Eins og Kjarninn greindi frá fyrr í dag var Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun vegna eftirstöðva LÖKE-málsins svokallaða.
Ákæruliðurinn sem Gunnar var sýknaður af snérist um meinta miðlun hans á persónuupplýsingum til þriðja aðila. Ríkissaksóknari hafði áður fellt niður veigamesta ákæruliðinn þar sem Gunnar var sakaður um að hafa flett upp 45 konum í málaskrá lögreglunnar, svokölluðu LÖKE-kerfi, án þess að það tengdist störfum hans sem lögreglumaður.
Hægt er að lesa sýknudóm Héraðsdóms hér.
Auglýsing