Ísland sigraði Kasakstan örugglega, 0-3, í undankeppni EM í dag, en leikið var á Astana Arena, þjóðarleikvangi Kasaka í höfuðborginni Astana.
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta markið eftir sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, en þetta var fyrsti leikur Eiðs Smára frá því hann brast í grát eftir leikinn við Króata í umspilsleiknum um að komast á HM í Brasilíu. Eiður Smári lék frábærlega í fyrri hálfleik, en Birkir Bjarnason bætti öðru marki við áður en flautað var til hálfleiks.
Í blálok leiksins skaut Birkir síðan í varnarmann og þaðan í netið, og gulltryggði öruggan sigur Íslands.
Ísland hefur aldrei byrjað betur í undankeppni stórmóts, hefur unnið fjóra leiki en tapað einum. Fyrir leikinn voru Tékkar efstir með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, en Ísland gæti komist á toppinn eftir þess umferð, tapi Tékkar sínum leik.