Verðmæti vöruútflutnings á fyrstu sex mánuðum ársins var 22,6 prósentum hærra í ár en á sama tímabili 2014 og nam alls 332,4 milljörðum króna. Verðmæti innflutningur jókst einnig á þessu tímabili, um alls 20,5 prósent milli ára, og nam 338,4 milljörðum króna. Halli á vöruskiptum, það er munur á inn- og útflutningi, á fyrri árshelmingi var því 5,9 milljarðar króna. Aukning á innflutningi nam 57,5 milljörðum og aukning á útflutningi nam 61,3 milljörðum króna.
Aukin innflutningur er helst vegna flutnings á hrá- og rekstrarvörum og flugvélum, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands um vöruskiptajöfnuð á fyrri helmingi ársins 2015. Iðnaðarvörur voru 54 prósent alls útflutnings og var verðmæti þeirra nærri 30 prósentum hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru 42,1 prósent alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 23,2 prósent hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á fiskimjöli.
Í júní síðastliðnum voru fluttar út vörur fyrir 56,2 milljarða en inn fyrir 66,4 milljarða króna. Vöruskiptin í þeim mánuði voru því neikvæð um 10,2 milljarða króna. Fyrir þann mánuð voru vöruskipi því jákvæð það sem af var ári.