Kristín hyggst hætta sem rektor HÍ á næsta ári

rektor-715x320.jpg
Auglýsing

Kristín Ing­ólfs­dótt­ir, rektor Háskóla Íslands, til­kynnti starfs­fólk skól­ans á opnum fundi fyrr í dag að hún hygð­ist ekki sækj­ast eftir end­ur­kjöri þegar öðru kjör­tíma­bili hennar sem rektor lýkur á næsta ári. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Háskóla Íslands.

Kristín hefur gegnt emb­ætti rekt­ors frá árinu 2005 og hún sagði m.a á fund­in­um, sam­kvæmt til­kyknn­ingu, að það hefðu verið mikil for­rétt­indi að gegna starfi rekt­ors og fá að fylgj­ast með „metn­aði, vinnu­hörku, sókn og árangri starfs­fólks í kennslu og vís­indum við erf­iðar aðstæð­ur. Þar hafi sam­ein­aður vilji til þjóna íslensku sam­fé­lagi sem best ráðið för.“Til­kynn­ing­una vegna áforma Krist­ínar má lesa í heild hér að neð­an.

Kristín Ing­ólfs­dótt­ir, rektor Háskóla Íslands, til­kynnti starfs­fólki á opnum fundi í dag að hún muni ekki sækj­ast eftir end­ur­kjöri þegar öðru fimm ára kjör­tíma­bili hennar sem rektor lýkur 1. júlí á næsta ári.  Kristín var fyrst kjörin rektor árið 2005. Lög um skól­ann og reglur hans tak­marka ekki hversu lengi sama mann­eskja getur gegnt rekt­ors­starfi en Kristín kvaðst telja að tíu ár væri hámarks­tími, bæði fyrir stofn­un­ina og fyrir þann sem starf­inu gegn­ir.

Auglýsing

Kristín sagði mik­il­vægt fyrir skól­ann að end­ur­nýja reglu­lega stefnu sína og meta áherslu­verk­efni. Hún rakti þau verk­efni sem nú eru brýn­ust. Þar ber hæst áhersla á að styrkja fjár­mögnun starf­sem­inn­ar, efla þver­fræði­lega sam­hæf­ingu innan skól­ans og sam­starf við atvinnu­líf, áhersla á nýsköpun fyrir sam­fé­lag­ið, efl­ing kenn­ara­mennt­unar og þróun nýrra kennslu­hátta við háskól­ann.  Kristín nefndi að eðli margra náms­greina væri að breyt­ast og því fylgdu nýjar áherslur og kröf­ur, m.a. um aukna stærð­fræði­þekk­ingu í hug- og félags­vís­indum og aukna þekk­ingu í upp­lýs­inga­tækni í mörgum greinum líf- og heil­brigð­is­vís­inda. Þá sagði Kristín að beðið væri skýrslu utan­að­kom­andi erlendra og inn­lendra sér­fræð­inga á stöðu kenn­ara­mennt­unar við HÍ í alþjóð­legum sam­an­burði og ráð­gjafar um hvernig efla megi kenn­ara­menntun í land­in­u. 

Kristín gerði að sér­stöku umtals­efni fram­lag jarð­vís­inda­manna Háskóla Íslands og Veð­ur­stofu Íslands vegna yfir­stand­andi eldsum­brota. Þarna væri um að ræða gíf­ur­lega mik­il­vægt fram­lag til vís­inda en ekki síður fram­lag í formi sam­fé­lags­legrar ábyrgð­ar, sem felst í upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings gegnum fjöl­miðla og sam­fé­lags­miðla sem og ráð­gjöf í sam­starfi við Almanna­varn­ir. 

Rektor ræddi um nýlega samn­inga sem HÍ hefur gert við erlenda háskóla í Banda­ríkj­un­um, Ástr­alíu og Kína, og þá mögu­leika sem þeir skapa fyrir stúd­enta og starfs­fólk.  Nýir samn­ingar við Corn­ell-há­skóla og Uni­versity of Wisconsin gefa nem­endum HÍ kost á að taka hluta af námi við þessa háskóla án þess að greiða skóla­gjöld. Þessir samn­ingar opna því svip­aða mögu­leika fyrir stúd­enta og samn­ingar sem gerðir hafa verið við Stan­for­d-há­skóla, Uni­versity of Cali­fornia og Cal­tech.  Skóla­gjöld við banda­ríska og breska háskóla hafa hækkað mikið að und­an­förnu og sem dæmi má nefna að árleg skóla­gjöld við Corn­ell-há­skóla nema um sex millj­ónum króna. Kristín nefndi sér­stak­lega nýgerðan samn­ing við Tsing­hu­a-há­skóla í Kína, en honum er oft líkt við MIT í Banda­ríkj­un­um. Með samn­ingnum opn­ast mögu­leikar fyrir nem­endur í kín­versku og fjöl­mörgum greinum innan skól­ans að taka hluta af námi við Tsing­hua.

Kristín lauk fundi sínum með starfs­fólki skól­ans með því að lýsa því hversu mikil for­rétt­indi hefðu fylgt því að gegna starfi rekt­ors og fyrir að fá að fylgj­ast með metn­aði, vinnu­hörku, sókn og árangri starfs­fólks í kennslu og vís­indum við erf­iðar aðstæð­ur. Þar hafi sam­ein­aður vilji til þjóna íslensku sam­fé­lagi sem best ráðið för. Kristín sagð­ist vona að þetta væri í síð­asta sinn sem nið­ur­skurður og hag­ræð­inga­krafa gagn­vart Háskóla Íslands ein­kenndu fjár­laga­frum­varp­ið. Hún myndi kapp­kosta í vetur að treysta eftir megni fjár­mögnun skól­ans og tryggja að staðið yrði við lof­orð sem skól­anum hafa verið gefin um fjár­mögnun til fram­tíðar og vinna að því að treysta nýjar leiðir til fjár­öfl­un­ar. Allt yrði gert til að tryggja að nýr rektor og háskóla­sam­fé­lagið allt geti horft fram á bjart­ari tíma.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None