Matsfyrirtækið Fitch Rating telur aðgerðaáætlun til losunar fjármagsnhafta vera jákvætt skref en framkvæmdin sé þó lykilatriði. Áhrif á lánshæfismat Íslands verða metin á næstu mánuðum eftir því sem áætluninni framvindur, með tilliti til áhrifa á efnahags Íslands og gjaldeyrisstöðugleika. Fitch sendi frá sér álit á áætluninni í dag og má lesa það í heild sinni hér.
Að áliti sérfræðinga Fitch Rating hafa aðgerðirnar jákvæð áhrif fyrir ríkissjóð, hvort heldur með samningum við kröfuhafa eða með stöðugleikaskatti. Losun fjármagnshafta feli þó alltaf í sér nokkra áhættu, jafnvel þá áætlunin sé vel útfærð. Útflæði fjármagns gæti leitt til gengisóstöðugleika, þrýst upp verði á innflutningi og haft áhrif á greiðslujöfnuð. Fitch mun næst meta lánshæfiseinkunn Íslands í júlímánuði.
Fram kom á kynningarfundi um losun fjármagnshafta síðastliðinn mánudag að vonir stjórnvalda standa til að aðgerðirnar styrki lánshæfismat ríkissjóðs. Fitch er fyrst stóru matsfyrirtækjanna til þess að bregðast við áætluninni en búast má við að önnur matsfyrirtæki geri það einnig á næstu dögum eða vikum.