Lægstu laun VR hækka um 31,3% - stefnt að nýjum kjarasamningum fyrir vikulok

olafia_b_rafnsdottir_formadur_vr_stor-1.jpg
Auglýsing

Lægstu laun hækka upp í 245 þús­und strax og í 300 þús­und krónur á mán­uði frá og með maí 2018 sam­kvæmt drögum að kjara­samn­ingi milli Sam­taka atvinnu­lífs­ins og VR, LÍV, Flóa­banda­lags­ins og Stétt­Vest. VR birti í kvöld meg­in­línur í drög­unum að nýju kjara­samn­ing­un­um. Lægstu taxtar hjá VR munu hækka um 31,3 pró­sent á samn­ings­tím­an­um.

Samn­ings­drögin gera ráð fyrir að samið verði út árið 2018. Aðal­á­hersla er lögð á hækkun lægri launa og að verja milli­tekj­ur, að sögn VR. Stuðst verður við taxta­hækk­anir og launa­þró­un­ar­trygg­ingu í ár og á næsta ári en taxta- og pró­sentu­hækk­anir 2017 og 2018.

Launa­taxtar hækka um 25 þús­und krónur strax og byrj­un­ar­laun afgreiðslu­fólks um 3.400 krónuar að auki. Þá eiga laun ann­arra en þeirra sem fá borgað sam­kvæmt töxtum að hækka um 7,2 pró­sent fyrir laun að upp­hæð 300 þús­und krónum eða lægra, en pró­sentan fer svo stig­lækk­andi með hærri tekj­um. Þessi launa­þró­un­ar­trygg­ing verður þó aldrei lægri en þrjú pró­sent á þessu ári.

Auglýsing

Á næsta ári er launa­þró­un­ar­trygg­ingin 5,5 pró­sent og fimmtán þús­und krónur að lág­marki. 1. maí 2017 eiga launa­taxtar svo að hækka um 4,5 pró­sent og byrj­un­ar­laun afgreiðslu­fólks að auki um 1.700 krón­ur. Almenn hækkun þá verður þrjú pró­sent.

Fyrsta maí 2018 hækka launa­taxtar svo um þrjú pró­sent og almenn hækkun verður tvö pró­sent miðað við átta mán­uði, það er það sem eftir lifir árs­ins 2018.

Nú er unnið að útfærslu ýmissa ann­arra ákvæða kjara­samn­ing­anna, að því er fram kemur í til­kynn­ingu VR. Mik­il­væg­ast þess­ara ákvæða er opn­un­ar­á­kvæði ef for­sendur kjara­samn­ings­ins stand­ast ekki. Stefnt er að því að ljúka samn­ingum fyrir viku­lok.

Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
Kjarninn 23. mars 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði
Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.
Kjarninn 23. mars 2019
Árni Már Jensson
Þjónslundin
Kjarninn 23. mars 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
Kjarninn 23. mars 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason
Kjarninn 23. mars 2019
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.
Kjarninn 23. mars 2019
Lilja segir afsögn Sigríðar hafa verið rétta ákvörðun
Varaformaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að taka endanlega afstöðu til þess hvort að það eigi að áfrýja niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en að búið sé að framkvæma og fara yfir hagsmunamat.
Kjarninn 23. mars 2019
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Haftalosun til bjargar
Fjármagnshöftin eru svo gott sem úr sögunni með afléttingu bindiskyldunnar fyrr í mánuðinum. Aukið frelsi krónunnar eru góðar fréttir fyrir neytendur, en nú þegar hefur það stoppað af frekari vaxtahækkanir í bili.
Kjarninn 23. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None