Komugjöld raunhæf samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir SAF

ferdamenn1.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt lög­fræði­á­liti sem unnið var að beiðni Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) í lok sept­em­ber brýtur komu­gjald á flug- og skipaf­ar­þega ekki í bága við EES-­samn­ing­inn, ef tryggt er að þau taki með sam­bæri­legum hætti til milli­landa- og inn­an­lands­flugs. Þrátt fyrir nið­ur­stöðu lög­fræði­á­lits­ins, og vilja félags­manna SAF að sam­tökin beittu sér fyrir inn­leið­ingu komu­gjalda, ákvað stjórn SAF að þau væru ekki álit­legur kostur til að afla fjár til nátt­úru­vernd­ar.

Eins og Kjarn­inn greindi frá í gær, stóð vilji félags­manna SAF til þess að sam­tök­in ­legðu áherslu á að komið yrði á sér­stöku komu­gjaldi, til að standa straum af kostn­aði við bráð­nauð­syn­lega upp­bygg­ingu og verð­veislu ferða­manna­staða á Íslandi. Hækkun gistin­átta­gjalds­ins var fjórði álit­leg­asti kost­ur­inn í stöð­unni að mati félags­manna SAF, og nátt­úrupassi, sem er sú leið sem Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, hefur nú ákveðið að fara, hafn­aði í sjötta sæti.

Sam­kvæmt könnun sem SAF fram­kvæmdi á meðal sinna félags­manna, lögðu þeir sömu­leiðis áherslu á að ásýnd ferða­manna­staða tæki ekki breyt­ingum vegna fyr­ir­hug­aðrar gjald­töku, til að mynda með til­komu gjald­skýla eða eft­ir­lits­manna.

Auglýsing

Þrátt fyrir ein­dregin vilja félags­manna SAF um að komu­gjöldum yrði komið á lagði stjórn sam­tak­anna til á dög­unum að gistin­átta­gjaldið yrði hækkað til að fjár­magna nátt­úru­vernd. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans olli ákvörðun stjórn­ar­inn­ar, að ganga gegn vilja félags­manna, tölu­verðri furðu og reiði meðal hót­el- og gisti­húsa­eig­enda, sem að minnsta kosti í einu til­felli leiddi til úrsagnar úr sam­tök­un­um.

Ákvörðun sem sögð var byggja á ítar­legri úttekt



Í sam­tali við Kjarn­ann lagði Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SAF, ríka áherslu á að ákvörðun stjórn­ar­innar hefði byggt á ítar­legri úttekt hennar á þeim gjald­töku­leiðum sem félags­menn SAF vildu helst að sam­tökin fylktu sér á bak­við. Þá hafi til að mynda atvinnu­vega­ráðu­neytið tjáð sam­tök­unum að sér­stök komu- og landamæra­gjöld brjóti í bága við alþjóð­lega samn­inga eins og Schengen og samn­ing­inn um evr­ópska efna­hags­svæð­ið. Full­yrð­ingar ráðu­neyt­is­ins, að því er fram­kvæmda­stjóri SAF seg­ir, eru athygl­is­verðar í ljósi þess að komu­gjöld lifa góðu lífi innan Evr­ópu­sam­bands­ins, meðal ann­ars í Bret­landi, Þýska­landi og Frakk­landi.

Í við­leitni sinni til að kanna ger­leika komu­gjalda, leit­aði SAF eftir lög­fræði­á­liti hjá lög­manns­stof­unni LEX. Kjarn­inn hefur lög­fræði­á­litið undir höndum og birtir hér. Þar kemur fram að sér­stakt komu­gjald sé vel raun­hæfur mögu­leiki.

Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var að beiðni SAF eru komugjöld álitlegur kostur til að afla fjár til náttúruverndar. Sam­kvæmt lög­fræði­á­liti sem unnið var að beiðni SAF eru komu­gjöld álit­legur kostur til að afla fjár til nátt­úru­vernd­ar.

Álits­gerð sem segir aðra sögu



Sam­kvæmt álits­gerð­inni, sem dag­sett er 6. októ­ber síð­ast­lið­inn, beindi SAF til­teknum spurn­ingum til lög­manns­stof­unnar í tveimur lið­um. Ann­ars veg­ar: „Er eitt­hvað því til fyr­ir­stöðu að sett verði komu­gjöld eða brott­far­ar­gjöld á flug­far­þega sem yrðu inn­heimt í gegnum far­seðla? Hvernig væri sam­hliða hægt að inn­heimta slík gjöld af skipaf­ar­þeg­um?“ Og hins veg­ar: „Er eitt­hvað því til fyr­ir­stöðu að sett verði komu­gjöld/landamæra­gjöld á far­þega og inn­heimt við landa­mæri, svo sem í flug­stöðvum og við hafn­ir?“

Lög­mann­stofan skoð­aði sér­stak­lega hvernig slík gjald­taka sam­ræm­ist ákvæðum EES-­samn­ings­ins. Þar komu einkum til skoð­unar reglur um frjálst flæði þjón­ustu og bann við mis­mun­un. Kjarni EES-­samn­ings­ins felst í því að með honum mynda aðild­ar­ríki samn­ings­ins einn sam­eig­in­legan innri markað sem grund­vall­ast á regl­unum um hið svo­kall­aða fjór­frelsi, það er frjálsa vöru­flutn­inga, frjálsa fólks­flutn­inga, frjálsa þjón­ustu­starf­semi og frjálsa fjár­magns­flutn­inga.

Sam­kvæmt lög­fræði­á­lit­inu var það talið afar var­huga­vert að ráð­ast í inn­heimtu á sér­stöku landamæra­gjaldi, með vísan til þess að ein­stak­lingar hefðu ferð­ast yfir íslensk landa­mæri. Þá myndi slík gjald­taka vera í and­stöðu við þau meg­in­mark­mið um sam­eig­in­legan innri markað sem EES-­samn­ing­ur­inn hvíli á, enda feli hún í sér meðal ann­ars hindrun á frjálsum fólks­flutn­ingum og frjálsri þjón­ustu­starf­semi, auk þess sem hún myndi bitna með rík­ari hætti á ein­stak­lingum sem hafa búsetu utan Íslands. Það kynni að vera ígildi mis­mun­unar á grund­velli þjóð­ernis eða búsetu, sem sé í and­stöðu við grund­völl samn­ings­ins.

Annað var upp á ten­ingnum hvað sér­stök komu­gjöld varð­ar, sam­kvæmt lög­fræði­á­lit­inu frá LEX. Þar kemur fram að meg­in­reglan sé sú að aðild­ar­ríkjum sé í sjálfs­vald sett hvernig þau haga þess háttar skatt­lagn­ingu og stefnu­mótun í þeim efn­um. Hins vegar megi ekki mis­muna far­þegum í inn­an­lands- og milli­landa­flugi, án sér­stakrar rétt­læt­ingar sem yrði van­kvæðum háð að rök­styðja.

Þá segir orð­rétt í sam­an­dregnu svari lög­mann­stof­unnar við fyrri spurn­ingu SAF, hvað varðar komu­gjöld eða brott­far­ar­gjöld: „Ætla má að unnt sé að leggja á komu-eða brott­far­ar­gjöld vegna flug­far­þega eða skipaf­ar­þega hér á landi ef tryggt er að þau taki með sam­bæri­legum hætti til ferða á milli aðild­ar­ríkja EES-­svæð­is­ins og ferða inn­an­lands. Dóma­fram­kvæmd bendir til þess að hvers konar fyr­ir­komu­lag við gjald­töku sem leggst með þyngri hætti á ferða­lög milli aðild­ar­ríkja EES-­svæð­is­ins en ferða­lög inn­an­lands skerði þjón­ustu­frelsi. Þá mega slík gjöld ekki fela í sér mis­munun eftir þjóð­erni eða búsetu og skulu því taka jafnt til íslenskra rík­is­borg­ara og rík­is­borg­ara ann­arra aðild­ar­ríkja EES-­svæð­is­ins.“

Stuðn­ingur við nátt­úrupass­ann fer ört minnk­andi



Að­ilar innan ferða­þjón­ust­unnar hafa talað fyrir því að komu­gjaldi verði komið á fót til að afla tekna til að standa undir bráð­nauð­syn­legri upp­bygg­ingu og varð­veislu ferða­manna­staða á Íslandi. Hug­myndin nýtur tölu­verðs fylgis innan geirans, eins og vilji félags­manna SAF ber með sér. Ljóst má vera að stórir hags­mun­að­ilar í flug­rekstri hér á landi hafa barist með kjafti og klóm gegn því að komu­gjaldið renni inn í far­miða­verð þeirra.

Sam­kvæmt könnun MMR, sem birt­ist í gær, hefur orðið mikil breyt­ing a afstöðu almenn­ings til nátt­úrupass­ans svo­kall­aða. Í könn­un­inni sögð­ust 31,2 pró­sent aðspurðra fylgj­andi pass­an­um, sam­an­borið við 47,2 pró­sent í apr­íl. Þá eru þeir sem styðja rík­is­stjórn­ina frekar fylgj­andi pass­anum en aðr­ir, og eldra fólk sömu­leið­is. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar er helm­ingur íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á móti pass­an­um, en 28,3 pró­sent fylgj­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None