Kostnaður við byggingu íbúðahúsnæðis hefur hækkað um rúmlega sex prósent á síðasta ári, samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar. Eftir skarpa hækkun í júlí síðastliðnum á kostnaði við byggingu húsnæðis, þá hefur vísitalan nánast staðið í stað milli mánaða. Í september lækkaði hún um 0,1 prósent frá fyrri mánuði og segir í frétt Hagstofunnar um málið að lækkun megi helst rekja til 1,2 prósent lækkunar á innflutt efni milli mánaða.
Hér að neðan má sjá hvernig vísitalan hefur þróast undanfarna tólf mánuði. Vísitölu byggingarkostnaðar er ætlað að sýna breytingar á kostnaði við byggingu 18 íbúða fjölbýlishúss á höfuðborgarsvæðinu. Vísitalan byggir á verðkönnun hjá fjölda fyrirtækja og verslana sem selja vörur og þjónustu í byggingariðnaði.