Kröfuhafar Kaupþings samþykktu 120 milljarða stöðugleikaframlag og skaðleysisjóð

14084969012-548a854be2-z.jpg
Auglýsing

Kröfu­hafar Kaup­þings sam­þykktu á fundi í Hörpu í dag að greiða 120 millj­arða króna í stöð­ug­leika­fram­lag til rík­is­ins. Kröfu­haf­arnir sam­þykktu einnig skað­leysi rík­is­ins og Seðla­bank­ans, það er að ekki verði höfðað mál á hendur þeim vegna samn­inga tengdum nauða­samn­ingum og losun fjár­mangs­hafta. Þá var einnig sam­þykkt að setja upp skað­leys­i­sjóð fyrir slita­stjórn­ina og ráð­gjafa henn­ar, vegna mögu­legra mála­ferla á hendur þeim. Þetta kemur fram á vef RÚV. 

Sam­þykki kröfu­hafa í dag þýðir að hvorki þeir né slita­búin geta höfðað mál á hendur íslenska rík­inu eða Seðla­bank­anum vegna hugs­an­legra skaða­bóta sem þeir kunna að eiga rétt á í tengslum við fram­kvæmd fjár­magns­hafta og upp­gjör búanna.

Skað­leys­i­sjóð­ur­inn er sam­bæri­legur sjóði sem kröfu­hafar Glitnis hafa þegar sam­þykkt, og er að and­virði tíu millj­arða króna. Ætl­unin er að tryggja slita­stjórn­ar­með­limum skað­leysi vegna mögu­legra mál­sókna gegn þeim er tengj­ast upp­gjöri búanna. Það er ekki að ástæðu­lausu sem kraf­ist er skað­leys­is. Upp­gjör föllnu íslensku bank­anna er nær for­dæma­laust í heims­sög­unni og upp­hæð­irnar sem undir eru stjarn­fræði­lega háar. Eignir Glitnis eru til að mynda tæpir eitt þús­und millj­arðar króna.

Auglýsing

Þá hefur slita­stjórn­ar­mönnum í Kaup­þingi verið stefnt, og bræð­urnir Vincent og Robert Tchenguiz hafa báðir stefnt Jóhann­esi Rún­ari Jóhanns­syni fyrir breskum dóm­stól­um, auk þess sem þeir hafa stefnt slita­stjórn­inni og Vincent stefndi end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Grant Thornton og tveimur starfs­mönnum þess.

Skila­nefndir föllnu bank­anna, sem skip­aðar voru eftir hrun, nutu skað­leys­is. Þær voru skip­aðar af rík­inu og það ábyrgð­ist skað­leysi þeirra. Þegar erlend fyr­ir­tæki voru að meta eignir nýju bank­anna sem reistir voru á grunni þeirra gömlu þá kröfð­ust þau einnig skað­leysis gagn­vart mál­sóknum sem gætu sprottið upp vegna mats þeirra. Ann­ars voru þau ekki til­búin að birta mat. Slita­stjórn­irnar sem nú starfa voru hins vegar skip­aðar af dóm­stólum og njóta því ekki skað­leys­is.


 

 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None