Marel verðmetið á átta prósent yfir skráðu gengi

marel12.jpg
Auglýsing

Hag­fræði­deild Lands­bank­ans verð­metur Marel á 0,93 evr­ur, eða 143,6 krónur á hlut, sem er átta pró­sent yfir skráðu gengi félags­ins þann 16. des­em­ber 2014, en þá var það 133 krónur á hlut. Það sem helst er talið vinna með félag­inu, horft fram á næsta ár, eru hrá­vöru­verð­lækk­an­ir, efna­hags­bati í Banda­ríkj­un­um, ódýrt láns­fjár­magn í heim­inum og end­ur­nýj­un­ar­þörf við­skipta­vina félags­ins.

Á þremur mán­uðum hefur mark­aðsvirði Marel hækkað um 35 pró­sent, og hefur afkoma félags­ins verið yfir væt­ingum grein­enda.

Hag­fræði­deildin býst við því að árið 2015 verði gott ár fyrir Mar­el. „Við gerum ráð fyrir 12 pró­sent tekju­vexti á næsta ári og að EBIT árs­ins verði 62,4 millj­ónir evra. Við áætlum tíu millj­ónir evra í ein­skiptis­kostnað í sam­ræmi við áætlun félags­ins sjálfs og því er leið­rétt EBIT fyrir árið 2015 72,4 millj­ónir evr­a,“ segir meðal ann­ars í verð­mat­inu, og rök­stuðn­ingi fyrir hluta­bréfa­ráð­gjöf­inni. Ráð­gjöf hag­fræði­deild­ar­innar er að halda bréf­un­um.

Auglýsing

Sjá má verð­matið í heild sinni hér að neð­an.

Hag­fræði­deild Lands­bank­ans - Verð­mat - Marel 17.des­em­ber 2014 (1)

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None