Kasakstan - Ísland í dag - 10 atriði sem tengjast leiknum

island.jpg
Auglýsing

Ísland mætir Kasakstan í dag í und­ankeppni EM, en leik­ur­inn er afar mik­il­vægur fyrir Ísland, sem er í öðru sæti rið­ils­ins á eftir Tékk­um, eftir fjórar umferð­ir. Með sigri getur Ísland styrkt stöðu sína í topp­bar­átt­unni og aukið lík­urnar á því að kom­ast í fyrsta skipti í úrslita­keppni stór­móts.

Kasakar eru erf­iðir heim að sækja, þó illa hafi gengið hjá þeim til þessa í riðl­in­um. Þeir eru með eitt stig eftir fjórar leiki, héldu jöfnu gegn Lettum 0-0 en hafa tapað öðrum leikjum í riðl­in­um.

Kjarn­inn tók saman tíu atriði sem tengj­ast leiknum með einum eða öðrum hætti, fróð­leik um Kasakstan og margt sem er ein­kenn­andi fyrir land­ið.

Auglýsing

1. Veð­ur­spáin fyrir leik­inn er ekki sér­stak­lega góð. Gert er ráð fyrir ell­efu stiga frosti á Astana Arena, þjóð­ar­leik­vangi Kasaka í höf­uð­borg­inni. Eiður Smári Guðjohn­sen snýr aftur í lið Íslands eftir að hafa verið utan hóps­ins, frá því hann brast í grát fyrir framan alþjóð, eftir að Ísland tap­aði fyrir Króa­tíu í umspils­leik fyrir HM í Bras­il­íu.

https://www.youtu­be.com/watch?v=DrSUWAtpLs0

2. Kasakstan er ekki í Evr­ópu í reynd, en tíu pró­sent lands­ins telst þó innan marka Evr­ópu. Ann­ars telst þetta stóra land að mestu til Asíu og er oft­ast stað­sett í Mið-Asíu, þegar um legu lands­ins er fjall­að.

3. Kasakstan öðl­að­ist sjálf­stæði árið 1991 en var áður hluti af Sov­ét­ríkj­un­um. Landið fékk sjálf­stæði síð­ast af þjóð­ar­brot­unum sem urðu til við fall Sov­ét­ríkj­anna.

4. Landið hefur fram­þró­ast hratt efna­hags­lega á und­an­förnum árum, en olíu- og jarð­ga­sauð­lindir eru í land­inu sem knýja efna­hag­inn að miklu leyti. Lands­fram­leiðsla á mann nemur rúm­lega 24 þús­und Banda­ríkja­döl­um, og er landið í sæti númer 50 á þann mæli­kvarða í heim­in­um, sam­kvæmt lista Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins.

5. Íbúar lands­ins eru 17,9 millj­ón­ir, eða 54 sinnum fleiri en Íslend­ing­ar, sem eru tæp­lega 330 þús­und. Þrátt fyrir það á Ísland mun fleiri atvinnu­menn í bestu deildum Evr­ópu en Kasak­ar.

6. Kasakstan er níunda stærsta land í heimi. Sam­an­lögð stærð meg­in­lands Evr­ópu er minni en Kasakst­an. Ef Spánn, Frakk­land, Þýska­land og Ítalía væru lögð sam­an, þá myndi það ekki duga til að ná Kasakst­an.

7. Kasakstan er í 138. sæti á styrk­leika­lista FIFA. Ísland er í 35. sæti, en fór í 28. sæti í októ­ber í fyrra, og var þá efst á list­anum af Norð­ur­landa­þjóð­um.

8. Kasakstan á sér djúpar sögu­legar rætur í bók­mennt­um, og þá einkum í gegnum miklar orustu­frá­sagnir frá því Gengis Kan fór fyr­ir­ ­stærsta her heims­ins í kringum 1130, her Mongól­íu­veld­is­ins, í gríð­ar­legum bar­dög­um. Þeir fóru margir hverjir fram í Kasakst­an.

9. Kvik­myndin Borat: Cultural Learn­ings of Amer­ica for Make Benefit Glori­ous Nation of Kazakhstan, sló í gegn árið 2006. Óhætt er að segja að hún dragi upp vafa­sama mynd af land­inu. Þó um grín­mynd sé að ræða, þá urðu vin­sældir mynd­ar­innar það miklar að stjórn­völd fund­u ­sig knúin til þess að koma skila­boðum á fram­færi við umheim­inn um að Kasakastan væri ekki svona eins og lýst væri í mynd­inni.

https://www.youtu­be.com/watch?v=y7R1E4cjZA8

10. Höf­uð­borgin Astana þykir glæsi­leg borg, með öllum nútíma­legum þæg­ind­um. Henni hefur verið líkt við Dubai sökum þess hve mikið er af glæsi­legum nýlegum bygg­ingum í henni. Hjartað í efna­hags­lífi Kasakstan slær í borg­inni, þar sem olíu­iðn­aður er áber­andi.

https://www.youtu­be.com/watch?v=gGc9PZCI4jU

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None