Kostir og gallar sæstrengs metnir: Kallað eftir „alvöru viðræðum“ við Breta

1.BritNed.cable-.jpg
Auglýsing

Grein­ing­ar­deild Arion banka fer í dag yfir­ helstu álita­mál lagn­ingu sæstrengs frá Íslandi til Bret­lands. Að mati deild­ar­innar þarf að nást sátt um hvort og hvernig Íslend­ingar hygg­ist nýta orku­auð­lindir lands­ins. Nútíma­tækni muni gera það kleift að flytja út raf­orku, sem áður var ekki hægt. „Við gætum lagt enn eitt matið á áhrif sæstrengs en hætt er við að slík athugun skili  litlu umfram það sem aðrir hafa gert nú þegar vegna þess að grund­vall­ar­for­sendur liggja ekki enn fyr­ir: Hver fjár­magnar streng­inn? Hver verður áhætta íslenskra skatt­greið­enda, ef ein­hver? Á hvaða verði væri unnt að selja ork­una og er hægt að tryggja ásætt­an­legt verð til lengri tíma? Hvernig munu tekjur af orku­sölu um sæstreng skipt­ast milli orku­fram­leið­enda og eig­enda strengs­ins?“ Að þessu er spurt í nið­ur­lagi grein­ing­ar­innar og kallað eftir að við­ræður hefj­ist um málið milli íslenskra og breskra yfir­valda auk hugs­an­legra fjár­festa. „Flest rök hníga að því að það sé vel þess virði að kanna málið til hlítar á næstu mán­uðum og miss­er­um.“

Bent er á að í nýlegri skoð­ana­könnun hafi 67 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu verið á móti lagn­ingu raf­orku­sæ­strengs til Bret­lands. Nið­ur­stöð­urnar end­ur­spegla tor­tryggni og efa­semdir gagn­vart lagn­ingu sæstrengs, segir grein­ing­ar­deild­in, og metur áhyggjur og gagn­rýni eftir fjórum flokk­um: Orku­verði til heim­ila, áhættu, atvinnu­sköpun og áhrifa á umhverf­ið. „Við í Grein­ing­ar­deild Arion banka veltum þessum áhyggjum fyrir okkur og spyrjum hvort þær gefi til­efni til að leggja hug­mynd um sæstreng til hlið­ar, eða halda áfram með hana.“

Orku­verð til almenn­ings gæti hækkað„Áætl­anir gera ráð fyrir að í gegnum sæstreng yrðu flutt út um 5 TWst á ári. Það er ríf­lega fimm­falt meiri orka en nemur notkun íslenskra heim­ila í dag. Lík­legt er að beint orku­verð til almenn­ings hækk­aði ef Ísland tengd­ist evr­ópskum orku­mark­að­i,“ segir í grein­ing­unni.

Auglýsing


Heild­sölu­verð raf­orku myndi að öllu óbreyttu hækka við lagn­ingu sæstrengs og Lands­virkjun gæti fengið um 80 doll­ara fyrir MW-­stund, tæpar 11 þús­und krón­ur. Það er um tvö­falt hærra en heild­sölu­verðið sem íslenskum heim­ilum býðst í dag. „Slík hækkun myndi þó hækka raf­magns­reikn­ing heim­ila tals­vert minna eða um 40%, ef við gerum ráð fyrir óbreyttum dref­ing­ar­kostn­aði. Ef heild­sölu­verð myndi svo þre­fald­ast næmi hækk­unin 78% og verð á MWst með flutn­ingi og sköttum væri um 30 þús­und krón­ur, sem er svipað og að með­al­tali í evr­ópskum höf­uð­borgum. Skatt­arnir eru stór hluti af orku­verð­inu í þessu dæmi eins og sjá má. Ef  verðið hækkar upp í svipað og Lands­virkjun hefur nefnt að gæti feng­ist fyrir raf­orku um sæstreng og skattar væru afnumd­ir, myndi raf­orku­verðið í dæm­inu ein­ungis hækka um 12%.“Auk­inn arður fyr­ir­tækja í eigu almenn­ings gæti þó vegið að hluta eða öllu leyti á móti mögu­legum orku­verðs­hækk­unum til almenn­ings, að mati grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar. „Stór hluti hækk­unar raf­orku­verðs, bæði vegna orku um sæstreng og inn­an­lands­mark­að­ar, ætti að skila sér beint í betri afkomu orku­fyr­ir­tækja sem geta þá skilað meiri arði til eig­enda sinna, almenn­ings. Ef þessi óbeini arður til almenn­ings er tek­inn inn í mynd­ina gæti hækkun beins raf­orku­verðs til heim­ila gert þau mun betur sett en ella. Verk­efnið gæti skilað miklum arði til rík­is­sjóðs og ann­arra opin­berra aðila, sem nota mætti til að styrkja heil­brigð­is- og mennta­kerf­ið, lækka skatta og/eða greiða niður skuld­ir. Allt þetta gagn­ast íslenskum heim­il­um.Einnig er mögu­legt að nýta eitt­hvað af arð­inum til að lækka beinan orku­kostnað heim­ila. Til þess eru helst þrjár leið­ir: Í fyrsta lagi gætu fram­leið­endur og veitur inn­an­lands gert lang­tíma­samn­inga um raf­orku áður en kemur til lagn­ingar sæstrengs. Í öðru lagi er hægt að lækka eða afnema 24% virð­is­auka­skatt á raf­orku og í þriðja lagi er hrein­lega hægt að nið­ur­greiða raf­orku með hluta af þeim ágóða sem sæstrengur skilar rík­in­u.“

Áhættan gríð­ar­leg - Kostn­að­ur­inn gæti verið tvær Kára­hnjúka­virkj­anir

Í grein­inni segir það ljóst mega vera að umfang fram­kvæmda vegna sæstrengs yrði gríð­ar­legt í hlut­falli við stærð íslenska hag­kerf­is­ins. Vegna þessa hafi margir skilj­an­legar áhyggjur af verk­efn­inu sem geti verið þenslu­hvetj­andi. Vísað er í útreikn­inga Bloomberg New Energy Fin­ance sem telur að kostn­að­ur­inn við lagn­ingu sæstrengs­ins yrði tæp­lega 1,9 millj­arðar punda, eða tæp­lega 400 millj­arðar króna. Til sam­an­burðar var heild­ar­kostn­aður við bygg­ingu Kára­hnjúka um 206 millj­arðar á verð­lagi dags­ins í dag. Um áhættu verk­efn­is­ins segir grein­ing­ar­deild bank­ans:

„Ljóst er að umfang fram­kvæmda vegna sæstrengs væri gríð­ar­legt í hlut­falli við stærð íslenska hag­kerf­is­ins. Vegna þessa hafa margir skilj­an­lega áhyggjur af því að verk­efni á borð við sæstreng sé of áhættu­samt. Talið er að vegna þess hve lokað íslenska raf­orku­kerfið er séu um 2 TWst árlega ónýtt­ar, svo það þyrfti að auka raf­orku­fram­leiðslu um 3 TWst á ári, eða um ríf­lega 15%, ef flytja á út 5 TWst um sæstreng. Hægt er að ganga út fá því að ekki væri ráð­ist í slíkar fram­kvæmdir nema nán­ari athug­anir gefi til kynna að þær séu arð­bærar og trygg­ing verði fyrir því að nægi­lega hátt orku­verð fáist.

Þó er alltaf hætta á að fram­kvæmdir af slíkri stærð­argráðu hafi þenslu­hvetj­andi áhrif, sér­stak­lega ef ráð­ist er í þær á sama tíma og aðrir þenslu­hvetj­andi þættir eru að verkum á fram­kvæmda­tíma. Þetta er ekki óyf­ir­stíg­an­legt vanda­mál og ekki rök fyrir því að ráð­ast ekki í fram­kvæmd­irnar séu þær taldar arð­bær­ar, heldur ein­ungis að yfir­völd þyrftu að gefa tíma­setn­ingu verk­efn­is­ins gaum í sam­hengi við stöðu hag­kerf­is­ins. Einnig þyrfti að leggj­ast í tals­verðar end­ur­bætur á dreifi­kerfi raf­orku á Íslandi. Þær end­ur­bætur eru að öllum lík­indum nauð­syn­leg­ar, hvort sem sæstrengur verður lagður eða ekki.Stóra málið er sæstreng­ur­inn sjálf­ur, sem Bloomberg New Energy Fin­ance reiknar með að muni kosta tæpa 1,9 millj­arða punda, eða tæp­lega 400 millj­arða íslenskra króna auk 2 ma.kr. rekstr­ar­kostn­aðar á ári. Mat Bloomberg er umtals­vert yfir kostn­að­ar­mati Hag­fræði­stofn­unar og ann­arra sem hafa skoðað mál­ið. Til sam­an­burðar var heild­ar­kostn­aður við bygg­ingu Kára­hnjúka­virkj­unar 206 ma.kr. á verð­lagi dags­ins í dag.Hægt er að draga veru­lega og jafn­vel algjör­lega úr fjár­hags­legri áhættu hins opin­bera á Íslandi og líkum á greiðslu­jafn­að­ar­vanda ef sæstreng­ur­inn verður að hluta til eða öllu leyti í erlendri eigu. Hvernig samið yrði um skipt­ingu ágóð­ans milli inn­lends orku­iðn­aðar og eig­enda sæstrengs er algjört lyk­il­at­riði þegar kemur að því að ákveða hvort af verk­efn­inu verð­ur. Það þarf þó ekki að skapa mikla fjár­hags­lega áhættu fyrir íslenska skatt­greið­endur ef rétt er haldið á spil­un­um.“

Sköpun verð­mæta stendur undir hag­sæld en ekki atvinnu­sköpun

„Á Íslandi hefur oft verið lögð á það rík áhersla við hvers­konar iðn­að­ar­upp­bygg­ingu að skapa störf og stundum hefur sú hug­sjón verið á kostnað þess að hámarka verð­mæta­sköp­un. Hagsagan sýnir hins vegar að sköpun verð­mæta er það sem stendur undir hag­sæld, ekki atvinnu­sköpun í sjálfri sér. Leiði athug­anir til þess að sæstrengur skapar meiri verð­mæti heldur en núver­andi nýt­ing orku, með til­liti til áhættu, ætti það að skila rík­ara sam­fé­lagi til lengri tíma lit­ið,“ segir í kafla grein­ing­ar­innar um atvinnu­sköp­un. Bent er á mögu­leika til stofn­unar sér­staks auð­linda­sjóðs.

„Áð­ur­nefndur arður til rík­is­sjóðs og nýt­ing hans gæti ýtt veru­lega undir verð­mæta­sköpun í hag­kerf­inu, auk þess sem aðrir inn­lendir aðilar gætu notið beins ábata af verk­efn­inu. Þannig væri lagður grunnur að sköpun enn verð­mæt­ari starfa í íslensku sam­fé­lagi þegar til lengdar læt­ur. Einnig væri ein­fald­lega hægt að borga hverjum Íslend­ingi arð árlega. Þessi leið hefur verið farin í Alaska þar sem stofn­aður var auð­linda­sjóður (Alaska Permanent Fund) og úr honum voru greiddar sem sam­svarar um 250 þús­und kr. á hvert manns­barn í fyrra. Slíkt myndi auka ráð­stöf­un­ar­tekjur og þannig eft­ir­spurn í hag­kerf­inu sem myndi styðja vel við atvinnu­líf­ið.

Vissu­lega getur hærra raf­orku­verð komið íslenskum fyr­ir­tækjum illa og getur til lengdar lætur haft áhrif á sam­setn­ingu íslensks atvinnu­lífs. Hins vegar má leiða líkum að því að aukið sölu­verð­mæti íslenskrar orku geti skilað lægri opin­berum álögum á atvinnu­líf­ið, sterk­ari innviðum og betur mennt­uðu vinnu­afli. Þar með yrði heildar ábati atvinnu­lífs­ins til lang­frama meiri. Þá er einnig mögu­legt að halda raf­orku­kostn­aði fyr­ir­tækja á Íslandi niðri með svip­uðum aðgerðum og gagn­vart heim­il­um, þó svo að hag­fræði­leg rök fyrir því séu væg­ast sagt umdeild. Um þetta verður hins vegar ekki hægt að full­yrða fyrr en skýr­ari mynd fæst á arð­semi og áhættu sæstrengs. “

Nauð­syn­legt að fara var­lega í virkj­anir

Í síð­asta efn­iskafla grein­ing­ar­innar er fjallað um áhrif á umhverfið og talað um nauð­syn þess að fara var­lega. Ekki sé víst að sæstrengur kalli á nýjar virkj­an­ir. „Flestar áætl­anir gera ráð fyrir því að það þyrfti að byggja nýjar virkj­anir með a.m.k. 400 MW upp­settu afli sam­tals (upp­sett afl Kára­hnjúka­virkj­unar er 690 MW), sem myndi óhjá­kvæm­lega hafa áhrif á umhverf­ið. Hafa ber þó í huga að sú orka gæti komið að nær öllu leyti frá virkj­unum sem eru nú þegar í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­un­ar, minni virkj­unum og vind­orku.

Að sjálf­sögðu fel­ast verð­mæti í ósnort­inni nátt­úru. Þau verð­mæti má ekki van­meta, sér­stak­lega þar sem virði þeirra mun mjög senni­lega vaxa á næstu ára­tugum með áfram­hald­andi fólks­fjölgun og ásókn í auð­lindir í heim­in­um. Vand­inn er að mun erf­ið­ara er að meta slíkt verð­mæti nátt­úru­auð­linda heldur en verð­mæti þess að virkja þær. Þetta þýðir þó að okkar mati ekki að það megi ekki að virkja, ein­ungis að það verði að fara var­lega, kanna umhverf­is­mál til hlítar og ná sem mestri sátt um fjár­fest­ingar í orku­iðn­að­in­um, hversu miklar sem þær kunna að verða. Það ætti í það minnsta að vera algjör grunn­for­senda að umhverf­is­rask­andi fram­kvæmdir skili sem mestum ábata.“

Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Þakkar Miðflokksmönnum staðfestu varðandi þriðja orkupakkann
Formaður VR skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu um þriðja orkupakkann fram á haust og biður um að þjóðin fái andrými til að kynna sér málið betur.
Kjarninn 24. maí 2019
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent
Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.
Kjarninn 24. maí 2019
Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None