Karolina Fund: Listræn tónlistarútgáfa á hágæða vínyl

67941ae5fa645f0e705658d9a1b4802e.jpg
Auglýsing

A & E Sounds er sam­vinnu­verk­efni Þórðar Gríms­sonar og Kol­beins Soff­íu­sonar þar sem unnið er með myndinn­setn­ingar og tón­list. Við tókum þá félaga tali og fengum að fræð­ast meira um verk­efn­ið.

Getið þið sagt okkur frá verk­efn­inu? Út á hvað gengur það og hvaðan kemur það?

"Hug­myndin að A & E Sounds varð til þegar Þórður Gríms­son stund­aði nám við Weis­sen­see lista­há­skól­ann í Berlín vorið 2014. Á þeim tíma samdi hann fjölda demo-a og gaf þau út á Soundcloud. Ég [Kol­beinn Soff­íu­son] stund­aði nám við Stúdíó Sýr­land í hljóð­tækni árið 2014 og þegar ég heyrði demo’in frá Þórði taldi ég til­valið að nýta efnið í loka­verk­efni mitt í skól­an­um.  Ég hafði sam­band við Þórð sem var einnig til í þetta sam­starf og við völdum 10 lög af demo’unum til þess að taka upp og full­vinna.

Auglýsing

34f966e4549b27f0cf60cea2fad69c73

Þegar Þórður sneri heim frá Berlín síðla árs 2014 fórum við þá á fullt í upp­tökur og eft­ir­vinnslu í kjöl­far­ið. Við lögðum mikla vinnu í plöt­una og vorum gríð­ar­lega ánægðir með útkom­una. Við tókum upp með fjölda af hæfi­leik­a­ríkum tón­list­ar­mönn­un; org­anist­anum Stein­ari Loga, píanó­leik­ar­anum Þórönnu Björns­dótt­ur, trommu- og slag­verks­leik­arnum Orra Ein­ars­syni, söng­kon­unni Jessica Meyer og karla­kór Kaffi­bars­ins Bar­tón­ar. Við tókum upp efni í Hall­gríms­kirkju, í Stúdíó Sýr­landi og á Skúla­götu í Reykja­vík þar sem við Þórður höfum deilt stúd­íói í um nokkura ára skeið."

Stefnan sett á 500 ein­tök af vínyl plötum



Núna í vor útskrif­ast Þórður úr graf­ískri hönnun við Lista­há­skóla Íslands og mun fyrir loka­sýn­ingu LHÍ hanna allt mynd­rænt útlit plöt­unn­ar. Stefnan er sett á að pressa 500 ein­tök af vínyl plötum með hágæða prentefni. Til þess að fjár­magna vínyl pressun og prentun á myndefni þá höfum við hafið söfnun á Karol­ina Fund og þar get þeir sem styrkja söfn­un­ina pantað sér ein­tak af plöt­unni í for­sölu.

Hvað hafið þið spilað saman lengi og hvert stefnið þið með mús­ík­ina?

"Við Þórður höfum verið góðir vinir frá unga aldri og höfum grúskað í ýmsu saman allt frá körfu­bolta þegar við vorum yngri til tón­list­ar­innar í dag. Við deilum svip­uðum smekk á tón­list og fag­ur­fræði og höfum áður spilað saman músík í hljóm­sveit­inni Two Step Hor­r­or. Við erum nýbyrj­aðir að æfa lögin af A & E Sounds plöt­unni með live bandi og stefnan er sett á að koma fram á tón­leikum og kynna tón­list­ina enn frek­ar. Þeir sem skipa hljóm­sveit­ina eru Þórður Grím­son á gítar og söng, Kol­beinn Soff­íu­son á gít­ar, Bald­vin Dungal (Gun­man & the Holy Ghost) á bassa og Orri Ein­ars­son (Dead Skel­etons og The Way Down) á tromm­ur.

a9a3fc73507fa288e9a15e6ef7383d2f

Ásamt þeim, verða nokkrir val­in­kunnir session­istar með í sam­floti. Við höfum nú þegar gefið út tvö lög á bandcamp síðu A & E Sounds og þar geta áhuga­samir náð frítt í lögin Sunday Dri­ver (fyrsti sing­ull LP plöt­unn­ar) og Strawberry Letter 23 (Shugie Otis ábreiða). Einnig höfum við í sam­starfi við ástr­alska mynd­list­ar­mann­inn Jon­athan McCabe gefið út mynd­band við lagið Sunday Dri­ver, en Jon­athan blandar saman stærð­fræði­for­múlum Alan Turing við tölvu­vinnslu og útkoman er þetta líf­ræna sam­spil lita á hreyf­ingu:

htt­p://yout­u.be/tidyeJdX­kgk

 

En það er ekki setið auðum hönd­um, tón­listin heldur áfram og við erum alltaf að taka upp nýtt efni og setjum það alla jafna út í formi demoa á soundcloud og/eða youtu­be. Núna um síð­ustu helgi tókum við t.d. upp lag – fyrir Karol­ina fund – og var hug­myndin að sýna dæmi í hljóði og mynd hvernig sköp­un­ar­ferlið og fram­leiðslan fer fram. Lagið heitir Phasers og má sjá hérna:

htt­p://yout­u.be/Y2t2fI­HbFMM

 

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None