Mikil leynd hvílir yfir hópuppsögnum á Flateyri

flateyri-99-26289.jpg
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Arctic Oddi á Flat­eyri hefur sagt upp­ ­tíu starfs­mönn­um, en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans stendur til að segja fimm starfs­mönnum upp störfum til við­bót­ar. Fram­kvæmda­stjór­ara Arctic Odda var sagt upp á dög­un­um, fjórum var sagt upp á mið­viku­dag­inn, og fimm misstu vinn­una á föstu­dag­inn.

Hjá Arctic Odda hafa starfað um þrjá­tíu manns, þannig að ­fyr­ir­tækið er að fækka starfs­mönnum sínum um helm­ing. Heim­ildir Kjarn­ans herma að fyr­ir­tækið hygg­ist segja upp nær öllu starfs­fólki sínu á næstu mán­uð­um, og loka fisk­vinnslu sinni á Flat­eyri, í það minnsta tíma­bund­ið. Þá verður skrif­stofa fyr­ir­tæk­is­ins flutt frá Flat­eyri til Reykja­vík­ur.

Sam­kvæmt heim­ildum mbl.is stendur sömu­leiðis til að selja skip í eigu Vest­firð­ings, sem er útgerð­ar­fé­lag í eigu sömu aðila og eiga Arctic Odda, en þá munu fimm starfs­menn til við­bótar missa vinn­una.

Auglýsing

"Við höfum fengið mjög mis­vísandi skila­boð frá fyr­ir­tæk­inu. Þessar upp­sagnir vekja upp stórar spurn­ingar sem við verðum að fá svör við. Hvað ætla þessir menn í raun og veru að gera?"


Bæj­ar­yf­ir­völd óupp­lýst um upp­sagnirÍ sam­tali við Kjarn­ann kveðst Gísli Hall­dór Hall­dórs­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarð­ar­bæj­ar, ekk­ert hafa heyrt af upp­sögn­unum frá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu. "Ég er búinn að senda stjórn­ar­for­mann­inum tölvu­póst til að for­vitn­ast um mál­ið, og svo verð ég í sam­bandi við Verka­lýðs­fé­lag Vest­firð­inga í dag vegna máls­ins," segir Gísli Hall­dór. Hann segir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið hafa full­vissað bæj­ar­yf­ir­völd Ísa­fjarð­ar­bæjar og full­trúa frá Byggða­stofnun á fundi á þriðju­dag­inn, að ekki stæði til að ráð­ast í hóp­upp­sagnir hjá fyr­ir­tæk­inu um mán­að­ar­mót­in, þannig að fréttir af upp­sögnum hjá Arctic Odda komi mjög á óvart og séu bein­línis í and­stöðu við yfir­lýs­ingar fyr­ir­tæk­is­ins. "Við höfum fengið mjög mis­vísandi skila­boð frá fyr­ir­tæk­inu. Þessar upp­sagnir vekja upp stórar spurn­ingar sem við verðum að fá svör við. Hvað ætla þessir menn í raun og veru að gera? Þetta eru mjög óþægi­leg tíð­indi, enda stærsti vinnu­stað­ur­inn á Flat­eyri, en auk þess höfðu íbúar bæj­ar­ins bundið miklar vonir við að fyr­ir­tækið ætl­aði að byggja upp fisk­vinnslu á svæð­in­u."

Byggða­stofnun hefur gert for­svars­mönnum Arctic Odda það skýrt að félagið fái ekki úthlut­aðan 300 tonna byggða­kvóta, nema fyrir liggi fram­tíð­ar­sýn fyr­ir­tæk­is­ins varð­andi bol­fisk­vinnslu á Flat­eyri. Gísli Hall­dór segir að fyr­ir­tækið hafi und­an­farið unnið að því að tryggja stoðir fisk­vinnsl­unn­ar, meðal ann­ars með því að leita að sam­starfs­að­il­um. Sam­hliða bol­fisk­vinnslu hugð­ist fyr­ir­tækið vinna eld­is­fisk, en fyr­ir­tækið hefur und­an­farið unnið að upp­bygg­ingu fisk­eld­is, sem hefur tekið lengri tíma en vonir stóðu til að því er heim­ildir Kjarn­ans herma. Í til­kynn­ingu sem Arctic Oddi sendi frá sér um miðjan októ­ber hefur fyr­ir­tæk­inu gengið hægt að fá aukn­ingu eld­is­leyfa, sem það segir for­sendu þess að byggja upp arð­bæran rekstur á Flat­eyri.

Stétt­ar­fé­lagið gerði athuga­semdir við fram­komu fyr­ir­tæk­is­insFinn­bogi Svein­björns­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Vest­firð­inga, segir að stétt­ar­fé­lagið hafi sömu­leiðis ekk­ert heyrt frá Arctic Odda vegna upp­sagn­anna. Stétt­ar­fé­lagið gerði athuga­semdir við starfs­manna­fund sem hald­inn var hjá fyr­ir­tæk­inu í októ­ber, þar sem starfs­mönnum var til­kynnt um að mögu­lega yrði ráð­ist í upp­sagn­ir. "Við höfðum sam­band við fyr­ir­tæk­ið, og gerðum alvar­legar athuga­semdir við að starfs­fólkið væri skilið eftir í svo mik­illi óvissu og raun ber vitn­i." Full­trúar stétt­ar­fé­lags­ins voru við­staddir annan starfs­manna­fund sem boðað var til 22. októ­ber síð­ast­lið­inn, þar sem fyr­ir­tækið til­kynnti að það myndi mögu­lega hætta bol­fisk­vinnslu á staðn­um, en það myndi skýr­ast í lok mán­að­ar­ins. "Við furðum okkur á því að hafa ekk­ert heyrt frá fyr­ir­tæk­inu, því við lítum klár­lega á þetta sem hóp­upp­sögn þó fyr­ir­tækið sé að segja upp fólki í skömmt­u­m."

"Ef satt reyn­ist þá er þetta enn ein birt­inga­mynd frjáls fram­sals afla­heim­ilda í sinni verstu mynd. Við erum með gjöf­ul­ustu fiski­miðin hér úti fyrir tún­fæt­in­um, öll tæki og tól til vinnslu, en engar heim­ildir til að veiða," segir Finn­bogi í sam­tali við Kjarn­ann.

Arctic Oddi hyggst nú ein­beita sér að kjarna­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, það er fisk­eldi. Fyr­ir­tækið hefur eld­is­fisk til vinnslu fram að ára­mót­um, en fær ekki aftur eld­is­fisk til slátr­unar og vinnslu fyrr en í nóv­em­ber á næsta ári, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Ekki náð­ist í Sig­urð Pét­urs­son, aðal­eig­anda ­Arctic Odda, við vinnslu frétt­ar­innar og engar upp­lýs­ingar feng­ust upp­gefnar á skrif­stofu félags­ins á Flat­eyri.

 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None