Kaupþingstoppar færðir af Kvíabryggju fái þeir þunga fangelsisdóma í markaðsmisnotkunarmáli

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, og Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings sam­steypunn­ar, verða færðir af Kvía­bryggju yfir í lokað fang­elsi, þá Litla-Hraun eða eftir atvikum fang­elsið á Hólms­heiði, til afplán­un­ar, fall­ist hér­aðs­dómur á kröfu ákæru­valds­ins í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings. Þá mun Ingólfur Helga­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings á Íslandi, fara beint í afplánun í lokað fang­elsi, verði hér­aðs­dómur við kröfu ákæru­valds­ins.

Krafð­ist þyngri refs­inga yfir þre­menn­ingumBjörn Þor­valds­son sak­sókn­ari krafð­ist þess við mál­flutn­ing mark­aðs­mis­notk­un­ar­máls­ins í hér­aðs­dómi Reykja­víkur á dög­unum að refsirammi yrði full­nýttur við ákvörðun refs­ingar vegna meintra brota þre­menn­ing­anna, og að sömu­leiðis yrði litið til 72. greinar almennra hegn­ing­ar­laga um aukna refs­ingu.

Mark­aðs­mis­notkun getur varðað allt að sex ára fang­elsi og í áður­nefndri grein almennra hegn­ing­ar­laga seg­ir: „Hafi maður lagt það í vana sinn að fremja brot, einnar teg­undar eða fleiri, eða hann gerir það í atvinnu­skyni, má auka refs­ing­una svo, að bætt sé við hana allt að helm­ingi henn­ar. Eigi ítrekun á þessu sér stað, má refs­ingin tvö­fald­ast.“

Kröfu sinni, um þyngri refs­ingu yfir Sig­urði og Hreiðar Má, til stuðn­ings vís­aði sak­sókn­ari til nið­ur­stöðu Hæsta­réttar í Al-T­hani mál­inu svo­kall­aða, en í til­felli Ing­ólfs að meint brot hans falli undir ákvæði almennra hegn­ing­ar­laga vegna þess hve þau hafi ­staðið yfir í langan tíma.

Auglýsing

Gætu fengið allt að níu ára fang­elsiFall­ist hér­aðs­dómur á kröfu ákæru­valds­ins gætu þre­menn­ing­arnir því hlotið allt að níu ára fang­elsi. Þar með myndu þeir ekki upp­fylla skil­yrði Fang­els­is­mála­stofn­unar um vistun í „opnu“ fang­elsi á borð við Kvía­bryggju og verða vi­staðir í lok­uðu fang­elsi til afplán­un­ar. Eins og kunn­ugt er afplána nú Sig­urður og Hreiðar þunga fang­els­is­dóma á Kvía­bryggju vegna aðildar sinnar að Al-T­hani mál­inu. Skil­yrði Fang­els­is­mála­yf­ir­valda fyrir vistun í fang­els­inu er að fangi afpláni að jafn­aði ekki lengur en þrjú ár á staðn­um.

Fangelsið á Litla-Hrauni. Mynd: BÞH Fang­elsið á Litla-Hrauni. Mynd: BÞH

 

„Fang­els­is­mála­stofnun miðar við að fangar séu ekki vistaðir lengur en þrjú ár í opnum fang­els­um. Það gengur jafnt yfir alla skjól­stæð­ina Fang­els­is­mála­stofn­un­ar. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um mál­efni ein­stakra dóm­þola,“ segir Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Ekki liggur fyrir hvenær hér­aðs­dómur kveður upp dóm sinn í mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings, en við­búð er að nið­ur­stöð­unni verði áfrýjað til Hæsta­rétts Íslands verði um sak­fell­ingar að ræða. Sig­urður og Hreiðar Már verða því ekki fluttir á Litla-Hraun eða í nýtt fang­elsi á Hólms­heiði fyrr en að und­an­geng­inni nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar.

Fleiri mál í far­vatn­inuSig­urð­ur, Hreiðar og Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, sem hlaut fjög­urra og hálfs árs fang­els­is­dóm fyrir aðild sína að Al-T­hani mál­inu og er sömu­leiðis ákærður í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu, eru einnig ákærðir í CLN-­mál­inu svo­kall­aða þar sem þeim er gefið að sök að hafa mis­notað aðstöðu sína sem stjórn­endur bank­ans í lán­veit­ingum til nokk­urra félaga sem voru í eigu við­skipa­vina bank­ans.

Þriðja málið sem rekið er fyrir dóm­stól­um, og bein­ist að Kaup­þingstopp­un­um, er Marp­le-­mál­ið svo­nefnda, en Hreiðar Már og Magnús sæta þar ákæru á­samt Guð­nýju Örnu Sveins­dótt­ur, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra bank­ans, og Skúla Þor­valds­syni, fjár­festi og fyrr­ver­andi stórs hlut­hafa Kaup­þings. Ákært er fyrir fjár­drátt, þegar færðir vor­u átta millj­arðar króna úr sjóðum Kaup­þings til félags­ins Marp­le, sem var í eigu Skúla Þor­valds­son­ar, án þess að heim­ild væri fyrir því.

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None