Norski herinn seldi íslensku Landhelgisgæslunni 250 MP5 hríðskotabyssur fyrir rúmar 11.5 milljónir íslenskra króna í lok síðasta árs, en kaupsamningur þessa efnis var undirritaður 17. desember síðastliðinn.
Þetta kemur fram í svari Dag Aamoth, blaðafulltrúa norska hersins, við fyrirspurn Kjarnans. Engar fleiri upplýsingarnar um vopnaviðskiptin eru að finna í svari blaðafulltrúans.
Hluti byssanna, eða um 150 þeirra, hafa verið afhentar Ríkislögreglustjóra, en embættið hefur fullyrt í fjölmiðlum að byssurnar hafi fengist gefins hjá norskum hermálayfirvöldum. Svar blaðafulltrúa norska hersins stangast á við þessar fullyrðingar.
Af þessu má telja að Landhelgisgæslan hafi fengið eitt hundrað MP5 hríðskotabyssur í sína þágu.