Mesti hagnaður einkafjárfesta eftir bankahrun

bonus_kjarninn_vef.jpg
Auglýsing

Hagamelur ehf., félag í eigu fjárfestanna Árna Haukssonar, Hallbjörns Karlssonar og Sigur­björns Þorkelssonar, seldi á mánudag 6,6 prósenta hlut í smásölurisanum Högum. Með sölunni innleystu þeir um 2,3 milljarða króna hreinan hagnað á fjárfestingu sinni í félaginu, en tæp þrjú ár eru síðan þeir lögðu út í hana. Hagamelur á enn tæplega 1,6 prósenta hlut. Sá hlutur er metinn á tæplega 800 milljónir króna, sem er svipuð upphæð og þeir fjárfestu upprunalega í Högum.

hagar_bordi

Um er að ræða mesta hagnað sem einkafjárfestir hefur innleyst frá hruni vegna hlutabréfaviðskipta. Fyrri stórar hagnaðarsölur, til dæmis með bréf í Icelandair, hafa flestar verið þannig að Framtakssjóður Íslands, að mestu í eigu lífeyrissjóða, hefur verið að selja lífeyrissjóðunum sem eiga sjóðinn. Þannig hafa peningar verið færðir úr einum vasa í annan.
Það kemur væntanlega engum á óvart að það voru að mestu lífeyrissjóðir sem keyptu hlut Hagamels í Högum. Mest keypti Lífeyrissjóður verslunarmanna, en hann borgaði um 1,7 milljarða króna fyrir um 3,4 prósenta hlut.

Auglýsing

Þetta er örstutt útgáfa af ítarlegri umfjöllun um sölu á bréfum í Högum. Lestu hana í heild sinni í nýjasta Kjarnanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None