Lengt í gjaldeyrisskuld Landsbankans

Landsbankinn.4vef.jpg
Auglýsing

Lands­bank­inn hf. og slita­stjórn LBI hf. hafa kom­ist að sam­komu­lagi um breyt­ingar á upp­gjörs­skulda­bréfum sem samið var um í des­em­ber 2009, en eft­ir­stöðvar þeirra eru nú að jafn­virði um 226 millj­arðar króna. Af hálfu slita­stjórnar LBI hf. er gerður fyr­ir­vari um að til­teknar und­an­þágur fáist í sam­ræmi við lög um gjald­eyr­is­mál.

Loka­greiðsla verður innt af hendi í októ­ber 2026 í stað októ­ber 2018.  Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lands­bank­an­um. „End­ur­greiðslur verða á tveggja ára fresti og dreifast nokkuð jafnt. Lands­bank­inn hefur heim­ild til að greiða skuld­ina að hluta eða að fullu upp án kostn­að­ar, hvenær sem er á tíma­bil­in­u,“ segir í til­kynn­ingu Lands­bank­ans.

Sam­komu­lagið hefur mikla þýð­ingu fyrir íslenska þjóð­ar­búið þar sem fyr­ir­sjá­an­legt var að greiðslu­byrðin gætti leitt til mik­ils vanda ef ekki hefði komið til leng­ingar lána. Sam­komu­lagið liðkar enn fremur fyrir mögu­leik­anum á því að afnema fjár­magns­höft.

Auglýsing

Vaxta­kjör verða óbreytt til októ­ber árið 2018, þ.e. 2,9% álag ofan á LIBOR vexti, að því er segir í til­kynn­ing­unni. „Eftir það fer vaxta­á­lagið stig­hækk­andi og verður 3,5% vegna gjald­daga 2020 og að lokum 4,05% vegna loka­gjald­dag­ans árið 2026. Hver gjald­dagi á tíma­bil­inu frá 2020 til 2026 er að jafn­virði um 30 millj­arða íslenskra króna.“

Stein­þór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, segir í til­kynn­ingu frá Lands­bank­anum að sam­komu­lagið mjög mik­il­vægt. „Skil­mál­arnir eru mjög vel við­ráð­an­legir fyrir Lands­bank­ann og mun þessi breyt­ing auð­velda honum alþjóð­lega láns­fjár­mögn­un. Þá felur sam­komu­lagið í sér að sér­stökum hömlum á arð­greiðslur hefur verið hrundið úr vegi, til hags­bóta fyrir hlut­hafa bank­ans. Sam­komu­lagið er jafn­framt mik­il­vægur þáttur í að leysa úr þeim stóru við­fangs­efnum sem tengj­ast skulda­stöðu þjóð­ar­bús­ins og afnámi gjald­eyr­is­hafta. Við teljum þennan áfanga því mjög mik­il­vægan fyrir íslenskt efna­hags­líf sem og Lands­bank­ann.”

Skulda­bréfin voru upp­haf­lega gefin út á grund­velli ákvarð­ana Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sam­kvæmt ákvæðum neyð­ar­lag­anna. Fjár­hæðin var ákveðin sem mis­munur á virði eigna og skulda sem fluttar voru yfir til Lands­bank­ans.

Meira úr sama flokkiInnlent
None