Lagið Unbroken, flutt af Maríu Ólafsdóttur, sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins og verður fulltrúi Íslands í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Vín í maí næstkomandi.
Lögin Once Again, flutt af Friðriki Dór Jónssyni, og Unbroken, flutt af Maríu Ólafsdóttur komust í úrslit Söngvakeppninnar 2015, sem lauk rétt í þessu í Háskólabíói. Keppnin var einnig í beinni útsendingu á RÚV. Bæði lögin sem komust í úrslit eru samin af Stop Wait Go hópnum. Þeir voru því að keppa við sjálfan sig. Í fyrri hluta keppninar giltu atkvæði dómnendar, sem Einar Bárðason veitir forstöðu, til hálfs á móti símakosningu þjóðarinnar.
Í síðari hlutanum kepptu lögin tvö hins vegar við hvort annað í svokölluðu einvígi um hylli þjóðarinnar og þar gilti símakosningin ein. Þar varð Unbroken hlutskarpast mun því verða fulltrúi Íslands í í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Vín í maí næstkomandi.
Myndbönd af lögunum tveimur sem háðu úrslitaeinvígi má sjá hér að neðan.
http://youtu.be/xeL4gBbHhB0
http://youtu.be/1X7yZODQqrA