Makrílkvóta úthlutað til sex ára samkvæmt drögum að frumvarpi

sigurduringijohanns.jpg
Auglýsing

Full­trúar rík­is­stjórn­ar­innar hitt­ust í gær á fundi til að leggja loka­hönd á nýtt frum­varp um mak­ríl­veiðar og frum­varp um breyt­ingar á veiði­gjöld­um. Lík­legt þykir að frum­vörpin verði kynnt í rík­is­stjórn og þing­flokkum stjórn­ar­flokk­anna í dag. Sam­kvæmt drögum að mak­ríl­frum­varp­inu verður mak­ríl­kvót­inn ekki gef­inn til fram­búðar í þessu skrefi, heldur úthlutað tíma­bundið til sex ára. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu.

Í nýlegri frétta­skýr­ingu Kjarn­ans kom fram að virði mak­ríl­kvót­ans geti verið allt að 150-170 millj­arðar króna. Því eru miklir fjár­hags­legir hags­munir í húfi fyrir almenn­ing og þær útgerðir sem veiða mak­ríl. Það er Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sem leggur fram frum­vörp­in.

Við­bót­ar­veiði­gjald á mak­ríl á að skila rík­is­sjóði 1,5 millj­arðiÍ frétt blaðs­ins segir að meðal þess sem var í drögum að mak­ríl­frum­varp­inu var að við­bót­ar­veiði­gjald verði lagt á mak­ríl, tíu krónur á hvert veitt kíló. Það mun skila rík­is­sjóði 1,5 millj­arði króna í við­bót­ar­tekjur miðað við 150 þús­und króna mak­ríl­kvóta. Veiði­gjald á mak­ríl verður þá hærra en á þorski.

Sam­kvæmt Morg­un­blað­inu mun vera uggur í mak­ríl­út­gerðum vegna þess­arra hug­mynda þar sem þær ótt­ast versn­andi afkomu vegna aðstæðna á mörk­uðum í Aust­ur-­Evr­ópu.

Auglýsing

Skipt­ing mak­ríl­kvót­ans milli hinna ýmsa flokka skipa og veið­ar­færa verður í stórum dráttum eins og hún hefur verið frá 2011. Eina breyt­ingin þar verður sú að lagt verður til að fimm pró­sent mak­ríl­kvót­ans fari til þeirra sem hófu að frysta mak­ríl fyrir árið 2010, en á þeim tíma fór stór hluti afl­ans í bræðslu.

Úthlutað til sex ára, ekki var­an­legaÞá segir Morg­un­blaðið að rætt hafi verið um að afla­hlut­deild í mak­ríl verði úthlutað tíma­bundið til sex ára, ólíkt því sem gildir með afla­hlut­deild í öðrum fisk­teg­und­um. Mak­ríl­kvót­inn verður því ekki gefin til fram­búð­ar, að minnsta kosti ekki í þessu skrefi. Frum­varpið gerir ráð fyrir því að smá­bátar fái að veiða fimm pró­sent af mak­ríl­kvót­an­um.

Frestur til að leggja fram ný þing­mál sem eiga að kom­ast á dag­skrá á vor­þingi rennur út á morg­un.

Mak­ríll ver­mætasta teg­undin sem bætt hefur verið inn í kerfiðVeiðar og vinnsla á mak­ríl er ein skýr­ingin á góðri afkomu stóru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna sem hafa lagt stund á mak­ríl­veiðar á síð­ustu árum. Mak­ríll veidd­ist fyrst sem með­afli á síld­veiðum en svo smám saman jókst magn hans innan lög­sög­unn­ar, og hefur mak­ríll­inn verið mikil himna­send­ing fyrir íslenska hag­kerfið frá hruni fjár­mála­kerf­is­ins og krón­unn­ar.

Frá því kvóta­kerfið var sett á lagg­irnar árið 1984 hefur svo verð­mæt teg­und sem mak­ríll­inn aug­ljós­lega er ekki bæst við inní kerf­ið.

Samn­ingar um mak­ríl­veiðar hafa ennþá ekki náðst fram á milli þjóð­anna í N-Atl­ants­hafi eins og þekkt er.  Þrátt fyrir þetta hefur fær­eyska heima­stjórnin boðið út hluta af sínum mak­ríl­kvóta til leigu til árs í senn. Græn­lenska heima­stjórnin hefur umtals­verðar tekjur af sínum mak­ríl­kvóta og rukka ákveðna krónu­tölu á hvert veitt kíló.

Virði kvót­ans 150-170 millj­arðarÁ núver­andi fisk­veiði­ári er þorskígild­is­stuð­ull­inn fyrir mak­ríl 0,41.  Stuð­ull­inn hefur farið hækk­andi á síð­ustu árum enda er mak­ríll verð­mæt teg­und og stærstur hluti nýttur til mann­eld­is. Þetta hefur skilað sér í afburða góðri afkomu fyr­ir­tækja sem veiða, vinna og selja mak­ríl á alþjóða­mark­að.

Til sam­an­burðar er stuð­ull­inn fyrir kolmuna 0,10 og 0,29 fyrir norsk-­ís­lenska síld.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er verð á þorsk­kvóta um það bil 2.500 kr/kg í nýlegum við­skipt­um.  Miðað við þessar for­sendur er ein­falt að finna út að verð­mæti mak­ríl­kvót­ans, ef hann verður úthlut­aður var­an­lega án end­ur­gjalds til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna, gæti verið á bil­inu 150 til 170 millj­arð­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None