­smiðju á sama stað og Land­náma segir að hafi verið fram­leitt sams­konar salt; Svefn­eyjum í Breiða­firði. Til þess vantar okkur núna herslumun­inn, óskum við því eftir aðstoð í gegn um karolina­fund.com og bjóðum í stað­inn salt úr fyrstu fram­leiðslu, boli og fleira (t.d. sex 35g pakkn­ingar fyrir 3750kr heim­sent).“

Auglýsing

Hvað kom til að þið fóruð að vinna að þessu?

„Við hitt­umst við fugla­rann­sóknir á Látra­bjargi í júní 2013 og gift­umst ári síð­ar. Við höfum bæði brenn­andi áhuga á skyn­sam­legu líf­erni og matar­æði, sér­stak­lega eftir að við komumst að því að við ættum von á barni.

Fjölskyldan sem stendur að saltframleiðslunni. Fjöl­skyldan sem stendur að salt­fram­leiðsl­unn­i.

Hug­myndin kvikn­aði þannig að Guðni vissi um vanda­mál tengd joðskorti frá því hann skrif­aði rit­gerð um joð í mennta­skóla. Hann hafði líka heyrt af því að á vík­inga­öld hefðu Íslend­ingar fram­leitt salt á þennan hátt. Við sendum svo hug­mynd­ina inn í sam­keppni Mat­ís, „þetta er eitt­hvað ann­að“ 2013 og höfn­uðum í 4.-11. sæti. Við átt­uðum okkur á því að það væru vanda­mál við nútímamatar­æði sem þessi ein­falda hug­mynd gæti leyst. Með því að kanna nýj­ustu rann­sóknir á nær­ingu, auk eldri rann­sókna, sáum við enn betur hversu vel verk­efnið gæti nýst fólki.“

Bragð­ast saltið öðru­vísi en hefð­bundið salt?

„Bragðið kemur skemmti­lega á óvart. Flestum finnst það bragð­betra eða svipað venju­legu salti þegar það er smakkað beint, enda er ekki þara­bragð af því. Það er létt og lit­ríkt í þeim skiln­ingi að það eykur bragð mat­ar­ins á fjöl­breytt­ari, ekki eins skarpan hátt og venju­legt salt. Fer mjög vel með fiski, kjöti og græn­met­i.“

Að hvaða leyti er það betra fyrir kropp­inn?

„Það hefur allt aðra efna­sam­setn­ingu en venju­legt salt vegna þess að það er búið til úr hreinum þara. Natr­íum­magnið er 8,8 pró­sent miðað við 39 pró­sent í venju­legu salti. Okkar salt er 20,6 pró­sent kal­íum en annað salt um 0,3 pró­sent. Kost­ur­inn við að kal­íum sé uppi­staðan frekar en natr­íum er að natr­íum hækkar blóð­þrýst­ing en kal­íum lækkar hann. Um 90 pró­sent lands­manna nota of mikið natr­íum en 95 pró­sent fá ekki nóg kal­í­um. Það er líka veru­legt magn af öðrum stein­efnum sem marga skort­ir, til dæmis kals­íum, járni, magnesíum og joð.

Svefneyjar í Breiðafirði. „Vik­ing Sil­ver - the Super Salt.“

 

Joðið hefur alltaf verið verð­mætasta inni­halds­efni þara, enda er hann besta upp­spretta joðs í nátt­úr­inni. Joðskortur er eitt alvar­leg­asta nær­ing­ar­vanda­mál heims­ins í dag. Tveir millj­arðar manna þjást af alvar­legum joðskorti, þar á meðal 70% ungra kvenna á Íslandi, sem getur því miður haft alvar­leg áhrif á ófædd börn og börn á brjósti. Jap­anir nota allra þjóða mest af þara og þar er tíðni brjóstakrabba­meins með minnsta móti og ýmsar rann­sóknir hafa sýnt að aukin joð­neysla eða þara­neysla getur snúið við for­stigi brjóstakrabba­meins.“

Hægt er að skoða verk­efnið og styrkja hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None