Lánastofnanir megi víkja frá greiðslumati við veitingu fasteignalána

bankar_island.jpg
Auglýsing

Lána­stofn­anir munu fá svig­rúm til þess að „horfa til fleiri þátta“ en nið­ur­stöðu greiðslu­mats þegar þeir veita fast­eigna­lán til fólks sem kaupir eign í fyrsta sinn. Setja á sér­lög um fast­eigna­lán þar sem þetta svig­rúm verður heim­il­að, en þetta er hluti af aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar í hús­næð­is­málum, sem var kynnt í gær.

Sam­kvæmt lögum um neyt­enda­lán er skylt að meta láns­hæfi og greiðslu lán­tak­enda ef fjár­hæð láns hjá ein­stak­lingi er tvær millj­ónir og fjórar millj­ónir hjá sam­búð­ar­fólki og hjón­um. „Óheim­ilt er að veita lán­taka lán ef mat á láns­hæfi eða greiðslu­mat leiðir í ljós ða hann hafi aug­ljós­lega ekki fjár­hags­lega burði til þess að standa í skilum með lán­ið,“ segir í lögum um neyt­enda­lán frá árinu 2013. Þó má víkja frá þessu ef virði veða eða ann­arra trygg­inga er meira en heild­ar­fjár­hæð láns.

Þessu er ætlað hjálpa sér­stak­lega ungu fólki að kaupa fyrstu eign.

Auglýsing

Þá er í til­lögum rík­is­stjórn­ar­innar talað um að ungu fólki verði heim­ilt að nýta sér­eigna­sparnað sem eig­in­fjár­fram­lag við kaup á fyrstu íbúð. Þetta úrræði er þegar í boði, og var hluti af leið­rétt­ing­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hægt er að ráð­stafa sér­eigna­sparn­aði sínum inn á hús­næð­is­lán fram til loka júní 2017. Ef um er að ræða sparnað til að kaupa hús­næði, eins og rætt er um í aðgerða­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar, má safna fram til 30. júní 2019. Hámarks­fjár­hæð sem má ráð­stafa inn á lánin eru 500 þús­und krónur á ári, sam­tals 1.500 þús­und á þremur árum, hjá ein­stak­ling­um. Upp­hæðin er 750 þús­und krónur á hjón eða sam­búð­ar­fólk sem er sam­skatt­að.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None