Margrét Marteinsdóttir kjörin stjórnarformaður Bjartrar framtíðar

GsteinogMargMart.jpg
Auglýsing

Mar­grét Mart­eins­dóttir hefur verið kjörin stjórn­ar­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar. Hún tekur við hlut­verk­inu af Heiðu Krist­ínu Helga­dóttur sem ákvað að hætta afskiptum af stjórn­málum seint á síð­asta ári og réði sig nýverið til 365 miðla. Stjórn­ar­for­maður er annar for­maður flokks­ins. Í hinu for­manns­sæt­inu situr Guð­mundur Stein­gríms­son þing­mað­ur.

Kjör Mar­grét­ar ­fór fram á auka­árs­fundi flokks­ins á Akra­nesi og hlaut Mar­grét 53 pró­sent greiddra atkvæða, en gjald­keri og vara­þing­maður flokks­ins, Bryn­hildur S. Björns­dóttir var einnig í fram­boði. Stjórn­ar­for­maður stýrir stjórn Bjartrar fram­tíðar sem telur 80 manns, hefur umsjón með mál­efna­starfi flokks­ins og er tengiliður stjórnar við sveit­ar­stjórn­ar­fram­boð.

Í til­kynn­ingu frá flokknum segir að Mar­grét sé 43 ára, býr í Reykja­vík og starfar sem vert á Kaffi­húsi Vest­ur­bæj­ar. Hún vann í 16 ár á Rík­is­út­varp­inu, lengst af sem frétta­kona en starf­aði þar einnig við dag­skrár­gerð um ára­bil auk þess að vera vara­f­rétta­stjóri og dag­skrár­gerð­ar­stjóri á Rás 1 og Rás 2. Fyrir þann tíma vann hún að mestu við aðhlynn­ingu á hjúkr­un­ar­heim­il­um, lengst af á Grund. Hún hefur starfað með Bjartri fram­tíð síðan fyrir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar þar sem hún var í fram­boði í Reykja­vík.

Auglýsing

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None