Komugjöld raunhæf samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir SAF

ferdamenn1.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt lög­fræði­á­liti sem unnið var að beiðni Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) í lok sept­em­ber brýtur komu­gjald á flug- og skipaf­ar­þega ekki í bága við EES-­samn­ing­inn, ef tryggt er að þau taki með sam­bæri­legum hætti til milli­landa- og inn­an­lands­flugs. Þrátt fyrir nið­ur­stöðu lög­fræði­á­lits­ins, og vilja félags­manna SAF að sam­tökin beittu sér fyrir inn­leið­ingu komu­gjalda, ákvað stjórn SAF að þau væru ekki álit­legur kostur til að afla fjár til nátt­úru­vernd­ar.

Eins og Kjarn­inn greindi frá í gær, stóð vilji félags­manna SAF til þess að sam­tök­in ­legðu áherslu á að komið yrði á sér­stöku komu­gjaldi, til að standa straum af kostn­aði við bráð­nauð­syn­lega upp­bygg­ingu og verð­veislu ferða­manna­staða á Íslandi. Hækkun gistin­átta­gjalds­ins var fjórði álit­leg­asti kost­ur­inn í stöð­unni að mati félags­manna SAF, og nátt­úrupassi, sem er sú leið sem Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, hefur nú ákveðið að fara, hafn­aði í sjötta sæti.

Sam­kvæmt könnun sem SAF fram­kvæmdi á meðal sinna félags­manna, lögðu þeir sömu­leiðis áherslu á að ásýnd ferða­manna­staða tæki ekki breyt­ingum vegna fyr­ir­hug­aðrar gjald­töku, til að mynda með til­komu gjald­skýla eða eft­ir­lits­manna.

Auglýsing

Þrátt fyrir ein­dregin vilja félags­manna SAF um að komu­gjöldum yrði komið á lagði stjórn sam­tak­anna til á dög­unum að gistin­átta­gjaldið yrði hækkað til að fjár­magna nátt­úru­vernd. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans olli ákvörðun stjórn­ar­inn­ar, að ganga gegn vilja félags­manna, tölu­verðri furðu og reiði meðal hót­el- og gisti­húsa­eig­enda, sem að minnsta kosti í einu til­felli leiddi til úrsagnar úr sam­tök­un­um.

Ákvörðun sem sögð var byggja á ítar­legri úttektÍ sam­tali við Kjarn­ann lagði Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SAF, ríka áherslu á að ákvörðun stjórn­ar­innar hefði byggt á ítar­legri úttekt hennar á þeim gjald­töku­leiðum sem félags­menn SAF vildu helst að sam­tökin fylktu sér á bak­við. Þá hafi til að mynda atvinnu­vega­ráðu­neytið tjáð sam­tök­unum að sér­stök komu- og landamæra­gjöld brjóti í bága við alþjóð­lega samn­inga eins og Schengen og samn­ing­inn um evr­ópska efna­hags­svæð­ið. Full­yrð­ingar ráðu­neyt­is­ins, að því er fram­kvæmda­stjóri SAF seg­ir, eru athygl­is­verðar í ljósi þess að komu­gjöld lifa góðu lífi innan Evr­ópu­sam­bands­ins, meðal ann­ars í Bret­landi, Þýska­landi og Frakk­landi.

Í við­leitni sinni til að kanna ger­leika komu­gjalda, leit­aði SAF eftir lög­fræði­á­liti hjá lög­manns­stof­unni LEX. Kjarn­inn hefur lög­fræði­á­litið undir höndum og birtir hér. Þar kemur fram að sér­stakt komu­gjald sé vel raun­hæfur mögu­leiki.

Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var að beiðni SAF eru komugjöld álitlegur kostur til að afla fjár til náttúruverndar. Sam­kvæmt lög­fræði­á­liti sem unnið var að beiðni SAF eru komu­gjöld álit­legur kostur til að afla fjár til nátt­úru­vernd­ar.

Álits­gerð sem segir aðra söguSam­kvæmt álits­gerð­inni, sem dag­sett er 6. októ­ber síð­ast­lið­inn, beindi SAF til­teknum spurn­ingum til lög­manns­stof­unnar í tveimur lið­um. Ann­ars veg­ar: „Er eitt­hvað því til fyr­ir­stöðu að sett verði komu­gjöld eða brott­far­ar­gjöld á flug­far­þega sem yrðu inn­heimt í gegnum far­seðla? Hvernig væri sam­hliða hægt að inn­heimta slík gjöld af skipaf­ar­þeg­um?“ Og hins veg­ar: „Er eitt­hvað því til fyr­ir­stöðu að sett verði komu­gjöld/landamæra­gjöld á far­þega og inn­heimt við landa­mæri, svo sem í flug­stöðvum og við hafn­ir?“

Lög­mann­stofan skoð­aði sér­stak­lega hvernig slík gjald­taka sam­ræm­ist ákvæðum EES-­samn­ings­ins. Þar komu einkum til skoð­unar reglur um frjálst flæði þjón­ustu og bann við mis­mun­un. Kjarni EES-­samn­ings­ins felst í því að með honum mynda aðild­ar­ríki samn­ings­ins einn sam­eig­in­legan innri markað sem grund­vall­ast á regl­unum um hið svo­kall­aða fjór­frelsi, það er frjálsa vöru­flutn­inga, frjálsa fólks­flutn­inga, frjálsa þjón­ustu­starf­semi og frjálsa fjár­magns­flutn­inga.

Sam­kvæmt lög­fræði­á­lit­inu var það talið afar var­huga­vert að ráð­ast í inn­heimtu á sér­stöku landamæra­gjaldi, með vísan til þess að ein­stak­lingar hefðu ferð­ast yfir íslensk landa­mæri. Þá myndi slík gjald­taka vera í and­stöðu við þau meg­in­mark­mið um sam­eig­in­legan innri markað sem EES-­samn­ing­ur­inn hvíli á, enda feli hún í sér meðal ann­ars hindrun á frjálsum fólks­flutn­ingum og frjálsri þjón­ustu­starf­semi, auk þess sem hún myndi bitna með rík­ari hætti á ein­stak­lingum sem hafa búsetu utan Íslands. Það kynni að vera ígildi mis­mun­unar á grund­velli þjóð­ernis eða búsetu, sem sé í and­stöðu við grund­völl samn­ings­ins.

Annað var upp á ten­ingnum hvað sér­stök komu­gjöld varð­ar, sam­kvæmt lög­fræði­á­lit­inu frá LEX. Þar kemur fram að meg­in­reglan sé sú að aðild­ar­ríkjum sé í sjálfs­vald sett hvernig þau haga þess háttar skatt­lagn­ingu og stefnu­mótun í þeim efn­um. Hins vegar megi ekki mis­muna far­þegum í inn­an­lands- og milli­landa­flugi, án sér­stakrar rétt­læt­ingar sem yrði van­kvæðum háð að rök­styðja.

Þá segir orð­rétt í sam­an­dregnu svari lög­mann­stof­unnar við fyrri spurn­ingu SAF, hvað varðar komu­gjöld eða brott­far­ar­gjöld: „Ætla má að unnt sé að leggja á komu-eða brott­far­ar­gjöld vegna flug­far­þega eða skipaf­ar­þega hér á landi ef tryggt er að þau taki með sam­bæri­legum hætti til ferða á milli aðild­ar­ríkja EES-­svæð­is­ins og ferða inn­an­lands. Dóma­fram­kvæmd bendir til þess að hvers konar fyr­ir­komu­lag við gjald­töku sem leggst með þyngri hætti á ferða­lög milli aðild­ar­ríkja EES-­svæð­is­ins en ferða­lög inn­an­lands skerði þjón­ustu­frelsi. Þá mega slík gjöld ekki fela í sér mis­munun eftir þjóð­erni eða búsetu og skulu því taka jafnt til íslenskra rík­is­borg­ara og rík­is­borg­ara ann­arra aðild­ar­ríkja EES-­svæð­is­ins.“

Stuðn­ingur við nátt­úrupass­ann fer ört minnk­andiAð­ilar innan ferða­þjón­ust­unnar hafa talað fyrir því að komu­gjaldi verði komið á fót til að afla tekna til að standa undir bráð­nauð­syn­legri upp­bygg­ingu og varð­veislu ferða­manna­staða á Íslandi. Hug­myndin nýtur tölu­verðs fylgis innan geirans, eins og vilji félags­manna SAF ber með sér. Ljóst má vera að stórir hags­mun­að­ilar í flug­rekstri hér á landi hafa barist með kjafti og klóm gegn því að komu­gjaldið renni inn í far­miða­verð þeirra.

Sam­kvæmt könnun MMR, sem birt­ist í gær, hefur orðið mikil breyt­ing a afstöðu almenn­ings til nátt­úrupass­ans svo­kall­aða. Í könn­un­inni sögð­ust 31,2 pró­sent aðspurðra fylgj­andi pass­an­um, sam­an­borið við 47,2 pró­sent í apr­íl. Þá eru þeir sem styðja rík­is­stjórn­ina frekar fylgj­andi pass­anum en aðr­ir, og eldra fólk sömu­leið­is. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar er helm­ingur íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á móti pass­an­um, en 28,3 pró­sent fylgj­andi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None