Mál BHM gegn íslenska ríkinu flutt í Hæstarétti í fyrramálið klukkan 9

10016478853_09ac32d1c1_z.jpg
Auglýsing

Mál Banda­lags háskóla­manna (BHM) gegn rík­inu, um hvort heim­ilt hafi verið að setja lög á verk­fall banda­lags­ins, verður flutt í Hæsta­rétti á morgun 10. ágúst klukkan 9:00. Þetta hefur Hæsti­réttur stað­fest sam­kvæmt til­kynn­ingu frá BHM.

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur sýkn­aði þann 15. júlí íslenska ríkið af kröfum  BHM og var það nið­ur­staða hér­aðs­dóms að rík­inu hafi ver­ið heim­ilt að setja lög á verk­fall félaga BHM. Lög þess efnis voru sam­þykkt í júní, eftir um tíu vikna verk­falls­að­gerðir ákveð­inna félaga innan BHM og langar kjara­við­ræður án nið­ur­stöðu. Nið­ur­stöð­unni var áfrýjað til Hæsta­rétt­ar. Þar verður málið flutt í fyrra­mál­ið.

Dómur hér­aðs­dóms  í mál­inu var birtur um miðjan júlí. „Var það nið­ur­staða dóms­ins að ekki væru komin fram nægj­an­lega veiga­mikil rök til að líta svo á að lög­gjaf­inn hafi með laga­setn­ing­unni gengið lengra í þá átt að skerða frelsi deilu­að­ila til að ná kjara­samn­ingum en nauð­syn­legt var til að ná fram yfir­lýstum mark­miðum sínum til að tryggja almanna­heill,“ segir í nið­ur­stöðukafla dóms hér­aðs­dóms.

Auglýsing

BHM telur að þau lög sem stjórn­völd settu á verk­falls­að­gerðir stétt­ar­fé­laga BHM hafi verið ólög­mæt. Í stefnu BHM gegn íslenska rík­inu segir að engin rök hafi verið færð fram sem sýni fram á neyð­ar­stöðu vegna verk­falls­að­gerða og að svo virð­ist sem geð­þótta­á­kvörðun hafi ráðið því að lög hafi verið sett sem banna verk­föll stétt­ar­fé­laga BHM.

Kjara­deilu aðild­ar­fé­laga BHM var vísað til rík­is­sátta­semj­ara í lok mars síð­ast­liðn­um. Haldnir voru 24 fundir sem báru ekki árang­ur. Þann 13. júní síð­ast­lið­inn voru sam­þykkt lög á Alþingi sem bönn­uðu verk­föll Félags geisla­fræð­inga, Félags líf­einda­fræð­inga, Ljós­mæðra­fé­lagss Íslands, Félags íslenskra nátt­úru­fræð­inga, Stétt­ar­fé­lags lög­fræð­inga hjá Sýslu­mann­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Stétt­ar­fé­lags háskóla­manna á mat­væla- og nær­inga­sviði, Dýra­lækn­inga­fé­lags Íslands hjá Mat­væla­stofnun og Félags háskóla­mennt­aðra starfs­manna ­Stjórn­ar­ráðs­ins hjá Fjár­sýslu rík­is­ins.

Þegar lög voru sett höfðu verk­falls­að­gerðir staðið yfir í á þriðja mán­uð. „Að mati stefn­anda felur setn­ing laga 31/2015 í sér ólög­mætt inn­grip í starf­semi frjáls­ra, lög­legra félags­sam­taka og leitar því full­tingis dóm­stóla til að fá hlut félaga sinn rétt­an,“ segir í stefnu BHM.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None