Makrílkvóta úthlutað til sex ára samkvæmt drögum að frumvarpi

sigurduringijohanns.jpg
Auglýsing

Full­trúar rík­is­stjórn­ar­innar hitt­ust í gær á fundi til að leggja loka­hönd á nýtt frum­varp um mak­ríl­veiðar og frum­varp um breyt­ingar á veiði­gjöld­um. Lík­legt þykir að frum­vörpin verði kynnt í rík­is­stjórn og þing­flokkum stjórn­ar­flokk­anna í dag. Sam­kvæmt drögum að mak­ríl­frum­varp­inu verður mak­ríl­kvót­inn ekki gef­inn til fram­búðar í þessu skrefi, heldur úthlutað tíma­bundið til sex ára. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu.

Í nýlegri frétta­skýr­ingu Kjarn­ans kom fram að virði mak­ríl­kvót­ans geti verið allt að 150-170 millj­arðar króna. Því eru miklir fjár­hags­legir hags­munir í húfi fyrir almenn­ing og þær útgerðir sem veiða mak­ríl. Það er Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sem leggur fram frum­vörp­in.

Við­bót­ar­veiði­gjald á mak­ríl á að skila rík­is­sjóði 1,5 millj­arðiÍ frétt blaðs­ins segir að meðal þess sem var í drögum að mak­ríl­frum­varp­inu var að við­bót­ar­veiði­gjald verði lagt á mak­ríl, tíu krónur á hvert veitt kíló. Það mun skila rík­is­sjóði 1,5 millj­arði króna í við­bót­ar­tekjur miðað við 150 þús­und króna mak­ríl­kvóta. Veiði­gjald á mak­ríl verður þá hærra en á þorski.

Sam­kvæmt Morg­un­blað­inu mun vera uggur í mak­ríl­út­gerðum vegna þess­arra hug­mynda þar sem þær ótt­ast versn­andi afkomu vegna aðstæðna á mörk­uðum í Aust­ur-­Evr­ópu.

Auglýsing

Skipt­ing mak­ríl­kvót­ans milli hinna ýmsa flokka skipa og veið­ar­færa verður í stórum dráttum eins og hún hefur verið frá 2011. Eina breyt­ingin þar verður sú að lagt verður til að fimm pró­sent mak­ríl­kvót­ans fari til þeirra sem hófu að frysta mak­ríl fyrir árið 2010, en á þeim tíma fór stór hluti afl­ans í bræðslu.

Úthlutað til sex ára, ekki var­an­legaÞá segir Morg­un­blaðið að rætt hafi verið um að afla­hlut­deild í mak­ríl verði úthlutað tíma­bundið til sex ára, ólíkt því sem gildir með afla­hlut­deild í öðrum fisk­teg­und­um. Mak­ríl­kvót­inn verður því ekki gefin til fram­búð­ar, að minnsta kosti ekki í þessu skrefi. Frum­varpið gerir ráð fyrir því að smá­bátar fái að veiða fimm pró­sent af mak­ríl­kvót­an­um.

Frestur til að leggja fram ný þing­mál sem eiga að kom­ast á dag­skrá á vor­þingi rennur út á morg­un.

Mak­ríll ver­mætasta teg­undin sem bætt hefur verið inn í kerfiðVeiðar og vinnsla á mak­ríl er ein skýr­ingin á góðri afkomu stóru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna sem hafa lagt stund á mak­ríl­veiðar á síð­ustu árum. Mak­ríll veidd­ist fyrst sem með­afli á síld­veiðum en svo smám saman jókst magn hans innan lög­sög­unn­ar, og hefur mak­ríll­inn verið mikil himna­send­ing fyrir íslenska hag­kerfið frá hruni fjár­mála­kerf­is­ins og krón­unn­ar.

Frá því kvóta­kerfið var sett á lagg­irnar árið 1984 hefur svo verð­mæt teg­und sem mak­ríll­inn aug­ljós­lega er ekki bæst við inní kerf­ið.

Samn­ingar um mak­ríl­veiðar hafa ennþá ekki náðst fram á milli þjóð­anna í N-Atl­ants­hafi eins og þekkt er.  Þrátt fyrir þetta hefur fær­eyska heima­stjórnin boðið út hluta af sínum mak­ríl­kvóta til leigu til árs í senn. Græn­lenska heima­stjórnin hefur umtals­verðar tekjur af sínum mak­ríl­kvóta og rukka ákveðna krónu­tölu á hvert veitt kíló.

Virði kvót­ans 150-170 millj­arðarÁ núver­andi fisk­veiði­ári er þorskígild­is­stuð­ull­inn fyrir mak­ríl 0,41.  Stuð­ull­inn hefur farið hækk­andi á síð­ustu árum enda er mak­ríll verð­mæt teg­und og stærstur hluti nýttur til mann­eld­is. Þetta hefur skilað sér í afburða góðri afkomu fyr­ir­tækja sem veiða, vinna og selja mak­ríl á alþjóða­mark­að.

Til sam­an­burðar er stuð­ull­inn fyrir kolmuna 0,10 og 0,29 fyrir norsk-­ís­lenska síld.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er verð á þorsk­kvóta um það bil 2.500 kr/kg í nýlegum við­skipt­um.  Miðað við þessar for­sendur er ein­falt að finna út að verð­mæti mak­ríl­kvót­ans, ef hann verður úthlut­aður var­an­lega án end­ur­gjalds til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna, gæti verið á bil­inu 150 til 170 millj­arð­ar.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None