Kaupþing hf. greiðir hæstu opinberu gjöldin á þessu ári eða rúmlega 14,6 milljarða króna. Á eftir Kaupþingi kemur Landsbankinn með rúma 12,9 milljarða króna og greiðir hann um fimm milljörðum meira en gamli Landsbankinn, LBI, sem greiðir samstals rúmar 7,9 milljónir króna.
Þetta kemur fram í upplýsingum frá ríkisskattstjóra sem hefur lokið álagningu opinberra gjalda ársins 2014, en vefur Viðskiptablaðsins, vb.is, greinir frá þessu í dag.
Fjöldi lögaðila á skattgrunnskrá á landinu öllu í árslok 2013 var 38.110. Alls sættu 10.859 lögaðilar áætlun en til samanburðar voru þeir 11.299 í fyrra.
Heildarálagning á lögaðila nemur 181.089.244.552 kr., en á árinu 2013 nam hún 121.322.881.575 kr.
Á vef Viðskiptablaðiðsins er birtur listi yfir þá lögaðila sem greiða hæst opinber gjöld. Hann fer hér að neðan. Á listanum eru ríkissjóður og flest stærri sveitarfélög landsins, auk stærstu fyrirtækja. HB Grandi greiðir hæst gjöld sjávarútvegsfyrirtækja, 1,7 milljarða, en Samherji og Síldarvinnslan, sem eru raunar tengd félög þar sem Samherji á stóran hlut í Síldarvinnslunni, koma þar á eftir með 1,68 milljarða og 1,38 milljarða króna. Ein lögmannsstofa er á lista yfir 40 stærstu greiðendur, Logos, með 418 milljónir króna.
Lögaðilar sem greiddu hæst opinber gjöld.
- Kaupþing hf. 14.644.588.444
- Landsbankinn hf. 12.915.826.346
- Glitnir hf. 11.892.915.408
- Ríkissjóður Íslands 9.810.099.648
- LBI hf. 7.964.176.081
- Arion banki hf. 7.550.536.603
- GLB Holding ehf. 6.168.171.045
- Íslandsbanki hf. 5.575.353.828
- Reykjavíkurborg 3.253.062.402
- Eignasafn Seðlab. Íslands ehf. 2.108.524.112
- HB Grandi hf. 1.739.492.522
- Samherji hf. 1.688.842.216
- Síldarvinnslan hf. 1.387.769.242
- Norðurál Grundartangi ehf. 1.094.996.212
- Ísfélag Vestmannaeyja hf. 1.092.608.817
- Icelandair ehf. 963.679.204
- Össur hf. 911.262.214
- Skinney-Þinganes hf. 844.618.508
- Kópavogsbær 822.557.533
- Icelandair Group hf. 806.389.811
- Vátryggingafélag Íslands hf. 722.224.413
- Akureyrarkaupstaður 699.465.625
- Hagar verslanir ehf. 694.092.409
- Vinnslustöðin hf. 628.666.862
- Hafnarfjarðarkaupstaður 604.961.434
- FISK-Seafood ehf. 564.949.753
- Eskja hf. 533.172.237
- Reykjanesbær 528.034.118
- Isavia ohf. 462.049.918
- Samherji Ísland ehf. 442.688.302
- Borgun hf. 441.156.903
- Rammi hf. 434.606.543
- Logos slf. 418.348.677
- Sparisjóður Reykjavíkur/nág hf. 401.319.400
- Tryggingamiðstöðin hf. 387.727.069
- Brim hf. 386.060.955
- Alcoa Fjarðaál sf. 377.113.327
- Eimskip Ísland ehf. 375.901.755
- Advania hf. 371.479.904
- Marel Iceland ehf. 351.424.165