Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í kvöld lögbannskröfum á Kastljósþátt kvöldsins í kvöld. Þetta kemur fram á vef RÚV og er haft eftir Helgu Völu Helgadóttur lögmanni, sem fór fram á lögbannið fyrir hönd skjólstæðinga sinna.
Einn einstaklingur og eitt fyrirtæki höfðu farið fram á að lögbann yrði sett á þáttinn í kvöld, á grundvelli þess að þar muni birtast myndefni sem hafi verið tekið upp án þeirra vitneskju, og samskipti slitin úr samhengi.
Í þættinum, sem fer í loftið á Rúv eftir fréttir, verður fjallað um sölumenn sem reyna að selja veiku fólki ýmsan varning sem ekki er viðurkenndur og stenst oft enga vísindalega skoðun, en er seldur með þeim orðum að þau geti stuðlað að bata fólks.
Samskipti Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND-félagsins á Íslandi, við sölumenn voru tekin upp með falinni myndavél og verður efnið sýnt í kvöld. Guðjón óskaði sjálfur eftir því að samskiptin yrðu tekin upp.
Í frétt um málið í kvöldfréttum RÚV heyrist sölumaður segja við Guðjón að hann verði farinn að hlaupa um áður en hann viti af. Reynt var að selja Guðjóni jónað vatn, jarðtengingaról og notaður var pendúll til að greina hvernig stilla ætti orkuflæði í líkamanum.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar