Landsbankinn hefur ákveðið að herða lánareglur þegar kemur að endurfjármögnun fasteignalána og er nú miðað við fasteignamat eða verðmat, „hvort sem lægra reynist“ eins og orðrétt segir á vef Landsbankans. Það er að fasteignalánið sem veitt er, eftir endurfjármögnun, má vera hærra en sem nemur fasteignamati.
Munur á fasteignamati og markaðverði getur verið umtalsverður. Ef mið er tekið af eign sem kostar 30 milljónir, þá er algengt að fasteignamatið sé 22 milljónir. Lánshlutfallið, eftir endurfjármögnun lána, má þá ekki fara yfir 62,3 prósent veðhlutfall í þessu tiltekna dæmi, það er 85 prósent af fasteignamati.
Reglunum var breytt um síðustu mánaðarmót, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum til þriggja ára, byrjað var að veita á árunum 2011 og 2012, hafa verið á endurfjármögnunartíma á undanförnum misserum. Viðskiptavinir hafa þá leitað leiða til að ná betri viðskiptakjörum með endurfjármögnun, ýmist með því að breyta lánum í verðtryggð úr óverðtryggðum eða fá ný kjör á óverðtryggð lán.
Eins og áður segir hefur nú það viðmið verið sett, að lánið megi ekki verða hærra en sem nemur 85 prósent af fasteignamati eftir endurfjármögnun.