Landsbankinn frestar hönnunarsamkeppni vegna gagnrýni

Screen-Shot-2015-07-09-at-15.26.05.png
Auglýsing

Banka­ráð Lands­bank­ans hefur ákveðið að fresta hönn­un­ar­sam­keppni um fyr­ir­hug­aða nýbygg­ingu bank­ans við Aust­ur­höfn. Sam­keppnin átti að hefj­ast síðar í ágúst. Frá þessu er greint á vef­síðu bank­ans, þar sem kemur fram að þetta sé gert til að fara yfir þau sjón­ar­mið sem fram hafi komið á síð­ustu vik­um.

Lands­bank­inn til­kynnti í fyrri hluta júlí að nýjar 14.500 fer­metra höf­uð­stöðvar bank­ans rísi við hlið Hörpu í Aust­ur­höfn í Reykja­vík. Bygg­ing­ar­á­formin mættu harðri gagn­rýni, meðal ann­ars frá stjórn­ar­þing­mönnum og Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­sæt­is­ráð­herra. Hann sagði það und­ar­legt að banki í almann­eigu ætli að fara gegn vilja eig­and­ans í mál­inu. Lands­bank­inn er að nær öllu leyti í eigu rík­is­ins.

Auglýsing


Krist­ján Krist­jáns­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bank­ans, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hug­mynda­sam­keppn­inni sé frestað til þess að hægt sé að fara yfir þau sjón­ar­mið sem hafa verið sett fram á síð­ustu vik­um. Spurður hvort sterk við­brögð hafi komið á óvart svarar hann því bæði ját­andi og neit­andi. „Við vissum að ákveð­inn hópur fólks yrði á móti og myndi finna áformunum öllu til for­áttu. En gagn­rýnin var meiri og víð­tæk­ari en menn reikn­uðum með. Við töldum liggja fyr­ir­ ­góð rök með fram­kvæmd­un­um, meðal ann­ars fjár­hags­leg rök sem fengu litla sem enga athygli. Við vissum að þetta yrði umdeilt,“ seigr hann.Lands­bank­inn hefur sagt að með núvirtur ávinn­ingur af því að flytja bank­ann í nýtt hús­næði við Aust­ur­bakka sé met­inn á um 4,3 millj­arða króna, en starf­semi bank­ans er nú rekin í mörgum bygg­ing­um. Þá hafa for­svars­menn bank­ans sagt lóða­verðið hag­stætt og stærð lóð­ar­innar hent­ugt miðað við þarfir bank­ans.Ekki liggur fyrir um hvenær næstu skref verða tekin í mál­inu né hver þau verða. End­an­legt ákvörð­un­ar­vald um bygg­ingu nýrra höf­uð­stöðva liggur hjá banka­ráði Lands­bank­ans.

Fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn. Myndin sýnir byggingarmagn, afstöðu og hæðartakmarkanir en ekki útlit nýbyggingarinnar. Fyr­ir­hug­aðar höf­uð­stöðvar Lands­bank­ans við Aust­ur­höfn. Myndin sýnir bygg­ing­ar­magn, afstöðu og hæð­ar­tak­mark­anir en ekki útlit nýbygg­ing­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None