Kaupþingstoppar færðir af Kvíabryggju fái þeir þunga fangelsisdóma í markaðsmisnotkunarmáli

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings samsteypunnar, verða færðir af Kvíabryggju yfir í lokað fangelsi, þá Litla-Hraun eða eftir atvikum fangelsið á Hólmsheiði, til afplánunar, fallist héraðsdómur á kröfu ákæruvaldsins í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Þá mun Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, fara beint í afplánun í lokað fangelsi, verði héraðsdómur við kröfu ákæruvaldsins.

Krafðist þyngri refsinga yfir þremenningum


Björn Þorvaldsson saksóknari krafðist þess við málflutning markaðsmisnotkunarmálsins í héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum að refsirammi yrði fullnýttur við ákvörðun refsingar vegna meintra brota þremenninganna, og að sömuleiðis yrði litið til 72. greinar almennra hegningarlaga um aukna refsingu.

Markaðsmisnotkun getur varðað allt að sex ára fangelsi og í áðurnefndri grein almennra hegningarlaga segir: „Hafi maður lagt það í vana sinn að fremja brot, einnar tegundar eða fleiri, eða hann gerir það í atvinnuskyni, má auka refsinguna svo, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar. Eigi ítrekun á þessu sér stað, má refsingin tvöfaldast.“

Kröfu sinni, um þyngri refsingu yfir Sigurði og Hreiðar Má, til stuðnings vísaði saksóknari til niðurstöðu Hæstaréttar í Al-Thani málinu svokallaða, en í tilfelli Ingólfs að meint brot hans falli undir ákvæði almennra hegningarlaga vegna þess hve þau hafi staðið yfir í langan tíma.

Gætu fengið allt að níu ára fangelsi


Fallist héraðsdómur á kröfu ákæruvaldsins gætu þremenningarnir því hlotið allt að níu ára fangelsi. Þar með myndu þeir ekki uppfylla skilyrði Fangelsismálastofnunar um vistun í „opnu“ fangelsi á borð við Kvíabryggju og verða vistaðir í lokuðu fangelsi til afplánunar. Eins og kunnugt er afplána nú Sigurður og Hreiðar þunga fangelsisdóma á Kvíabryggju vegna aðildar sinnar að Al-Thani málinu. Skilyrði Fangelsismálayfirvalda fyrir vistun í fangelsinu er að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en þrjú ár á staðnum.

Auglýsing

Fangelsið á Litla-Hrauni. Mynd: BÞH Fangelsið á Litla-Hrauni. Mynd: BÞH

 

„Fangelsismálastofnun miðar við að fangar séu ekki vistaðir lengur en þrjú ár í opnum fangelsum. Það gengur jafnt yfir alla skjólstæðina Fangelsismálastofnunar. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um málefni einstakra dómþola,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans.

Ekki liggur fyrir hvenær héraðsdómur kveður upp dóm sinn í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, en viðbúð er að niðurstöðunni verði áfrýjað til Hæstarétts Íslands verði um sakfellingar að ræða. Sigurður og Hreiðar Már verða því ekki fluttir á Litla-Hraun eða í nýtt fangelsi á Hólmsheiði fyrr en að undangenginni niðurstöðu Hæstaréttar.

Fleiri mál í farvatninu


Sigurður, Hreiðar og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sem hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að Al-Thani málinu og er sömuleiðis ákærður í stóra markaðsmisnotkunarmálinu, eru einnig ákærðir í CLN-málinu svokallaða þar sem þeim er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur bankans í lánveitingum til nokkurra félaga sem voru í eigu viðskipavina bankans.

Þriðja málið sem rekið er fyrir dómstólum, og beinist að Kaupþingstoppunum, er Marple-málið svonefnda, en Hreiðar Már og Magnús sæta þar ákæru ásamt Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, og Skúla Þorvaldssyni, fjárfesti og fyrrverandi stórs hluthafa Kaupþings. Ákært er fyrir fjárdrátt, þegar færðir voru átta milljarðar króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple, sem var í eigu Skúla Þorvaldssonar, án þess að heimild væri fyrir því.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None