Meirihluti á móti því að ríkið selji Landsbankann, Landsvirkjun og RÚV

10016380525-fb1c4ee434-z.jpg
Auglýsing

Meiri­hluti Íslend­inga er and­vígur því að ríkið selji eign­ar­hluti sína í Lands­bank­an­um, Lands­virkjun og Rík­is­út­varp­inu, sam­kvæmt nýrri könnun MMR.

Af þeim sem tóku afstöðu sögð­ust nú 41,5 pró­sent fylgj­andi því að ríkið selj­i ­eign­ar­hlut sinn í Lands­bank­an­um, borið saman við 45,6 pró­sent í jan­úar 2013. Tæp 29 pró­sent sögð­ust fylgj­andi því að ríkið selji eign­ar­hlut sinn í Rík­is­út­varp­inu nú, sam­an­borið við 22,8 pró­sent í jan­úar 2013. Aðeins voru 13,2 pró­sent fylgj­andi því að ríkið myndi selja eign­ar­hlut sinn í Lands­virkjun nú, borið saman við 19,6 pró­sent í jan­úar 2012.

Þeir sem styðja rík­is­stjórn­ina eru almennt hlynnt­ari einka­væð­ingu rík­is­fyr­ir­tækja, að því er fram kemur í nið­ur­stöðum MMR. Hlut­falls­lega fleiri stuðn­ings­menn rík­is­stjórn­ar­innar sögð­ust vilja einka­væða Rík­is­tút­varp­ið, en af þeim sem tóku afstöðu og styðja rík­is­stjórn­ina, sögð­ust 45,2 pró­senta vera fylgj­andi því að einka­væða RÚV, borið saman við 19,6 pró­sent þeirra sem ekki styðja rík­is­stjórn­ina.

Auglýsing

Þá vildu hlut­falls­lega flestir þeirra sem styðja Sjálf­stæð­is­flokk­inn einka­væða fyr­ir­tækin þrjú. Af þeim sem tóku afstöðu og styðja Sjálf­stæð­is­flokk­inn sögð­ust 59,2 pró­sent fylgj­andi því að ríkið selji eign­ar­hlut sinn í Lands­bank­an­um, borið saman við 18,3 pró­sent Vinstri grænna. Tæp­lega 51 ­pró­sent sjálf­stæð­is­manna fylgj­andi því að ríkið selji eign­ar­hlut sinn í Rík­is­út­varp­inu, borið saman við 11,7 pró­sent Vinstri grænna. Þá voru 20,3 pró­sent kjós­enda sjálf­stæð­is­flokks­ins fylgj­andi því að ríkið selji eign­ar­hlut sinn í Lands­virkj­un, sam­an­borið við 4,1 pró­sent þeirra sem styðja Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Könnun MMR var fram­kvæmd dag­ana 13. til 19. jan­ú­ar, og tóku 975 ein­stak­lingar þátt í könn­un­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None