Komugjöld raunhæf samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir SAF

ferdamenn1.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt lög­fræði­á­liti sem unnið var að beiðni Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) í lok sept­em­ber brýtur komu­gjald á flug- og skipaf­ar­þega ekki í bága við EES-­samn­ing­inn, ef tryggt er að þau taki með sam­bæri­legum hætti til milli­landa- og inn­an­lands­flugs. Þrátt fyrir nið­ur­stöðu lög­fræði­á­lits­ins, og vilja félags­manna SAF að sam­tökin beittu sér fyrir inn­leið­ingu komu­gjalda, ákvað stjórn SAF að þau væru ekki álit­legur kostur til að afla fjár til nátt­úru­vernd­ar.

Eins og Kjarn­inn greindi frá í gær, stóð vilji félags­manna SAF til þess að sam­tök­in ­legðu áherslu á að komið yrði á sér­stöku komu­gjaldi, til að standa straum af kostn­aði við bráð­nauð­syn­lega upp­bygg­ingu og verð­veislu ferða­manna­staða á Íslandi. Hækkun gistin­átta­gjalds­ins var fjórði álit­leg­asti kost­ur­inn í stöð­unni að mati félags­manna SAF, og nátt­úrupassi, sem er sú leið sem Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, hefur nú ákveðið að fara, hafn­aði í sjötta sæti.

Sam­kvæmt könnun sem SAF fram­kvæmdi á meðal sinna félags­manna, lögðu þeir sömu­leiðis áherslu á að ásýnd ferða­manna­staða tæki ekki breyt­ingum vegna fyr­ir­hug­aðrar gjald­töku, til að mynda með til­komu gjald­skýla eða eft­ir­lits­manna.

Auglýsing

Þrátt fyrir ein­dregin vilja félags­manna SAF um að komu­gjöldum yrði komið á lagði stjórn sam­tak­anna til á dög­unum að gistin­átta­gjaldið yrði hækkað til að fjár­magna nátt­úru­vernd. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans olli ákvörðun stjórn­ar­inn­ar, að ganga gegn vilja félags­manna, tölu­verðri furðu og reiði meðal hót­el- og gisti­húsa­eig­enda, sem að minnsta kosti í einu til­felli leiddi til úrsagnar úr sam­tök­un­um.

Ákvörðun sem sögð var byggja á ítar­legri úttektÍ sam­tali við Kjarn­ann lagði Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SAF, ríka áherslu á að ákvörðun stjórn­ar­innar hefði byggt á ítar­legri úttekt hennar á þeim gjald­töku­leiðum sem félags­menn SAF vildu helst að sam­tökin fylktu sér á bak­við. Þá hafi til að mynda atvinnu­vega­ráðu­neytið tjáð sam­tök­unum að sér­stök komu- og landamæra­gjöld brjóti í bága við alþjóð­lega samn­inga eins og Schengen og samn­ing­inn um evr­ópska efna­hags­svæð­ið. Full­yrð­ingar ráðu­neyt­is­ins, að því er fram­kvæmda­stjóri SAF seg­ir, eru athygl­is­verðar í ljósi þess að komu­gjöld lifa góðu lífi innan Evr­ópu­sam­bands­ins, meðal ann­ars í Bret­landi, Þýska­landi og Frakk­landi.

Í við­leitni sinni til að kanna ger­leika komu­gjalda, leit­aði SAF eftir lög­fræði­á­liti hjá lög­manns­stof­unni LEX. Kjarn­inn hefur lög­fræði­á­litið undir höndum og birtir hér. Þar kemur fram að sér­stakt komu­gjald sé vel raun­hæfur mögu­leiki.

Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var að beiðni SAF eru komugjöld álitlegur kostur til að afla fjár til náttúruverndar. Sam­kvæmt lög­fræði­á­liti sem unnið var að beiðni SAF eru komu­gjöld álit­legur kostur til að afla fjár til nátt­úru­vernd­ar.

Álits­gerð sem segir aðra söguSam­kvæmt álits­gerð­inni, sem dag­sett er 6. októ­ber síð­ast­lið­inn, beindi SAF til­teknum spurn­ingum til lög­manns­stof­unnar í tveimur lið­um. Ann­ars veg­ar: „Er eitt­hvað því til fyr­ir­stöðu að sett verði komu­gjöld eða brott­far­ar­gjöld á flug­far­þega sem yrðu inn­heimt í gegnum far­seðla? Hvernig væri sam­hliða hægt að inn­heimta slík gjöld af skipaf­ar­þeg­um?“ Og hins veg­ar: „Er eitt­hvað því til fyr­ir­stöðu að sett verði komu­gjöld/landamæra­gjöld á far­þega og inn­heimt við landa­mæri, svo sem í flug­stöðvum og við hafn­ir?“

Lög­mann­stofan skoð­aði sér­stak­lega hvernig slík gjald­taka sam­ræm­ist ákvæðum EES-­samn­ings­ins. Þar komu einkum til skoð­unar reglur um frjálst flæði þjón­ustu og bann við mis­mun­un. Kjarni EES-­samn­ings­ins felst í því að með honum mynda aðild­ar­ríki samn­ings­ins einn sam­eig­in­legan innri markað sem grund­vall­ast á regl­unum um hið svo­kall­aða fjór­frelsi, það er frjálsa vöru­flutn­inga, frjálsa fólks­flutn­inga, frjálsa þjón­ustu­starf­semi og frjálsa fjár­magns­flutn­inga.

Sam­kvæmt lög­fræði­á­lit­inu var það talið afar var­huga­vert að ráð­ast í inn­heimtu á sér­stöku landamæra­gjaldi, með vísan til þess að ein­stak­lingar hefðu ferð­ast yfir íslensk landa­mæri. Þá myndi slík gjald­taka vera í and­stöðu við þau meg­in­mark­mið um sam­eig­in­legan innri markað sem EES-­samn­ing­ur­inn hvíli á, enda feli hún í sér meðal ann­ars hindrun á frjálsum fólks­flutn­ingum og frjálsri þjón­ustu­starf­semi, auk þess sem hún myndi bitna með rík­ari hætti á ein­stak­lingum sem hafa búsetu utan Íslands. Það kynni að vera ígildi mis­mun­unar á grund­velli þjóð­ernis eða búsetu, sem sé í and­stöðu við grund­völl samn­ings­ins.

Annað var upp á ten­ingnum hvað sér­stök komu­gjöld varð­ar, sam­kvæmt lög­fræði­á­lit­inu frá LEX. Þar kemur fram að meg­in­reglan sé sú að aðild­ar­ríkjum sé í sjálfs­vald sett hvernig þau haga þess háttar skatt­lagn­ingu og stefnu­mótun í þeim efn­um. Hins vegar megi ekki mis­muna far­þegum í inn­an­lands- og milli­landa­flugi, án sér­stakrar rétt­læt­ingar sem yrði van­kvæðum háð að rök­styðja.

Þá segir orð­rétt í sam­an­dregnu svari lög­mann­stof­unnar við fyrri spurn­ingu SAF, hvað varðar komu­gjöld eða brott­far­ar­gjöld: „Ætla má að unnt sé að leggja á komu-eða brott­far­ar­gjöld vegna flug­far­þega eða skipaf­ar­þega hér á landi ef tryggt er að þau taki með sam­bæri­legum hætti til ferða á milli aðild­ar­ríkja EES-­svæð­is­ins og ferða inn­an­lands. Dóma­fram­kvæmd bendir til þess að hvers konar fyr­ir­komu­lag við gjald­töku sem leggst með þyngri hætti á ferða­lög milli aðild­ar­ríkja EES-­svæð­is­ins en ferða­lög inn­an­lands skerði þjón­ustu­frelsi. Þá mega slík gjöld ekki fela í sér mis­munun eftir þjóð­erni eða búsetu og skulu því taka jafnt til íslenskra rík­is­borg­ara og rík­is­borg­ara ann­arra aðild­ar­ríkja EES-­svæð­is­ins.“

Stuðn­ingur við nátt­úrupass­ann fer ört minnk­andiAð­ilar innan ferða­þjón­ust­unnar hafa talað fyrir því að komu­gjaldi verði komið á fót til að afla tekna til að standa undir bráð­nauð­syn­legri upp­bygg­ingu og varð­veislu ferða­manna­staða á Íslandi. Hug­myndin nýtur tölu­verðs fylgis innan geirans, eins og vilji félags­manna SAF ber með sér. Ljóst má vera að stórir hags­mun­að­ilar í flug­rekstri hér á landi hafa barist með kjafti og klóm gegn því að komu­gjaldið renni inn í far­miða­verð þeirra.

Sam­kvæmt könnun MMR, sem birt­ist í gær, hefur orðið mikil breyt­ing a afstöðu almenn­ings til nátt­úrupass­ans svo­kall­aða. Í könn­un­inni sögð­ust 31,2 pró­sent aðspurðra fylgj­andi pass­an­um, sam­an­borið við 47,2 pró­sent í apr­íl. Þá eru þeir sem styðja rík­is­stjórn­ina frekar fylgj­andi pass­anum en aðr­ir, og eldra fólk sömu­leið­is. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar er helm­ingur íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á móti pass­an­um, en 28,3 pró­sent fylgj­andi.

Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None