Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings: Sjö af níu dæmdir til refsingar

h_01514355.jpg
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, Sig­urður Ein­ars­son, Ingólfur Helga­son, Einar Pálmi Sig­munds­son, Birnir Sær Björns­son, Pétur Krist­inn Guð­munds­son og Bjarki H. Diego voru allir dæmdir sekir í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings í hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag. Tveimur liðum ákæru á hendur Magn­úsi Guð­munds­syni var vísað frá en að öðru leyti var hann sýkn­aður af þeim sökum sem á hann voru born­ar. Björk Þór­ar­ins­dóttir var einnig sýknuð í mál­inu. Eng­inn sak­born­ingur var við­staddur upp­kvaðn­ingu dóms­ins.

Hreið­ari Má var ekki gerð frek­ari refs­ing, en hann afplánar nú þegar fimm og hálfs árs fang­els­is­dóm vegna Al Than­i-­máls­ins svo­kall­aða. Sig­urður Ein­ars­son fékk eins árs hegn­ing­ar­auka við þann fjög­urra ára dóm sem hann hlaut í Al Thani- mál­inu. Ingólfur Helga­son hlaut þyngsta dóminn, fjög­urra og hálfs árs fang­elsi að frá­dregnu gæslu­varð­haldi sem hann sætti á sínum tíma. Bjarki H. Diego hlaut tveggja og hálfs árs dóm, Einar Pálmi tveggja ára skil­orðs­bund­inn dóm og Birnir Sær og Pétur Krist­inn fengu báðir 18 mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm.

Magnús Guð­munds­son og Björk Þór­ar­ins­dóttir voru, líkt og áður sagði, sýknuð af þeim ákærum sem á þau voru bornar auk þess sem tveimur ákæru­liðum á hendur Magn­úsi var vísað frá. Dóm­ur­inn í mál­inu er 96 blað­síður að lengd.

Auglýsing

Farið var fram á að refsirammi yrði full­nýtturÍ mál­inu var hinum ákærðu, sem eru alls níu tals­ins, gefið að sök að hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hluta­bréfa í Kaup­þingi, frá hausti 2007 og fram að falli bank­ans haustið 2008, og aukið selj­an­leika þeirra með „kerf­is­bundn­um“ og „stór­felld­um“ kaup­um, eins og segir í ákæru, í krafti fjár­hags­legs styrks bank­ans. ­Stærð og umfang máls­ins á sér ekki hlið­stæðu hér á landi. Aðal­með­ferð þess tók 22 daga og yfir 50 manns voru kall­aðir til­ ­sem vitn­i á meðan að hún stóð yfir. Fimm vikur eru síðan að aðal­með­ferð­inni lauk og málið lagt í dóm.

Þau níu sem voru ákærð eru Sig­urður Ein­ars­son, fyrrum starf­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, Ingólfur Helga­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings á Íslandi, Bjarki Diego, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri útlána, Einar Pálmi Sig­munds­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri eigin við­skipta Kaup­þings, Pétur Freyr Guð­mars­son, fyrr­ver­andi starfs­maður eigin við­skipta, Birnir Sær Björns­son, fyrr­ver­andi starfs­maður eigin við­skipta, og Björk Þór­ar­ins­dótt­ir, sem sæti átti í lána­nefnd Kaup­þings.

Við aðal­með­ferð máls­ins fór Björn Þor­valds­son, sak­sókn­ari hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara sem flutti mál­ið, fram á að refsiramm­inn fyrir mark­aðs­mis­notk­un­ar­brot yrði full­nýttur auk þess sem tekið yrði til­lit til 72. greinar almennra hegn­ing­ar­laga um aukna refs­ingu þegar hér­að­dómur fellir dóma yfir Hreið­ari Má Sig­urðs­syni, Sig­urði Ein­ars­syni og Ingólfi Helga­syni í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings. Það þýðir að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara fór fram á að þeir myndu allir fá níu ára fang­els­is­dóma.

Verjendur hluta sakborninga í málinu skömmu fyrir dómsuppkvaðningu í dag. Verj­endur hluta sak­born­inga í mál­inu skömmu fyrir dóms­upp­kvaðn­ingu í dag.

Þrír sak­born­inga sitja þegar inniÞrír sak­born­ing­anna í mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu voru dæmdir til þungrar refs­ingar í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða í febr­ú­ar. ­Sig­urð­ur, Hreiðar Már og Magnús voru þá allir dæmdir sekir, ásamt Ólafi Ólafs­syni, sem átti tæp­lega tíu pró­sent hlut í Kaup­þingi fyrir fall hans. Hreiðar Már fékk fimm og hálfs árs fang­elsi, Sig­urður fjögur ár, Ólafur og Magn­ús ­fjögur og hálft ár. Þeir afplána nú allir dóma sína í opna fang­els­inu á Kvía­bryggju.

Hreið­ar, Magnús og Sig­urður eru einnig ákærðir í CLN-­mál­in­u en þar er þeim gefið að sök að hafa mis­notað stöðu sína sem stjórn­endur bank­ans í lán­veit­ingum til nokk­urra félaga ­sem voru í eigu við­skipta­vina bank­ans. Lánin voru svo notuð til að kaupa skulda­trygg­ingar á Kaup­þing banka, eða svokölluð Credit Lin­ked Not­es, ­með það að mark­miði að lækka álagið og freista þess að opna fyrir fjár­veit­ingar til bank­ans á mark­aði.

Þriðja málið sem er fyrir dóm­stól­um, og bein­ist að Kaup­þings­stjórn­end­um, er Marp­le-­mál­ið svo­nefnda, en Hreiðar Már og Magnús eru ákærðir í því ásamt Guð­nýju Örnu Sveins­dótt­ur, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra bank­ans, og Skúla Þor­valds­syni, fjár­festi og fyrr­ver­andi stórs hlut­hafa Kaup­þings. Ákært er fyrir fjár­drátt, þegar færðir vor­u átta millj­arðar króna úr sjóðum Kaup­þings til félags­ins Marp­le, sem var í eigu Skúla Þor­valds­son­ar, án þess að heim­ild væri fyrir því. Aðal­með­ferð þess fer fram í sept­em­ber næst­kom­andi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None