Lamaður fyrir neðan háls en flýgur um í flugstól á svifvæng - myndband

Screen-Shot-2015-06-02-at-11.25.56-2.png
Auglýsing

„Fé­lagi minn, sem er lamaður fyrir neðan háls, bað mig fyrir um ári síðan að fljúga með hann. Ég sagði fyrst nei við hann, en hann tók það ekk­ert í mál. Á end­anum sam­þykkti ég því að gera þetta. Við settum í kjöl­farið af stað söfnun fyrir að búa til stól fyrir hann svo að hann gæti flog­ið.“ Þetta segir Gísli Steinar Jóhann­es­son hjá True Adventure, fyr­ir­tæki sem flýgur með far­þega á svif­vængjum (e. paragli­ding).

Gísli og félagar flugu með Brand Bjarna­son, sem er lamaður fyrir neðan háls, í nýjum flug­stól sem þeir hafa búið í lok síð­ustu viku.

Auglýsing


Össur gaf vinnu, hönnun og hluta af efn­inuÞótt Gísli hefði góða hug­mynd um hvernig hann vildi að útbún­að­ur­inn myndi líta út þá vildi hann fá fleiri að verk­inu. „Ég setti mig fyrst í sam­band við Össur en það gekk illa að fá svör. Ég var því búinn að tala við aðra um að koma að þessu. Skömmu síðar var ég úti á landi að gera mig til­bú­inn með að fljúga með far­þega þegar sím­inn hringdi. Þá var það maður frá Öss­uri, Magnús Jóns­son, sem hafði séð umfjöllun um verk­efnið í sjón­varp­inu, en hafði aldrei fengið skila­boðin sem við höfðum sent fyr­ir­tæk­inu og vildi ræða við mig um aðkomu. Ég hafði ekki tíma til að tala við hann, skellti í raun nán­ast á hann, og bað mann­inn um að senda mér tölvu­póst. Í kjöl­farið hófust sam­skipti og við komumst í kynni við mann­inn hjá Öss­uri sem varð aðal­hönn­uð­ur­inn að stóln­um, Haf­steinn Jón­as­son.“

Bolt­inn fór að rúlla hratt eftir þetta og Össur ákvað að gefa alla vinnu, hönnun og hluta af efn­inu sem fór í stól­inn. Hann var síðan klár í sept­em­ber í fyrra, en þá voru aðstæður til að fljúga á Íslandi ekki boð­leg­ar. „Það var skíta­veð­ur,“ segir Gísli. Því var ákveðið að bíða fram á þetta sumar til að fljúga með Brand, vin sinn.

„Við höfðum ákveðið að Haf­steinn, sem hann­aði stól­inn, myndi fljúga fyrstu ferð­ina í honum og fórum í þá ferð fyrir nokkrum vik­um. Ég próf­aði síðan að fljúga einn með hann og það fór allt eftir plani. Þannig að síð­asta föstu­dag, fyrir viku síð­an, flaug Brandur með mér.“

Arnar Helgi Lár­us­son, for­maður SEM sam­tak­anna og er lamaður fyrir neðan mitti, flaug einnig með öðrum flug­manni, Sam­úel Alex­and­ers­syni, á sama tíma.

Hóparnir frá True Adventure og Össuri sem stóðu að gerð stólsins fyrir fyrsta flugið. Hóp­arnir frá True Adventure og Öss­uri sem stóðu að gerð stóls­ins fyrir fyrsta flug­ið.

Vilja gefa tekn­ing­arn­ar, en geta það ekkiTil­gangur verk­efn­is­ins var ekki ein­ungis sá að fljúga með Brand. Gísli og félagar hans vildu líka gefa hönn­un­ina. Gera hana að aðgengi­lega hverjum sem er (e. open source). Það er hins vegar ekki jafn ein­falt mál að gefa hönnun sem á að hjálpa öðrum og það hljóm­ar. „Haf­steinn hringdi í mig í síð­ustu viku, þegar við vorum að fara að fljúga, og sagði að Össur gæti ekki gefið teikn­ing­arn­ar. Hann var mjög leiður yfir því en ástæðan er sú að það myndi skapa áhættu á mál­sóknum í Banda­ríkj­un­um. Það er of dýrt fyrir þá að tryggja sig gagn­vart þeim. Þeir eru ekki hræddir um að tapa mál­sókn­um, heldur er svo dýrt að verja sig. Áhættu­þætt­irnir eru þeir að það er einka­leyfa­iðn­aður í Banda­ríkj­un­um. Það eru fyr­ir­tæki sem gera bara út á að safna einka­leyfum og fara síðan í mál við fyr­ir­tæki sem finna upp það sem þau eiga einka­leyfi að. Síðan er það hitt að ef ein­hver hlýtur skaða af vegna hönn­unar sem verið er að nota þá er líka hætta á mál­sókn. Við skiljum þessa afstöðu Öss­urar auð­vitað mjög vel.“

Það er því verið að reyna að finna leiðir til að gefa hönn­un­ina og Gísli er bjart­sýnn á að það tak­ist.

Brandur Bjarnason í fyrsta fluginu sínu. Brandur Bjarna­son í fyrsta flug­inu sínu.

Ein­stakur stóllGísli segir að verk­efnið hafi undið mjög mikið upp á sig. „Upp­haf­lega ætl­uðum við bara að fljúga með Brand. Síðan sog­að­ist hæfi­leika­fólk að þessu, sér­stak­lega innan Öss­ur­ar. Þetta var bæði tækni­lega spenn­andi og sam­fé­lags­lega gef­andi verk­efni. Við vildum því koma stólnum víðar og þess vegna var ákveðið að reyna að gefa teikn­ing­arn­ar. Það hafa verið búnir til stólar víða erlendis áður, en engin sem ég vildi nota. Þessi stóll er því ein­stak­ur."

Það er tölu­vert fyr­ir­tæki að fljúga með hreyfi­hamlað fólk og til að fyllsta öryggis sé gætt þá þurfa að vera nokkrir aðstoð­ar­menn. Gísli og félagar hans hjá True Adventures ætla sér að fljúga með nokkra sem óskað hafa þess til við­bótar og leita síðan leiða til að bjóða upp á leiðir fyrir fólk sem vill gera það, meðal ann­ars í sam­vinnu við Öryrkja­banda­lag Íslands. Hægt er að nálg­ast allar upp­lýs­ingar um flug­stól­inn á heima­síðu True Adventure.

Teng­ill á stutt­mynd um verk­efnið í keppni þar sem hægt er að kjósa hana.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None