Kristján Loftsson vill að lífeyrissjóðirnir haldi sig til hlés í hlutafélögum

Kristján Loftsson
Auglýsing

Krist­ján Lofts­son, stjórn­ar­for­maður HB Granda og aðal­eig­andi Hvals hf., vill að líf­eyr­is­sjóðir skipti sér ekki af aðal­fundum þeirra félaga sem sjóð­irnir eiga hlut í. Frétta­blaðið greinir frá mál­inu.

Sam­kvæmt umfjöllun blaðs­ins lagði Krist­ján fram til­lögu þessa efnis á árs­fundi Gildis líf­eyr­is­sjóðs á dög­un­um, en þar sem til­lagan barst of seint var hún ekki tæk á fund­in­um. Krist­ján hyggst engu að síður vinna skoðun sinni fylgis innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) og vill að sam­tökin leggi fram sam­bæri­lega til­lögu.

„Að­al­málið er það líf­eyr­is­sjóðir eiga að fjár­festa. Þeir eiga að hugsa um hag fjár­festa og það er ekki þeirra hlut­verk að skipta sér af hluta­fé­lögum sem þeir fjár­festa í Ef þeir er óánægðir með félögin eiga þeir bara að selja hlut sinn í þeim,“ segir Krist­ján Lofts­son í Frétta­blað­inu. Hann seg­ist finna fyrir stuðn­ingi innan SA, en „það þorir bara eng­inn að segja frá því.“

Auglýsing

Sig­urður Bessa­son, for­maður Efl­ing­ar, er ekki á sömu línu og Krist­ján Lofts­son, eðli­legt sé að líf­eyr­is­sjóð­irnir reyni í hví­vetna að gæta sinna hags­muna. Þá hefur Frétta­blaðið eftir Þor­steini Víglunds­syni, fram­kvæmda­stjóra SA að skoð­ana­leysi líf­eyr­is­sjóð­anna væri óheppi­legt. Hins vegar sé brýnt að þeir marki sér stefnu um hvernig þeir beiti sér og hvernig þær ætli sér að vera virkir hlut­haf­ar.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None