Lögregla og sýslumaður rannsaka rekstur Austurs

16608353029_05c4736361_c.jpg
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og emb­ætti sýslu­manns  hafa rekstur skemmti- og veit­inga­stað­ar­ins Aust­urs, við Aust­ur­stræti 7 í Reykja­vík, til rann­sókn­ar. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans lýtur rann­sókn lög­reglu meðal ann­ars að því hvort ætluð sak­næm hátt­semi hafi átt sér stað í tengslum við rekstur einka­hluta­fé­lags­ins 101 Aust­ur­stræt­is, sem er skráður leyf­is­hafi fyrir rekstr­in­um, og þá skoðar emb­ætti sýslu­manns hvort núver­andi rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag brjóti gegn núgild­andi rekstr­ar­leyfi.

Harð­vít­ugar deilur innan eig­enda­hóps­insFor­sögu máls­ins má rekja til deilna í hlut­hafa­hópi 101 Aust­ur­strætis ehf. Haustið 2013 keypti fyr­ir­tækið Alfacom General Tra­d­ing ehf., í eigu Kamran Keiv­an­lou og Gholamhossein M. Shir­azi, helm­ings­hlut í 101 Aust­ur­stræti, sem á og rekur skemmti­stað­inn Aust­ur. Selj­endur voru fjöl­miðla­mað­ur­inn Ásgeir Kol­beins­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri, og félag í eigu Styrmis Þórs Braga­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra MP banka. Alfacom General keypti 25 pró­senta hlut af sitt hvorum aðil­an­um.

Fljót­lega eftir kaupin slett­ist upp á við­skipta­sam­bandið og hefur ásök­unum um fjár­mála­mis­ferli verið haldið á lofti. Deil­urnar í félag­inu leiddu til þess að Íslands­banki sagði upp banka­við­skiptum við félagið í lok nóv­em­ber eftir að lög­maður Alfacom hót­aði lög­banns­kröfu og Borgun sagði upp þjón­ustu­samn­ingi við 101 Aust­ur­stræti nokkrum dögum síð­ar. Með þessu varð félagið óstarf­hæft, en auk þessa hefur Íslands­banki kært umboðs­lausa úttekt eins stjórn­ar­manns af reikn­ingi félags­ins. Ásgeir og Styrmir Þór kröfð­ust þess að Íslands­banki opn­aði reikn­inga félags­ins á ný að við­lagðri hótun um skaða­bóta­mál, en höfðu ekki erindi sem erf­iði.

Nýtt einka­hluta­fé­lag stofnað um rekst­ur­innEins og áður segir er 101 Aust­ur­stræti ehf. leyf­is­hafi vegna rekst­urs skemmti­stað­ar­ins Aust­urs, og Ásgeir Kol­beins­son er titl­aður ábyrgð­ar­maður leyf­is­bréfs­ins. Þá er í gildi leigu­samn­ingur milli einka­hluta­fé­lags­ins og Eikar fast­eigna­fé­lags um leigu á fast­eign­inni að Aust­ur­stræti 7 til árs­ins 2029. Heim­ildir Kjarn­ans herma að sátt hafi náðst um það í eig­enda­hópnum að leggja niður rekstur Aust­urs tíma­bund­ið, þar til unnið hefði verið úr ágrein­ingn­um.

Sam­kvæmt vott­orði úr fyr­ir­tækja­skrá Rík­is­skatt­stjóra stofn­aði Ásgeir Kol­beins­son einka­hluta­fé­lagið Aust­ur­stræti 5 í lok jan­ú­ar, ásamt Vil­helm Pat­rick Bern­höft, sem er titl­aður sem fram­kvæmda­stjóri félags­ins. Það félag hefur nú tekið við rekstri Aust­urs, og sam­kvæmt kvitt­unum sem Kjarn­inn hefur undir höndum renna rekstr­ar­tekjur af staðnum nú til áður­nefnds félags.

Auglýsing

Lög­reglu­yf­ir­völdum ítrekað gert við­vartFor­svars­menn Alfacom hafa ítrekað bent lög­reglu­yf­ir­völdum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og emb­ætti sýslu­manns­ins í Reykja­vík á að nú fari með rekstur Aust­urs í full­komnu heim­ilda­leysi 101 Aust­ur­stræt­is, félag sem hvorki hafi til­skylin leyfi til rekst­urs­ins, meðal ann­ars vín­veit­inga­leyfi, né gild­andi leigu­samn­ing.

Í lögum um veit­inga­staði, gisti­staði og skemmt­ana­hald segir í 7. grein: „Hver sá sem hyggst stunda starf­semi sem fellur undir lög þessi skal hafa til þess rekstr­ar­leyfi útgefið af leyf­is­veit­anda. Í rekstr­ar­leyfi getur falist leyfi til sölu gist­ingar og/eða veit­ingar og sölu veit­inga, hvort sem er í mat eða drykk, bæði áfengra og óáfengra, og/eða útleigu sam­komu­sala í atvinnu­skyn­i.“

Tals­maður hjá emb­ætti sýslu­manns stað­festi við Kjarn­ann að emb­ætt­inu hafi borist áður­nefndar ábend­ing­ar, og að engin breyt­ing hafi orðið á leyf­is­hafa vegna rekst­urs Aust­urs. Félagið 101 Aust­ur­stræti sé enn skráður leyf­is­hafi fyrir rekstr­in­um.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans sann­reynir nú lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hvort rekstr­ar­tekjur Aust­urs renna til einka­hluta­fé­lags­ins Aust­ur­stræti 5, og hvort sú ráð­stöfun varði við lög. Þá stað­festir lög­reglan að kæra hafi borist í mál­inu. Þar er um að ræða kæru for­svars­manna Alfacom á hendur Ásgeiri Kol­beins­syni og Styrmi Þór Braga­syni vegna núver­andi rekstr­ar­fyr­ir­komu­lags. Þá skoðar sýslu­mað­ur­inn í Reykja­vík hvort núver­andi rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag brjóti í bága við núgild­andi rekstr­ar­leyfi, að því er heim­ildir Kjarn­ans herma.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None