Lögregla og sýslumaður rannsaka rekstur Austurs

16608353029_05c4736361_c.jpg
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og emb­ætti sýslu­manns  hafa rekstur skemmti- og veit­inga­stað­ar­ins Aust­urs, við Aust­ur­stræti 7 í Reykja­vík, til rann­sókn­ar. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans lýtur rann­sókn lög­reglu meðal ann­ars að því hvort ætluð sak­næm hátt­semi hafi átt sér stað í tengslum við rekstur einka­hluta­fé­lags­ins 101 Aust­ur­stræt­is, sem er skráður leyf­is­hafi fyrir rekstr­in­um, og þá skoðar emb­ætti sýslu­manns hvort núver­andi rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag brjóti gegn núgild­andi rekstr­ar­leyfi.

Harð­vít­ugar deilur innan eig­enda­hóps­insFor­sögu máls­ins má rekja til deilna í hlut­hafa­hópi 101 Aust­ur­strætis ehf. Haustið 2013 keypti fyr­ir­tækið Alfacom General Tra­d­ing ehf., í eigu Kamran Keiv­an­lou og Gholamhossein M. Shir­azi, helm­ings­hlut í 101 Aust­ur­stræti, sem á og rekur skemmti­stað­inn Aust­ur. Selj­endur voru fjöl­miðla­mað­ur­inn Ásgeir Kol­beins­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri, og félag í eigu Styrmis Þórs Braga­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra MP banka. Alfacom General keypti 25 pró­senta hlut af sitt hvorum aðil­an­um.

Fljót­lega eftir kaupin slett­ist upp á við­skipta­sam­bandið og hefur ásök­unum um fjár­mála­mis­ferli verið haldið á lofti. Deil­urnar í félag­inu leiddu til þess að Íslands­banki sagði upp banka­við­skiptum við félagið í lok nóv­em­ber eftir að lög­maður Alfacom hót­aði lög­banns­kröfu og Borgun sagði upp þjón­ustu­samn­ingi við 101 Aust­ur­stræti nokkrum dögum síð­ar. Með þessu varð félagið óstarf­hæft, en auk þessa hefur Íslands­banki kært umboðs­lausa úttekt eins stjórn­ar­manns af reikn­ingi félags­ins. Ásgeir og Styrmir Þór kröfð­ust þess að Íslands­banki opn­aði reikn­inga félags­ins á ný að við­lagðri hótun um skaða­bóta­mál, en höfðu ekki erindi sem erf­iði.

Nýtt einka­hluta­fé­lag stofnað um rekst­ur­innEins og áður segir er 101 Aust­ur­stræti ehf. leyf­is­hafi vegna rekst­urs skemmti­stað­ar­ins Aust­urs, og Ásgeir Kol­beins­son er titl­aður ábyrgð­ar­maður leyf­is­bréfs­ins. Þá er í gildi leigu­samn­ingur milli einka­hluta­fé­lags­ins og Eikar fast­eigna­fé­lags um leigu á fast­eign­inni að Aust­ur­stræti 7 til árs­ins 2029. Heim­ildir Kjarn­ans herma að sátt hafi náðst um það í eig­enda­hópnum að leggja niður rekstur Aust­urs tíma­bund­ið, þar til unnið hefði verið úr ágrein­ingn­um.

Sam­kvæmt vott­orði úr fyr­ir­tækja­skrá Rík­is­skatt­stjóra stofn­aði Ásgeir Kol­beins­son einka­hluta­fé­lagið Aust­ur­stræti 5 í lok jan­ú­ar, ásamt Vil­helm Pat­rick Bern­höft, sem er titl­aður sem fram­kvæmda­stjóri félags­ins. Það félag hefur nú tekið við rekstri Aust­urs, og sam­kvæmt kvitt­unum sem Kjarn­inn hefur undir höndum renna rekstr­ar­tekjur af staðnum nú til áður­nefnds félags.

Auglýsing

Lög­reglu­yf­ir­völdum ítrekað gert við­vartFor­svars­menn Alfacom hafa ítrekað bent lög­reglu­yf­ir­völdum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og emb­ætti sýslu­manns­ins í Reykja­vík á að nú fari með rekstur Aust­urs í full­komnu heim­ilda­leysi 101 Aust­ur­stræt­is, félag sem hvorki hafi til­skylin leyfi til rekst­urs­ins, meðal ann­ars vín­veit­inga­leyfi, né gild­andi leigu­samn­ing.

Í lögum um veit­inga­staði, gisti­staði og skemmt­ana­hald segir í 7. grein: „Hver sá sem hyggst stunda starf­semi sem fellur undir lög þessi skal hafa til þess rekstr­ar­leyfi útgefið af leyf­is­veit­anda. Í rekstr­ar­leyfi getur falist leyfi til sölu gist­ingar og/eða veit­ingar og sölu veit­inga, hvort sem er í mat eða drykk, bæði áfengra og óáfengra, og/eða útleigu sam­komu­sala í atvinnu­skyn­i.“

Tals­maður hjá emb­ætti sýslu­manns stað­festi við Kjarn­ann að emb­ætt­inu hafi borist áður­nefndar ábend­ing­ar, og að engin breyt­ing hafi orðið á leyf­is­hafa vegna rekst­urs Aust­urs. Félagið 101 Aust­ur­stræti sé enn skráður leyf­is­hafi fyrir rekstr­in­um.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans sann­reynir nú lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hvort rekstr­ar­tekjur Aust­urs renna til einka­hluta­fé­lags­ins Aust­ur­stræti 5, og hvort sú ráð­stöfun varði við lög. Þá stað­festir lög­reglan að kæra hafi borist í mál­inu. Þar er um að ræða kæru for­svars­manna Alfacom á hendur Ásgeiri Kol­beins­syni og Styrmi Þór Braga­syni vegna núver­andi rekstr­ar­fyr­ir­komu­lags. Þá skoðar sýslu­mað­ur­inn í Reykja­vík hvort núver­andi rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag brjóti í bága við núgild­andi rekstr­ar­leyfi, að því er heim­ildir Kjarn­ans herma.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None