Rúmlega 51 prósent landsmanna les Fréttablaðið, samkvæmt nýrri könnun Gallup á lestri prentmiðla. Blaðið er vinsælasta dagblað landsins. Lestur Fréttablaðsins stendur nánast í stað milli maí og júní en í samanburði við júní 2014 hefur lestur minnkað töluvert. Þá mældist hann um 56,5 prósent meðal aðspurðra.
Lestur Morgunblaðsins mælist 29,3 prósent í júní og eykst um rúmt prósentustig milli mánaða. Í júní 2014 var lesturinn rúmlega 30 prósent.
Lestur annarra dagblaða minnkar lítillega frá fyrri mánuði, samkvæmt mælingum Gallups. Hjá Fréttatímanum mælist hann um 38,7 prósent, lestur Viðskiptablaðsins er 12,3 prósent og lestur DV er 8,6 prósent.
Auglýsing