„Það þrengist alla vega um tímann til að klára þetta. Það er mikilvægt að menn hafi nægan tíma til að fara yfir mál sem eru stór og umfangsmikil. Það er hins vegar búið að vera umtalsvert samtal milli stjórnmálaflokkanna, ég hef kynnt þetta stjórnarandstöðunni í það minnsta tvisvar á síðustu mánuðum og atvinnuveganefndin kom beint að málinu í sumar, allir flokkir. þannig að menn þekkja auðvitað frumvarpið talsvert vel og sú vinna sem það byggir á kemur frá fyrri ríkisstjórn frá 2010 þannig að enginn getur sagt að niðurstaðan komi honum fullkomlega á óvart," segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra við RÚV um frumvarp sitt um fiskveiðistjórnun, svokallað kvótafrumvarp.
23 ára leiga, 15 ára uppsagnarfrestur
Samkvæmt frumvarpinu á að koma upp svokölluðu kvótaþingi. Það myndi þýða að öll viðskipti með kvóta yrðu á markaði. Auk þess er gert ráð fyrir að samið verði um nýtingu veiðiréttar til lengri tíma. Líklegasta niðurstaðan þar, sem samkvæmt heimildum Kjarnans er ágætt sátt um, er að leigan verði til 23 ára. Ríkið getur þá sagt upp samningunum eftir átta ár en uppsagnarfresturinn verður fimmtán ár.
Kemur ekkert annað til greina en að þjóðin eigi kvótann
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það feli í sér sovéskt fyrirkomulag að ríkið eignist veiðirréttinn eða kvótann.
Frumvarpið hefur verið í vinnslu í vel á annað ár. Það hefur verið kynnt fyrir stjórnarflokkunum, ríkisstjórn og stjórnarandstöðu á undanförnum mánuðum. Mikil andstaða er hins vegar við ákveðna hluti í því innan Sjálfstæðisflokksins og því hefur ekki tekist að afgreiða frumvarpið úr ríkisstjórn. Sú andstaða snýst fyrst og síðar gegn að veiðiréttindin eða kvótinn verði skilgreind sem eign ríkisins eða þjóðarinnar.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum RÚV í gær að feli í sér sovéskt fyrirkomulag að ríkið eignist veiðirréttinn eða kvótann. Sigurður Ingi hefur hafnað þessum fullyrðingum og sagt að ekki komi til greina að falla frá því ákvæði kvótafrumvarpsins sem skilgreinir kvótann sem eign þjóðarinnar.