Margrét Gísladóttir, sem var aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og hefur undanfarið starfað sem sérstakur ráðgjafi í forsætisráðuneytinu, hefur sagt upp störfum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Margrétar.
Margrét var ráðin sem aðstoðarmaður Gunnars Braga skömmu eftir kosningar vorið 2013. Í mars í fyrra var tilkynnt að hún hefði verið færð yfir í forsætisráðuneytið tímabundið til að sinna sérverkefnum á sviði upplýsingamála. Hún hefur starfað þar síðan þá.
Auglýsing