Landsbankinn segir upp 43 starfsmönnum - tilkynna hópuppsögn

10016380525-fb1c4ee434-z.jpg
Auglýsing

Vegna hag­ræð­inga og breyt­inga á rekstri Lands­bank­ans fækkar um þrjá­tíu manns í höf­uð­stöðvum Lands­bank­ans og að auki hefur ráðn­inga­samn­ingum fast­ráð­inna starfs­manna í afgreiðslu bank­ans í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar verið sagt upp, en þar starfa þrettán manns. Upp­sögnin í Leifs­stöð verður aft­ur­köll­uð, haldi bank­inn áfram að sinna fjár­mála­þjón­ustu í flug­stöð­inni eins og verið hef­ur. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá bank­an­um, sem Við­skipta­blaðið vitnar til á vef sínum.

Íslenska ríkið á 98 pró­sent hlut í Lands­bank­anum og tvö pró­sent hlutur í er í höndum starfs­manna bank­ans. Hagn­aður á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í fyrra nam 20 millj­örðum króna, en heild­ar­eignir bank­ans nema ríf­lega 1.200 millj­örð­um.

Í til­kynn­ing­unni segir að ákvörðun um upp­sögn starfs­fólks í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar sé var­úð­ar­ráð­stöfun af hálfu Lands­bank­ans vegna óvissu um fram­hald starf­sem­innar þar. Þjón­ustu­samn­ingi bank­ans var sagt upp á síð­asta ári og til­kynnt að fjár­mála­þjón­usta yrði boðin út og átti það að ger­ast á síð­ast­liðnu hausti. Af því varð ekki og í lok árs var gerður við­auki við þjón­ustu­samn­ing Lands­bank­ans sem fól í sér að afgreiðsla bank­ans yrði opin til 30. júní 2015. Óvissa ríki því um það hver muni sinna fjár­mála­þjón­ustu í Leifs­stöð eftir það.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir enn­fremur að Lands­bank­inn hygg­ist taka þátt í útboði Isa­via um banka­þjón­ustu þegar það verður aug­lýst.

Vegna þess fjölda sem um ræðir falla hag­ræð­ing­ar­að­gerð­irnar undir skil­grein­ingu hóp­upp­sagna og hefur við­kom­andi yfir­völdum verið til­kynnt um þær, segir í til­kynn­ingu Lands­bank­ans.

Lands­bank­inn_Frétta­til­kyn­ing_Á­fram­hald­andi hag­ræð­ing í Lands­bank­an­um_jan­úar 2015

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None