Lögðu hald á 7,2 milljarða króna hjá Skúla Þorvaldssyni

14084969012_ea70c6f42d_o-1.jpg
Auglýsing

Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara lagði hald á sam­tals 47 millj­ónir evra, um 7,2 millj­arða króna, í tengslum við rann­sókn á millj­arða króna fjár­drætti tengdum Kaup­þingi. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Hreið­ari Más Sig­urðs­syni, Guð­nýju Örnu Sveins­dótt­ur, Magn­úsi Guð­munds­syni og Skúla Þor­valds­syni sem Kjarn­inn birti í heild sinni í morg­un. Þar eru hin þrjú fyrst­nefndu meðal ann­ars ákærð fyrir fjár­drátt. Málið snýst um til­færslu á um átta millj­örðum króna úr sjóðum Kauþings til félags­ins Marple Hold­ing, í eigu Skúla, án þess að lög­mætar við­skipta­legar ákvarð­anir lægju þar að baki. Hin ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fang­elsi verði þau fundin sek. Þetta er í fjórða sinn sem emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara ákærir þá Hreiðar Má og Magn­ús. Enn eru nokkur mál í rann­sókn sem tengj­ast Kaup­þingi. Heim­ildir Kjarn­ans herma að meðal þess sem enn er verið að rann­saka séu fleiri mögu­leg fjárdrátt­ar­mál.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/1[/em­bed]

Hið upp­tæka eign rík­is­sjóðs nema aðrir vitji



Í ákærunni kemur fram að fund­ist hafi umtals­verðir fjár­munir í ýmsum erlendum fjár­mála­stofn­unum sem skráðir voru í eigu Skúla Þor­valds­sonar eða félaga hans. Ýmist var um að ræða eigna­söfn eða inn­stæð­ur. Eign­irnar voru frystar að beiðni emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara þann 3. júní 2011. Þegar eign­irnar voru síð­ast virtar var virði þeirra 46,7 millj­ónir evra, eða rúm­lega 7,2 millj­arðar króna.

Í ákærunni er gerð krafa um að Skúla og félögum hans verði gert að sæta upp­töku á þessum eignum með vísan til 69. greinar almennra hegn­ing­ar­laga. Sam­kvæmt þeirri grein skal hið upp­tæka vera eign rík­is­sjóðs. Þar segir hins vegar einnig: „Hafi ein­hver beðið tjón við brot­ið, skal hann þó eiga for­gang til and­virð­is­ins, ef bætur fást ekki á annan hátt“. Þrotabú Kaup­þings er klár­lega sá aðili sem hefur beðið tjón vegna brots­ins. Þrota­búið hefur hins vegar enn ekki gert til­kall til fjár­mun­anna. Það getur gert slíkt hvenær sem er, meira að segja eftir að dómur er fall­inn í mál­inu, en þangað til verða fjár­mun­irnir í eigu rík­is­sjóðs ef fall­ist verður á upp­töku­kröfu sér­staks sak­sókn­ara.

Auglýsing

Kaup­þing gerir raunar kröfu á sak­born­ing­anna sjálfa í mál­inu. Búið fer fram á að Hreiðar Már, Magn­ús, Guðný og Skúli verði dæmd til að greiða því sam­tals um 6,1 millj­arð króna, um 15,7 millj­ónir evra og tæp­lega 3,6 millj­ónir dala.

Millj­arðar milli­færðir á Skúla



Þótt Marple hafi verið í eigu Skúla þá var félagið með skráð aðsetur hjá Kaup­þingi í Lúx­em­borg, starfs­menn þess banka sátu í stjórnum þeirra félaga sem sátu í stjórn þess og Magnús Guð­munds­son, for­stjóri bank­ans, „hafði umsjón með Marple og ann­að­ist fjár­fest­ingar og fjár­sýslu fyrir hönd félags­ins,“ sam­kvæmt ákærunni. Þeim Hreið­ari Má, Magn­úsi og Guð­nýju Örnu er gefið að hafa fært fjár­muni, um átta millj­arða króna, úr sjóðum Kaup­þings til Marple án þess að lög­mætar við­skipta­legar ástæður lægju þar að baki. Þetta bætti fjár­hags­stöðu Marple um sömu upp­hæð.

Í fyrsta kafla ákærunnar eru Hreiðar Már og Guðný Arna ákærð fyrir fjár­drátt en þeir Magnús fyrir hlut­deild í slík­um. Skúli er ákærður aðal­lega fyrir hylm­ingu en til vara fyrir pen­inga­þvætti. Málið snýst um milli­færslu á rúm­lega þremur millj­örðum króna af reikn­ingi Kaup­þings þann 17. des­em­ber 2007 inn á reikn­ing Kaup­þing í Lúx­em­borg sem var síðan færð þann 28. des­em­ber inn á reikn­ing Marple Hold­ing S.A. SPF, sem er í eigu Skúla Þor­valds­son­ar.

Í öðrum kafla hennar eru sömu sakir settar fram gagn­vart sama fólk­inu. Nú snýst málið um tæp­lega 3,1 millj­arða króna milli­færslur sem fór sömu leið um mán­að­ar­mótin jún­í/júli 2008.

Í ákærunni seg­ir: „Ákærðu klæddu ein­hliða fjár­muna­færslur í bún­ing tví­hliða við­skipta milli Kaup­þings hf. og Marple og sköl voru útbúin eftir á sem ætlað var að sýna fram á að við­skipti hefðu átt sér stað[...]Þau gögn sem ákærðu útbjuggu vegna hinna til­búnu við­skipta höfðu þann eina til­gang að leyna hinu rétta eðli fjár­muna­færsln­annaog fela þannig auðg­un­ar­brot­in. Þrátt fyrir ítar­lega leit hafa samn­ing­ar, sem rétt­lætt gætu færsl­urn­ar, ekki fund­ist hjá Kaup­þing­i“.

Gefið að hafa keypt skulda­bréf lang yfir mark­aðsvirði



Í þriðja kafla ákærunnar er þeim Hreið­ari Má og Guð­nýju Örnu gefið af hafa framið umboðs­svik og Magn­úsi gefið að hafa átt hlut­deild í slíkum vegna við­skipta sem áttu sér stað 20. maí 2008. Skúli er ákærður fyrir hylm­ingu og til vara fyrir pen­inga­þvætti. Í þessum hluta eiga Hreiðar Már og Guðný Arna að hafa átt að mis­nota aðstöðu sína með því að láta Kapu­þing kaupa skulda­bréf útgefin af bank­anum sjálfum af Marple á nafn­verði bréf­anna að við­bættum áföllnum vöxtum fyrir um 57,5 millj­ónir evra og 45,4 millj­ónir dala. Sam­kvæmt ákæru var þetta kaup­verð „langt yfir mark­aðs­verði skulda­bréf­anna og ollu Kaup­þingi hf. með því fjár­tjón­i“.

Í ákærunni segir að Magnús hafi, að und­ir­lagi Hreið­ars Más, látið Kaup­þing í Lúx­em­borg kaupa þessi sömu skulda­bréf með miklum afföllum í apríl og maí 2008 en selja þau síðan til Marple á sama verði og þau voru keypt. Þegar Kaup­þing á Íslandi keypti svo skulda­bréfin aftur nokkrum dögum síðar sat mis­mun­ur­inn, hagn­að­ur­inn, eftir í Marp­le, félagi í eigu Skúla sem Magnús stýrði. Alls nam þessi hagn­aður tæpum 2,1 millj­arði króna miðað við gengið í maí 2008.

Málið verður þing­fest í hér­aðs­dómi Reykja­víkur í haust. Ákæruna má lesa í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None