Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings: Sjö af níu dæmdir til refsingar

h_01514355.jpg
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, Sig­urður Ein­ars­son, Ingólfur Helga­son, Einar Pálmi Sig­munds­son, Birnir Sær Björns­son, Pétur Krist­inn Guð­munds­son og Bjarki H. Diego voru allir dæmdir sekir í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings í hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag. Tveimur liðum ákæru á hendur Magn­úsi Guð­munds­syni var vísað frá en að öðru leyti var hann sýkn­aður af þeim sökum sem á hann voru born­ar. Björk Þór­ar­ins­dóttir var einnig sýknuð í mál­inu. Eng­inn sak­born­ingur var við­staddur upp­kvaðn­ingu dóms­ins.

Hreið­ari Má var ekki gerð frek­ari refs­ing, en hann afplánar nú þegar fimm og hálfs árs fang­els­is­dóm vegna Al Than­i-­máls­ins svo­kall­aða. Sig­urður Ein­ars­son fékk eins árs hegn­ing­ar­auka við þann fjög­urra ára dóm sem hann hlaut í Al Thani- mál­inu. Ingólfur Helga­son hlaut þyngsta dóminn, fjög­urra og hálfs árs fang­elsi að frá­dregnu gæslu­varð­haldi sem hann sætti á sínum tíma. Bjarki H. Diego hlaut tveggja og hálfs árs dóm, Einar Pálmi tveggja ára skil­orðs­bund­inn dóm og Birnir Sær og Pétur Krist­inn fengu báðir 18 mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm.

Magnús Guð­munds­son og Björk Þór­ar­ins­dóttir voru, líkt og áður sagði, sýknuð af þeim ákærum sem á þau voru bornar auk þess sem tveimur ákæru­liðum á hendur Magn­úsi var vísað frá. Dóm­ur­inn í mál­inu er 96 blað­síður að lengd.

Auglýsing

Farið var fram á að refsirammi yrði full­nýtturÍ mál­inu var hinum ákærðu, sem eru alls níu tals­ins, gefið að sök að hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hluta­bréfa í Kaup­þingi, frá hausti 2007 og fram að falli bank­ans haustið 2008, og aukið selj­an­leika þeirra með „kerf­is­bundn­um“ og „stór­felld­um“ kaup­um, eins og segir í ákæru, í krafti fjár­hags­legs styrks bank­ans. ­Stærð og umfang máls­ins á sér ekki hlið­stæðu hér á landi. Aðal­með­ferð þess tók 22 daga og yfir 50 manns voru kall­aðir til­ ­sem vitn­i á meðan að hún stóð yfir. Fimm vikur eru síðan að aðal­með­ferð­inni lauk og málið lagt í dóm.

Þau níu sem voru ákærð eru Sig­urður Ein­ars­son, fyrrum starf­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, Ingólfur Helga­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings á Íslandi, Bjarki Diego, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri útlána, Einar Pálmi Sig­munds­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri eigin við­skipta Kaup­þings, Pétur Freyr Guð­mars­son, fyrr­ver­andi starfs­maður eigin við­skipta, Birnir Sær Björns­son, fyrr­ver­andi starfs­maður eigin við­skipta, og Björk Þór­ar­ins­dótt­ir, sem sæti átti í lána­nefnd Kaup­þings.

Við aðal­með­ferð máls­ins fór Björn Þor­valds­son, sak­sókn­ari hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara sem flutti mál­ið, fram á að refsiramm­inn fyrir mark­aðs­mis­notk­un­ar­brot yrði full­nýttur auk þess sem tekið yrði til­lit til 72. greinar almennra hegn­ing­ar­laga um aukna refs­ingu þegar hér­að­dómur fellir dóma yfir Hreið­ari Má Sig­urðs­syni, Sig­urði Ein­ars­syni og Ingólfi Helga­syni í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings. Það þýðir að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara fór fram á að þeir myndu allir fá níu ára fang­els­is­dóma.

Verjendur hluta sakborninga í málinu skömmu fyrir dómsuppkvaðningu í dag. Verj­endur hluta sak­born­inga í mál­inu skömmu fyrir dóms­upp­kvaðn­ingu í dag.

Þrír sak­born­inga sitja þegar inniÞrír sak­born­ing­anna í mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu voru dæmdir til þungrar refs­ingar í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða í febr­ú­ar. ­Sig­urð­ur, Hreiðar Már og Magnús voru þá allir dæmdir sekir, ásamt Ólafi Ólafs­syni, sem átti tæp­lega tíu pró­sent hlut í Kaup­þingi fyrir fall hans. Hreiðar Már fékk fimm og hálfs árs fang­elsi, Sig­urður fjögur ár, Ólafur og Magn­ús ­fjögur og hálft ár. Þeir afplána nú allir dóma sína í opna fang­els­inu á Kvía­bryggju.

Hreið­ar, Magnús og Sig­urður eru einnig ákærðir í CLN-­mál­in­u en þar er þeim gefið að sök að hafa mis­notað stöðu sína sem stjórn­endur bank­ans í lán­veit­ingum til nokk­urra félaga ­sem voru í eigu við­skipta­vina bank­ans. Lánin voru svo notuð til að kaupa skulda­trygg­ingar á Kaup­þing banka, eða svokölluð Credit Lin­ked Not­es, ­með það að mark­miði að lækka álagið og freista þess að opna fyrir fjár­veit­ingar til bank­ans á mark­aði.

Þriðja málið sem er fyrir dóm­stól­um, og bein­ist að Kaup­þings­stjórn­end­um, er Marp­le-­mál­ið svo­nefnda, en Hreiðar Már og Magnús eru ákærðir í því ásamt Guð­nýju Örnu Sveins­dótt­ur, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra bank­ans, og Skúla Þor­valds­syni, fjár­festi og fyrr­ver­andi stórs hlut­hafa Kaup­þings. Ákært er fyrir fjár­drátt, þegar færðir vor­u átta millj­arðar króna úr sjóðum Kaup­þings til félags­ins Marp­le, sem var í eigu Skúla Þor­valds­son­ar, án þess að heim­ild væri fyrir því. Aðal­með­ferð þess fer fram í sept­em­ber næst­kom­andi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None