Láta hendur standa fram úr ermum í ævintýralegum öfgum

Sheikh-Tamim-Bin-Hamad-Al-T.jpg
Auglýsing

Strák­arnir okkar eru mættir til fursta­dæm­is­ins Katar og hefja leik á HM í hand­bolta á morg­un. Þá etja þeir kappi við Svía. Óhætt er að segja að HM í hand­bolta fari fram í  landi ævin­týra­legra öfga, þegar kemur að íburði og efna­hags­legum veru­leika.

Í þessu smá­ríki í Mið-Aust­ur­löndum sem skagar út í Persafló­ann er að finna miklar nátt­úru­auð­lindir sem hafa gjör­bylt eyði­merk­ur­rík­inu í eitt auð­ug­asta ríki ver­ald­ar. Í það minnsta á þann mæli­kvarða sem oft er not­aður til að mæla vel­sæld. Verg lands­fram­leiðsla á mann nemur ríf­lega 100 þús­und Banda­ríkja­dölum  og er hvergi í heim­inum meiri. En þær tölur segja lítið sem ekk­ert um sam­fé­lagið og grunn þess. Árleg lands­fram­leiðsla í Katar nemur um 200 millj­örðum Banda­ríkja­dala á ári, um 260 þús­und millj­örðum króna (26.000.000.000.000), miðað við tölur The Economist. Til sam­an­burðar þá nemur lands­fram­leiðslan hér á landi um 1.800 millj­örðum króna (1.800.000.000.000) á ári. Þetta gefur fólki kannski ein­hverja mynd af því hversu gríð­ar­legir sjóðir eru að byggj­ast upp í þessu olíufursta­dæmi.

Al Thani ræður



Al-T­hani fjöl­skyldan ræður næstum öllu í land­inu. Ráð­gjaf­ar­þingið semur lög lands­ins en lokorðið er hjá Emírn­um. Hann er hæst­ráð­andi sam­kvæmt skipan fursta­dæm­is­ins og heitir Tamim bin Hamad Al Thani, tók við 2013, og for­sæt­is­ráð­herr­ann er Abdullah bin Nasser bin Khalifa Al Thani. Fjöl­skyldan því sem næst baðar sig í ótrú­legum auði rík­is­ins, á meðan almenn­ingur nýtur rík­is­dæm­is­ins í litlu öðru en risa­vöxnum bygg­ing­um. Katar á þriðju stærstu gas- og olíu­lindir heims­ins og eru þær metnar að minnsta kosti á um 30 millj­arða tunna. Þrátt fyrir að umhverfið í olíu­iðn­að­in­um  sé sveiflu­kennt, eins og verð­sveiflan úr 110 Banda­ríkja­dölum á tunn­una niður í 50 Banda­ríkja­dali á síð­ast­liðnum sex mán­uðum er til marks um, þá er efna­hags­legur grunnur þess­arar ríf­lega tveggja millj­óna íbúa þjóðar bæði stór og sterk­ur. Landið er ríf­lega ell­efu þús­und fer­kíló­metrar að stærð, og hefur byggt upp hálf­gerðar skýja­borgir á und­an­förnum árum og ára­tug­um. Doha er til marks um það. Stórar hallir og íburð­ar­miklar skrif­stofu- og hót­el­bygg­ingar er það sem helst vekur athygli fólks sem til Katar kem­ur.

Byggingarnar hefja sig til himins í Doha. Bygg­ing­arnar hefja sig til him­ins í Doha.

Auglýsing

Al Thani fjöl­skyldan hefur helst komið við sögu í umræðu hér á landi í tengslum við kaup á fimm pró­sent hlut í Kaup­þingi, í lok sept­em­ber 2008, um viku áður en bank­inn fór á haus­inn. Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri, Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, og Ólafur Ólafs­son fjár­festir voru ákærðir í tengslum við við­skipt­in, í hinum svo­kall­aða Al Thani máli, og dæmdir í hér­aði í þriggja til fimm og hálfs árs fang­elsi. Það verður tekið fyrir í Hæsta­rétti síðar í mán­uð­inum og hefur því ekki verið til lykta leitt ennþá í dóms­kerf­inu.

Stutt saga vel­meg­unar



Katar var breskt vernd­ar­svæði fram til árs­ins 1971 þegar það fékk sjálf­stæði. Það hefur þó verið fursta­dæmi frá því á 19. öld. Árið 1960 fannst olía fyrst í Katar og þá byrj­aði ball­ið, ef svo má segja. Pen­inga­flutn­ingar til lands­ins hafa vaxið æ síðan og einnig utan­rík­is­póli­tískt mik­il­vægi lands­ins. Með aðeins 54 ára olíu­við­skipta­sögu að baki, hefur Katar þegar myndað ógn­ar­sterkt póli­tískt sam­band við umheim­inn, ekki síst við Banda­ríkin og Bret­land. Þannig eru fjár­fest­inga­sjóðir fjöl­skyld­unnar umsvifa­mikir í Bret­landi og Banda­ríkj­un­um, stunda við­skipti með verð­bréf og fast­eignir ekki síst. Auk olíu­við­skipt­anna sem eru grunn­ur­inn að öllu sam­an.

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði landsliðsins, verður í eldlínunni með Íslandi í Doho. Það mun líklega fara vel um þá á 32. hæð Conintel hótelsins í Doha. Guð­jón Valur Sig­urðs­son, fyr­ir­liði lands­liðs­ins, verður í eld­lín­unni með Íslandi í Doho. Það mun lík­lega fara vel um þá á 32. hæð Continental hót­els­ins í Doha.

Stór­huga áætl­anir



Þrátt fyrir olíu­auð­inn hefur fursta­dæmið uppi stór­huga áform um upp­bygg­ingu á ýmsum svið­um, og hafa sum þeirra ekki farið fram­hjá nein­um. Einkum þegar kemur að ferða­þjón­ustu. Hót­el­bygg­ingar eru með allra íburð­ar­mestu bygg­ingar ver­aldar og golf­vell­irnir sem Al Thani fjöl­skyldan hefur beitt sér fyrir upp­bygg­ingu á þykja hálf­gert við­und­ur. Fursta­dæmið vinnur eftir þró­un­ar­stefnu þar sem loka­mark­miðið er að Katar verið sjálf­bært og ekki háð nátt­úru­auð­lind­um. Óhætt er að segja að það sé tölu­vert í það.

Leikir Íslands eru þessir á HM, en þeir verða sýndir á RÚV.

  1. janú­ar kl. 18.00 Ísland - Sví­þjóð
  2. janú­ar kl. 16.00 Ísland - Als­ír
  3. janú­ar kl. 18.00 Ísland - Frakk­land
  4. janú­ar kl. 18.00 Ísland - Tékk­land
  5. janú­ar kl. 16.00 Ísland - Egypta­land

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None